List að læknisráði Brynhildur Björnsdóttir og Orri Páll Jóhannsson skrifa 21. september 2021 13:00 Heilbrigðiskerfið er landsmönnum ofarlega í huga fyrir þessar kosningar og fyrirbyggjandi aðgerðir til að bæta lýðheilsu eru mikilvægar til að létta álagið. Skýrsla frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO frá 2019 sýnir svo ekki verður um villst hversu góð áhrif listir hafa á lýðheilsu og lífsgæði. Byggt var á 900 rannsóknum sem allar sýna það sama: listneysla bætir ónæmiskerfið, styrkir hjartað og æðarnar, léttir lund, vinnur gegn streitu og bætir sálræna líðan. Listir og menning hafa svo miklu og fjölbreyttu hlutverki að gegna í samfélagi að það er í raun sama hvar er borið niður, allsstaðar má sjá mikilvægi skapandi greina. Félagslegt og menningarlegt gildi listsköpunar er óumdeilt, listir eru stórkostleg landkynning og skapa efnahagsleg, tilfinningaleg og menningarleg verðmæti, veita ný sjónarhorn og endurspegla ríkjandi strauma og stefnur. Listir eru alhliða mikilvægar fyrir samfélög sem vilja vera gildandi meðal samfélaga. Þá eru listir og hönnunargreinar ómissandi hluti af annarri nýsköpun svo sem í tölvuleikjasmíði og framsetningu hugverka og uppfinninga. Það gefur því auga leið að samfélag sem vill gera sig gildandi meðal samfélaga hlúir að listum sínum og listafólki. Vinstrihreyfingin - grænt framboð setti fyrir þessar kosningar fram ítarlega stefnu um menningu og listir. Þar er meðal annars kveðið á um að styðja af krafti við menningarstofnanir og faglega úthlutunarsjóði, efla listnám á öllum skólastigum og gera LHÍ að opinberri stofnun sem tekur sambærileg skólagjöld af nemendum og Háskóli Íslands. Við í VG viljum auka jöfnuð og að öll eigi þess kost að stunda listnám á háskólastigi óháð efnahag. Menning og listir hafa mikilvægu samfélagslegu hlutverki að gegna, þær eru veigamikil stoð í fjölbreyttu atvinnulífi og hagræn áhrif þeirra skipta verulegu máli. Leggja þarf aukna áherslu á að menningarstarfsemi sé fjárfesting til framtíðar, ávísun á aukna verðmætasköpun og fjölbreytt og dýrmæt störf. Efla þarf launasjóði listamanna og verkefnasjóði listgreina ásamt því að tryggja listamönnum gott starfsumhverfi og að hið opinbera greiði þeim fyrir vinnu sína. Við í VG viljum gera varanlegar breytingar til að fjölga starfslaunum listamanna. Brýnt er að styðja bæði við menningarstofnanir og sjálfsprottna menningarstarfsemi með fjármagni og sterkri stjórnsýslulegri umgjörð. Fjárveitingar þurfa að byggja á faglegum forsendum og verkefni metin af fagaðilum. Þá er einnig mikilvægt að innleiða samþykkta menningarstefnu fyrir Ísland frá árinu 2013 með skýrri aðgerðaáætlun. Menning, listir og hönnun eru vaxandi stoð í íslensku samfélagi. Tímabært er að endurskoða stjórnsýslulega stöðu þessara greina, styrkja hana og auka skilvirkni hennar. Til að tryggja menningu, listum og skapandi greinum stöðugleika er mikilvægt að þessar greinar hafi sjálfstæða rödd í stjórnsýslunni og það er best tryggt með stofnun ráðuneytis menningar og skapandi greina. Í skýrslu WHO kemur fram að mælt er með því að heilsugæslulæknar geti ávísað listneyslu og ástundun við ýmsum sjúkdómum. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill ávísa blómstrandi menningar- og listalífi fyrir samfélagið allt og þannig bæta lífsgæði og hamingju allra.Með öflugri menningarstarfsemi fjárfestum við í framtíðinni og aukinni velsæld. Það viljum við í VG gera. Brynhildur skipar 4. sæti og Orri Páll 2. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Brynhildur Björnsdóttir Vinstri græn Orri Páll Jóhannsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið er landsmönnum ofarlega í huga fyrir þessar kosningar og fyrirbyggjandi aðgerðir til að bæta lýðheilsu eru mikilvægar til að létta álagið. Skýrsla frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO frá 2019 sýnir svo ekki verður um villst hversu góð áhrif listir hafa á lýðheilsu og lífsgæði. Byggt var á 900 rannsóknum sem allar sýna það sama: listneysla bætir ónæmiskerfið, styrkir hjartað og æðarnar, léttir lund, vinnur gegn streitu og bætir sálræna líðan. Listir og menning hafa svo miklu og fjölbreyttu hlutverki að gegna í samfélagi að það er í raun sama hvar er borið niður, allsstaðar má sjá mikilvægi skapandi greina. Félagslegt og menningarlegt gildi listsköpunar er óumdeilt, listir eru stórkostleg landkynning og skapa efnahagsleg, tilfinningaleg og menningarleg verðmæti, veita ný sjónarhorn og endurspegla ríkjandi strauma og stefnur. Listir eru alhliða mikilvægar fyrir samfélög sem vilja vera gildandi meðal samfélaga. Þá eru listir og hönnunargreinar ómissandi hluti af annarri nýsköpun svo sem í tölvuleikjasmíði og framsetningu hugverka og uppfinninga. Það gefur því auga leið að samfélag sem vill gera sig gildandi meðal samfélaga hlúir að listum sínum og listafólki. Vinstrihreyfingin - grænt framboð setti fyrir þessar kosningar fram ítarlega stefnu um menningu og listir. Þar er meðal annars kveðið á um að styðja af krafti við menningarstofnanir og faglega úthlutunarsjóði, efla listnám á öllum skólastigum og gera LHÍ að opinberri stofnun sem tekur sambærileg skólagjöld af nemendum og Háskóli Íslands. Við í VG viljum auka jöfnuð og að öll eigi þess kost að stunda listnám á háskólastigi óháð efnahag. Menning og listir hafa mikilvægu samfélagslegu hlutverki að gegna, þær eru veigamikil stoð í fjölbreyttu atvinnulífi og hagræn áhrif þeirra skipta verulegu máli. Leggja þarf aukna áherslu á að menningarstarfsemi sé fjárfesting til framtíðar, ávísun á aukna verðmætasköpun og fjölbreytt og dýrmæt störf. Efla þarf launasjóði listamanna og verkefnasjóði listgreina ásamt því að tryggja listamönnum gott starfsumhverfi og að hið opinbera greiði þeim fyrir vinnu sína. Við í VG viljum gera varanlegar breytingar til að fjölga starfslaunum listamanna. Brýnt er að styðja bæði við menningarstofnanir og sjálfsprottna menningarstarfsemi með fjármagni og sterkri stjórnsýslulegri umgjörð. Fjárveitingar þurfa að byggja á faglegum forsendum og verkefni metin af fagaðilum. Þá er einnig mikilvægt að innleiða samþykkta menningarstefnu fyrir Ísland frá árinu 2013 með skýrri aðgerðaáætlun. Menning, listir og hönnun eru vaxandi stoð í íslensku samfélagi. Tímabært er að endurskoða stjórnsýslulega stöðu þessara greina, styrkja hana og auka skilvirkni hennar. Til að tryggja menningu, listum og skapandi greinum stöðugleika er mikilvægt að þessar greinar hafi sjálfstæða rödd í stjórnsýslunni og það er best tryggt með stofnun ráðuneytis menningar og skapandi greina. Í skýrslu WHO kemur fram að mælt er með því að heilsugæslulæknar geti ávísað listneyslu og ástundun við ýmsum sjúkdómum. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill ávísa blómstrandi menningar- og listalífi fyrir samfélagið allt og þannig bæta lífsgæði og hamingju allra.Með öflugri menningarstarfsemi fjárfestum við í framtíðinni og aukinni velsæld. Það viljum við í VG gera. Brynhildur skipar 4. sæti og Orri Páll 2. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun