Anníe Mist nú orðin fjárfestir í anda NBA stjarnanna Lebrons og Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 08:31 Anníe Mist var í sólskinskapi þegra hún sagði frá fjárfestingu sinni. Instagram/@anniethorisdottir Þriðja hraustasta CrossFit kona heims er farinn að huga að framtíðinni eftir CrossFit og það kallar umfjöllun í einum aðal CrossFit miðlinum. Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir hefur verið brautryðjandi á ferli sínum í CrossFit íþróttinni og hún er hvergi nærri hætt að fara nýjar leiðir. Ný fjárfesting hennar vekur sérstaka athygli hjá CrossFit miðlinum Morning Chalk Up. Fréttirnar sem kalla á umfjöllun Morning Chalk Up eru þær sem komu nýverið af fjárfestingu Anníe í drykkjavöruframleiðandanum Yerbae. Yerbae framleiðir koffendrykk sem er sterkari en kaffi og svart te. Anníe hafði áður samið um að verða sendiherra fyrirtækisins fyrir heimsleikana í haust og var þá fyrsti íþróttamaðurinn sem gekk til liðs við stofnendurna Karrie og Todd Gibson. Sex vikum seinna hefur Anníe tekið að sér stærra hlutverk með því að fjárfesta í fyrirtækinu og taka um leið að sér sæti í stjórn þess. Morning Chalk Up segir að þetta skref sem Anníe tekur sé að mörgu leiti einstakt fyrir CrossFit íþróttamann og líkir því sem aðrir stórir atvinnuíþróttamenn í öðrum íþróttagreinum hafa verið að gera. Það sem sker sig hér úr er að Anníe er að fjárfesta í fyrirtæki sem hefur í raun ekkert með CrossFit að gera. Hingað til hefur CrossFit fólk aðallega fjárfest í CrossFit-íþróttasölum eða öðrum rekstri tengdum íþróttinni. NBA stjörnurnar Lebron James og Steph Curry eru nefndir til sögunnar í grein Morning Chalk Up en báðir hafa þeir fjárfest hundruð milljóna í verðbréfum ýmissa fyrirtækja. Blaðamaðurinn segir að Anníe sé nú að fara svipaða leið. Í grein Morning Chalk Up er bent á það að þetta skref sem Anníe tekur gæti verið ný leið fyrir CrossFit fólk í framtíðinni. Íþróttafólkið gæti stigið skref í átta að framtíð sinni eftir íþróttina með því að fjárfesta í fyrirtækjum utan CrossFit heimsins. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir hefur verið brautryðjandi á ferli sínum í CrossFit íþróttinni og hún er hvergi nærri hætt að fara nýjar leiðir. Ný fjárfesting hennar vekur sérstaka athygli hjá CrossFit miðlinum Morning Chalk Up. Fréttirnar sem kalla á umfjöllun Morning Chalk Up eru þær sem komu nýverið af fjárfestingu Anníe í drykkjavöruframleiðandanum Yerbae. Yerbae framleiðir koffendrykk sem er sterkari en kaffi og svart te. Anníe hafði áður samið um að verða sendiherra fyrirtækisins fyrir heimsleikana í haust og var þá fyrsti íþróttamaðurinn sem gekk til liðs við stofnendurna Karrie og Todd Gibson. Sex vikum seinna hefur Anníe tekið að sér stærra hlutverk með því að fjárfesta í fyrirtækinu og taka um leið að sér sæti í stjórn þess. Morning Chalk Up segir að þetta skref sem Anníe tekur sé að mörgu leiti einstakt fyrir CrossFit íþróttamann og líkir því sem aðrir stórir atvinnuíþróttamenn í öðrum íþróttagreinum hafa verið að gera. Það sem sker sig hér úr er að Anníe er að fjárfesta í fyrirtæki sem hefur í raun ekkert með CrossFit að gera. Hingað til hefur CrossFit fólk aðallega fjárfest í CrossFit-íþróttasölum eða öðrum rekstri tengdum íþróttinni. NBA stjörnurnar Lebron James og Steph Curry eru nefndir til sögunnar í grein Morning Chalk Up en báðir hafa þeir fjárfest hundruð milljóna í verðbréfum ýmissa fyrirtækja. Blaðamaðurinn segir að Anníe sé nú að fara svipaða leið. Í grein Morning Chalk Up er bent á það að þetta skref sem Anníe tekur gæti verið ný leið fyrir CrossFit fólk í framtíðinni. Íþróttafólkið gæti stigið skref í átta að framtíð sinni eftir íþróttina með því að fjárfesta í fyrirtækjum utan CrossFit heimsins. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Sjá meira