Þurfti að þykjast vera strákur til að fá að spila með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 09:31 Sarina Wiegman er tekin við sem nýr þjálfari enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Getty/Lynne Cameron Það hefur mikið breyst síðan að nýr landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta var að stíga sín fyrstu skref. Sarina Wiegman er fyrir löngu komin í hóp bestu þjálfara heims í kvennafótboltanum en er nýtekin við nýju starfi og saga hennar vekur athygli enskra fjölmiðla. The Lionesses boss had to hide her true identity #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 20, 2021 Wiegman gerði hollenska landsliðið að Evrópumeisturum 2017 og var í framhaldinu kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. Hún hætti með hollenska landsliðið eftir Ólympíuleikanna og er því ekki með liðið á Laugardalsvellinum í kvöld. Þess í stað er hún þessa dagana að stýra enska landsliðinu í fyrsta sinn í undankeppninni. Þær ensku unnu 8-0 sigur á Norður Makedóníu í fyrsta leik og mæta Lúxemborg í kvöld. Wiegman er nú 51 árs en það hefur margt breyst varðandi kvennafótboltann síðan hún var að byrja í boltanum. England's 8-0 win against North Macedonia was their biggest victory since beating Estonia by the same scoreline in September 2015.The Sarina Wiegman era started in style. pic.twitter.com/ZM6LQ9uE71— Squawka Football (@Squawka) September 17, 2021 Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagði hún sögu frá því að hún var að byrja og hvernig aðstæðurnar voru þá fyrir unga knattspyrnukonu. „Þegar ég byrjaði að spila fótbolta sex ára gömul þá máttu stelpur ekki spila fótbolta en ég svindlaði mér inn,“ sagði Sarina Wiegman. Wiegman var sex ára gömul árið 1975. Hún þóttist vera strákur til að fá að æfa fótbolta eins og bróðir sinn. „Ég var með mjög stutt hár og leit svolítið út fyrir að vera strákur. Foreldrar mínir leyfðu þetta og ég átti tvíburabróðir. Við byrjuðum því bæði að spila fótbolta og allir sættu sig við það,“ sagði Sarina. „Þetta var ekki það venjulega en núna er það fullkomlega eðlilegt að spila fótbolta hvort sem þú sért strákur eða stelpa. Það er frábært. Það var fáránlegt hvernig þetta var áður þegar þér var bannað að spila en svona er þróunin víst,“ sagði Sarina. Sarina Wiegman spilaði á sínum tíma 104 landsleiki fyrir Holland frá 1987 til 2001 og tók síðan við sem landsliðsþjálfari árið 2016. Wiegman varð á sínum tíma bandarískur háskólameistari með North Carolina Tar Heels og vann líka marga titla í Hollandi. Sarina Wiegman kemur hér skilaboðum til ensku landsliðskonunnar Rachel Daly.Getty/Catherine Ivill HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Sarina Wiegman er fyrir löngu komin í hóp bestu þjálfara heims í kvennafótboltanum en er nýtekin við nýju starfi og saga hennar vekur athygli enskra fjölmiðla. The Lionesses boss had to hide her true identity #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 20, 2021 Wiegman gerði hollenska landsliðið að Evrópumeisturum 2017 og var í framhaldinu kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. Hún hætti með hollenska landsliðið eftir Ólympíuleikanna og er því ekki með liðið á Laugardalsvellinum í kvöld. Þess í stað er hún þessa dagana að stýra enska landsliðinu í fyrsta sinn í undankeppninni. Þær ensku unnu 8-0 sigur á Norður Makedóníu í fyrsta leik og mæta Lúxemborg í kvöld. Wiegman er nú 51 árs en það hefur margt breyst varðandi kvennafótboltann síðan hún var að byrja í boltanum. England's 8-0 win against North Macedonia was their biggest victory since beating Estonia by the same scoreline in September 2015.The Sarina Wiegman era started in style. pic.twitter.com/ZM6LQ9uE71— Squawka Football (@Squawka) September 17, 2021 Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagði hún sögu frá því að hún var að byrja og hvernig aðstæðurnar voru þá fyrir unga knattspyrnukonu. „Þegar ég byrjaði að spila fótbolta sex ára gömul þá máttu stelpur ekki spila fótbolta en ég svindlaði mér inn,“ sagði Sarina Wiegman. Wiegman var sex ára gömul árið 1975. Hún þóttist vera strákur til að fá að æfa fótbolta eins og bróðir sinn. „Ég var með mjög stutt hár og leit svolítið út fyrir að vera strákur. Foreldrar mínir leyfðu þetta og ég átti tvíburabróðir. Við byrjuðum því bæði að spila fótbolta og allir sættu sig við það,“ sagði Sarina. „Þetta var ekki það venjulega en núna er það fullkomlega eðlilegt að spila fótbolta hvort sem þú sért strákur eða stelpa. Það er frábært. Það var fáránlegt hvernig þetta var áður þegar þér var bannað að spila en svona er þróunin víst,“ sagði Sarina. Sarina Wiegman spilaði á sínum tíma 104 landsleiki fyrir Holland frá 1987 til 2001 og tók síðan við sem landsliðsþjálfari árið 2016. Wiegman varð á sínum tíma bandarískur háskólameistari með North Carolina Tar Heels og vann líka marga titla í Hollandi. Sarina Wiegman kemur hér skilaboðum til ensku landsliðskonunnar Rachel Daly.Getty/Catherine Ivill
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira