Sextán ára „demantur“ mögulega frumsýndur hjá Liverpool í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 12:31 Kaide Gordon á ferðinni með unglingaliði Liverpool í leik á móti AC Milan í UEFA Youth League. Getty/Nick Taylor Stuðningsmenn Liverpool gætu fengið að sjá nýjan spennandi leikmann spila í enska deildabikarnum í kvöld þegar liðið mætir Norwich í beinni á Stöð 2 Sport 2. Pepijn Lijnders, aðstoðarstjóri Liverpool, talaði sérstaklega um hinn sextán ára gamla Kaide Gordon á blaðamannafundi fyrir leikinn. Lijnders var svo hrifinn af strák þegar hann sá hann fyrst í haust að hann hringdi sérstaklega í knattspyrnustjórann Jürgen Klopp til að segja honum frá leikmanninum. Liverpool sótti Kaide Gordon til Derby í febrúar og hann heillaði aðstoðarmann Klopp í sumar. Liverpool s 16-year-old diamond Kaide Gordon in contention for debut. By @AHunterGuardian https://t.co/9Hm2mktg9X— Guardian sport (@guardian_sport) September 20, 2021 „Áður en undirbúningstímabilið hefst þá pössum við upp á það að efnilegustu leikmenn félagsins byrji einni viku áður en við. Þeir byrja að æfa með 23 ára liðinu og ég fór á æfingu með því liði,“ sagði Pepijn Lijnders. Lijnders segir að strákurinn sé einn af demöntunum sem eru að koma upp hjá félaginu og þessi strákur er fæddur árið 2004. „Ég sá þá einn leikmann sem var eins og raketta í hvert skipti sem hann snerti boltann. Hann fór framhjá leikmönnum eins og þær væru ekki þar. Ég hringdi strax í Jürgen og sagði: Vá, við erum komnir með nýjan leikmann,“ sagði Lijnders. NEW: Kaide Gordon will become one of the youngest players in Liverpool's history when he makes his debut in Tuesday's Carabao Cup tie at Norwich. #awlive [@DominicKing_DM] pic.twitter.com/fqRn4fgLaS— Anfield Watch (@AnfieldWatch) September 20, 2021 „Við tökum alla þessa ungu leikmenn með á undirbúningstímabilið og þú veist að þú ert með góðan leikmann í höndunum þeir eldri og reyndari leikmenn liðsins fara að passa upp á viðkomandi leikmann. Þegar þú sérð James Milner tala við Kaide, þegar Trent [Alexander-Arnold] er búinn að taka að sér hlutverk lærimeistara hans og þegar þú sérð alla aðalmennina bjóða stráknum á sitt borð, þá veistu að menn ætla sér að hjálpa honum að aðalagast hlutunum,“ sagði Lijnders. „Hann er dæmigerður vængmaður en það eru líka mörk í honum og hann hefur náttúrulegu hæfileika að vera á réttum stað í teignum þegar fyrirgjafirnar koma. Það eru ekki allir sem hafa það líka. Hann er dæmigerður Liverpool vængmaður að mínu mati því hann er markaskorari og hann hefur hraða. Við erum virkilega hrifnir af honum og ég er mjög ánægður að hann sé með okkur,“ sagði Lijnders. Kaide Gordon er í átján manna leikmannahópi Liverpool á móti Norwich í kvöld þegar liðin mætast í 32 liða úrslitum enska deildabikarsins. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Pepijn Lijnders, aðstoðarstjóri Liverpool, talaði sérstaklega um hinn sextán ára gamla Kaide Gordon á blaðamannafundi fyrir leikinn. Lijnders var svo hrifinn af strák þegar hann sá hann fyrst í haust að hann hringdi sérstaklega í knattspyrnustjórann Jürgen Klopp til að segja honum frá leikmanninum. Liverpool sótti Kaide Gordon til Derby í febrúar og hann heillaði aðstoðarmann Klopp í sumar. Liverpool s 16-year-old diamond Kaide Gordon in contention for debut. By @AHunterGuardian https://t.co/9Hm2mktg9X— Guardian sport (@guardian_sport) September 20, 2021 „Áður en undirbúningstímabilið hefst þá pössum við upp á það að efnilegustu leikmenn félagsins byrji einni viku áður en við. Þeir byrja að æfa með 23 ára liðinu og ég fór á æfingu með því liði,“ sagði Pepijn Lijnders. Lijnders segir að strákurinn sé einn af demöntunum sem eru að koma upp hjá félaginu og þessi strákur er fæddur árið 2004. „Ég sá þá einn leikmann sem var eins og raketta í hvert skipti sem hann snerti boltann. Hann fór framhjá leikmönnum eins og þær væru ekki þar. Ég hringdi strax í Jürgen og sagði: Vá, við erum komnir með nýjan leikmann,“ sagði Lijnders. NEW: Kaide Gordon will become one of the youngest players in Liverpool's history when he makes his debut in Tuesday's Carabao Cup tie at Norwich. #awlive [@DominicKing_DM] pic.twitter.com/fqRn4fgLaS— Anfield Watch (@AnfieldWatch) September 20, 2021 „Við tökum alla þessa ungu leikmenn með á undirbúningstímabilið og þú veist að þú ert með góðan leikmann í höndunum þeir eldri og reyndari leikmenn liðsins fara að passa upp á viðkomandi leikmann. Þegar þú sérð James Milner tala við Kaide, þegar Trent [Alexander-Arnold] er búinn að taka að sér hlutverk lærimeistara hans og þegar þú sérð alla aðalmennina bjóða stráknum á sitt borð, þá veistu að menn ætla sér að hjálpa honum að aðalagast hlutunum,“ sagði Lijnders. „Hann er dæmigerður vængmaður en það eru líka mörk í honum og hann hefur náttúrulegu hæfileika að vera á réttum stað í teignum þegar fyrirgjafirnar koma. Það eru ekki allir sem hafa það líka. Hann er dæmigerður Liverpool vængmaður að mínu mati því hann er markaskorari og hann hefur hraða. Við erum virkilega hrifnir af honum og ég er mjög ánægður að hann sé með okkur,“ sagði Lijnders. Kaide Gordon er í átján manna leikmannahópi Liverpool á móti Norwich í kvöld þegar liðin mætast í 32 liða úrslitum enska deildabikarsins. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira