Írar segjast nokkuð vissir um að rostungurinn sé sá sami og hafi valdið miklum usla við Írland í vor. Hann hefur fengið nafnið Wally eða Valli.
Irish Whale and Dolphin Group segja Valla síðast hafa sést við Crookhaven á Írlandi. Þá hafði hann áður synt með vesturströnd Frakklands og að norðurströnd Spánar.
Við Írland náðust myndir af honum koma sér fyrir um borð í bátum þar og er hann jafnvel sagður hafa sökkt bátum. Í frétt BBC segir að heimamenn hafi gefist upp og útvegað Valla fljótandi sófa, ef svo má kalla, svo hann hætti að sökkva bátum þeirra.
Fylgjast má með rostungnum á vefmyndavélum Hafnar. Ríkisútvarpið segir Valla hafa mætt aftur á bryggjuna um klukkan hálf átta í kvöld.