Heilbrigð sál í hraustum líkama Arnhildur Ásdís Kolbeins skrifar 20. september 2021 21:00 Heilbrigðisskimun fyrir alla yfir fertugu. Hér áður fyrr var gjarnan sagt að sama hversu allt væri svart, „ég hef þó góða heilsu“. Með nútímalæknisfræði og þekkingu sem stöðugt er að aukast, er hægt að greina marga sjúkdóma á byrjunarstigi. Slík greining kemur ekki aðeins í veg fyrir óþarfa þjáningar fólks heldur er verulegur fjárhagslegur ábati af því að greina sjúkdóma snemma. Margir af þeim sjúkdómum sem vestræn samfélög glíma við eru svokallaðir lífsstílssjúkdómar. Þetta er ekki algilt enda vitum við Íslendingar af reynslunni hversu miklu máli skiptir að greina krabbamein snemma þar sem skimanir fyrir tilteknum tegundum krabbameina hafa tíðkast um langt árabil. Ekki er síður nauðsynlegt að hjálpa fólki tímanlega þegar stefnir í óáran af öðrum ástæðum. Enginn kostnaður, einungis ávinningur Kostnaður við skipulagðar heilbrigðisskimanir er enginn til langs tíma litið, en hann getur vissulega verið nokkur í byrjun. Til að tryggja að heilbrigðisskimanir virki leggur Miðflokkurinn eftirfarandi til: Ríkið greiðir þeim sem uppfylla þau skilyrði sem heilbrigðisyfirvöld setja um framkvæmd skimunar, fast gjald fyrir framkvæmdina. Þetta tryggir samkeppni um að veita sem besta þjónustu. Gjaldið mun taka mið af kostnaði enda er hér ekki hugsunin að stofnuð verði gróðafyrirtæki. Almenningur velur hvar skimun er framkvæmd. Það er eðlilegt að fólk hafi val um hvar það fer í skimun enda tryggir orðspor þeirra sem stunda slíka þjónustu að besta þjónusta sé veitt. Íslenska heilbrigðiskerfið er illa statt. Staðsetning þjóðarsjúkrahúsbyggingar er ekki eina ástæðan. Fleira mætti nefna eins og samdrátt í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og andstöðu núverandi heilbrigðisyfirvalda gegn einkarekinni heilbrigðisþjónustu. Það má vissulega leggja margt á sig til að stöðva þá þróun að hér verði sósíalískt heilbrigðiskerfi með öllum þeim göllum sem slíku kerfi fylgja. Í tillögum Miðflokksins eru að sjálfsögðu varnaglar. Í fjölskyldum þar sem er ættgengir sjúkdómar eru þekktir, mun yngra fólk fá skimun. Eftirfylgni á þriggja ára fresti og oftar ef þurfa þykir tryggir okkur mestu lífsgæði sem hugsast getur. Slíkt verður ekki metið til fjár. Fyrirkomulag sem þetta er víða þekkt, en hér á Íslandi en það er hins vegar fyrst og fremst efnafólk sem nýtir sér slíka þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þetta er aðgerð sem gagnast öllum, ekkert er meira virði en góð heilsa. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Heilbrigðisskimun fyrir alla yfir fertugu. Hér áður fyrr var gjarnan sagt að sama hversu allt væri svart, „ég hef þó góða heilsu“. Með nútímalæknisfræði og þekkingu sem stöðugt er að aukast, er hægt að greina marga sjúkdóma á byrjunarstigi. Slík greining kemur ekki aðeins í veg fyrir óþarfa þjáningar fólks heldur er verulegur fjárhagslegur ábati af því að greina sjúkdóma snemma. Margir af þeim sjúkdómum sem vestræn samfélög glíma við eru svokallaðir lífsstílssjúkdómar. Þetta er ekki algilt enda vitum við Íslendingar af reynslunni hversu miklu máli skiptir að greina krabbamein snemma þar sem skimanir fyrir tilteknum tegundum krabbameina hafa tíðkast um langt árabil. Ekki er síður nauðsynlegt að hjálpa fólki tímanlega þegar stefnir í óáran af öðrum ástæðum. Enginn kostnaður, einungis ávinningur Kostnaður við skipulagðar heilbrigðisskimanir er enginn til langs tíma litið, en hann getur vissulega verið nokkur í byrjun. Til að tryggja að heilbrigðisskimanir virki leggur Miðflokkurinn eftirfarandi til: Ríkið greiðir þeim sem uppfylla þau skilyrði sem heilbrigðisyfirvöld setja um framkvæmd skimunar, fast gjald fyrir framkvæmdina. Þetta tryggir samkeppni um að veita sem besta þjónustu. Gjaldið mun taka mið af kostnaði enda er hér ekki hugsunin að stofnuð verði gróðafyrirtæki. Almenningur velur hvar skimun er framkvæmd. Það er eðlilegt að fólk hafi val um hvar það fer í skimun enda tryggir orðspor þeirra sem stunda slíka þjónustu að besta þjónusta sé veitt. Íslenska heilbrigðiskerfið er illa statt. Staðsetning þjóðarsjúkrahúsbyggingar er ekki eina ástæðan. Fleira mætti nefna eins og samdrátt í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og andstöðu núverandi heilbrigðisyfirvalda gegn einkarekinni heilbrigðisþjónustu. Það má vissulega leggja margt á sig til að stöðva þá þróun að hér verði sósíalískt heilbrigðiskerfi með öllum þeim göllum sem slíku kerfi fylgja. Í tillögum Miðflokksins eru að sjálfsögðu varnaglar. Í fjölskyldum þar sem er ættgengir sjúkdómar eru þekktir, mun yngra fólk fá skimun. Eftirfylgni á þriggja ára fresti og oftar ef þurfa þykir tryggir okkur mestu lífsgæði sem hugsast getur. Slíkt verður ekki metið til fjár. Fyrirkomulag sem þetta er víða þekkt, en hér á Íslandi en það er hins vegar fyrst og fremst efnafólk sem nýtir sér slíka þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þetta er aðgerð sem gagnast öllum, ekkert er meira virði en góð heilsa. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun