List að læknisráði Brynhildur Björnsdóttir og Orri Páll Jóhannsson skrifa 21. september 2021 13:00 Heilbrigðiskerfið er landsmönnum ofarlega í huga fyrir þessar kosningar og fyrirbyggjandi aðgerðir til að bæta lýðheilsu eru mikilvægar til að létta álagið. Skýrsla frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO frá 2019 sýnir svo ekki verður um villst hversu góð áhrif listir hafa á lýðheilsu og lífsgæði. Byggt var á 900 rannsóknum sem allar sýna það sama: listneysla bætir ónæmiskerfið, styrkir hjartað og æðarnar, léttir lund, vinnur gegn streitu og bætir sálræna líðan. Listir og menning hafa svo miklu og fjölbreyttu hlutverki að gegna í samfélagi að það er í raun sama hvar er borið niður, allsstaðar má sjá mikilvægi skapandi greina. Félagslegt og menningarlegt gildi listsköpunar er óumdeilt, listir eru stórkostleg landkynning og skapa efnahagsleg, tilfinningaleg og menningarleg verðmæti, veita ný sjónarhorn og endurspegla ríkjandi strauma og stefnur. Listir eru alhliða mikilvægar fyrir samfélög sem vilja vera gildandi meðal samfélaga. Þá eru listir og hönnunargreinar ómissandi hluti af annarri nýsköpun svo sem í tölvuleikjasmíði og framsetningu hugverka og uppfinninga. Það gefur því auga leið að samfélag sem vill gera sig gildandi meðal samfélaga hlúir að listum sínum og listafólki. Vinstrihreyfingin - grænt framboð setti fyrir þessar kosningar fram ítarlega stefnu um menningu og listir. Þar er meðal annars kveðið á um að styðja af krafti við menningarstofnanir og faglega úthlutunarsjóði, efla listnám á öllum skólastigum og gera LHÍ að opinberri stofnun sem tekur sambærileg skólagjöld af nemendum og Háskóli Íslands. Við í VG viljum auka jöfnuð og að öll eigi þess kost að stunda listnám á háskólastigi óháð efnahag. Menning og listir hafa mikilvægu samfélagslegu hlutverki að gegna, þær eru veigamikil stoð í fjölbreyttu atvinnulífi og hagræn áhrif þeirra skipta verulegu máli. Leggja þarf aukna áherslu á að menningarstarfsemi sé fjárfesting til framtíðar, ávísun á aukna verðmætasköpun og fjölbreytt og dýrmæt störf. Efla þarf launasjóði listamanna og verkefnasjóði listgreina ásamt því að tryggja listamönnum gott starfsumhverfi og að hið opinbera greiði þeim fyrir vinnu sína. Við í VG viljum gera varanlegar breytingar til að fjölga starfslaunum listamanna. Brýnt er að styðja bæði við menningarstofnanir og sjálfsprottna menningarstarfsemi með fjármagni og sterkri stjórnsýslulegri umgjörð. Fjárveitingar þurfa að byggja á faglegum forsendum og verkefni metin af fagaðilum. Þá er einnig mikilvægt að innleiða samþykkta menningarstefnu fyrir Ísland frá árinu 2013 með skýrri aðgerðaáætlun. Menning, listir og hönnun eru vaxandi stoð í íslensku samfélagi. Tímabært er að endurskoða stjórnsýslulega stöðu þessara greina, styrkja hana og auka skilvirkni hennar. Til að tryggja menningu, listum og skapandi greinum stöðugleika er mikilvægt að þessar greinar hafi sjálfstæða rödd í stjórnsýslunni og það er best tryggt með stofnun ráðuneytis menningar og skapandi greina. Í skýrslu WHO kemur fram að mælt er með því að heilsugæslulæknar geti ávísað listneyslu og ástundun við ýmsum sjúkdómum. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill ávísa blómstrandi menningar- og listalífi fyrir samfélagið allt og þannig bæta lífsgæði og hamingju allra.Með öflugri menningarstarfsemi fjárfestum við í framtíðinni og aukinni velsæld. Það viljum við í VG gera. Brynhildur skipar 4. sæti og Orri Páll 2. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Brynhildur Björnsdóttir Vinstri græn Orri Páll Jóhannsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið er landsmönnum ofarlega í huga fyrir þessar kosningar og fyrirbyggjandi aðgerðir til að bæta lýðheilsu eru mikilvægar til að létta álagið. Skýrsla frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO frá 2019 sýnir svo ekki verður um villst hversu góð áhrif listir hafa á lýðheilsu og lífsgæði. Byggt var á 900 rannsóknum sem allar sýna það sama: listneysla bætir ónæmiskerfið, styrkir hjartað og æðarnar, léttir lund, vinnur gegn streitu og bætir sálræna líðan. Listir og menning hafa svo miklu og fjölbreyttu hlutverki að gegna í samfélagi að það er í raun sama hvar er borið niður, allsstaðar má sjá mikilvægi skapandi greina. Félagslegt og menningarlegt gildi listsköpunar er óumdeilt, listir eru stórkostleg landkynning og skapa efnahagsleg, tilfinningaleg og menningarleg verðmæti, veita ný sjónarhorn og endurspegla ríkjandi strauma og stefnur. Listir eru alhliða mikilvægar fyrir samfélög sem vilja vera gildandi meðal samfélaga. Þá eru listir og hönnunargreinar ómissandi hluti af annarri nýsköpun svo sem í tölvuleikjasmíði og framsetningu hugverka og uppfinninga. Það gefur því auga leið að samfélag sem vill gera sig gildandi meðal samfélaga hlúir að listum sínum og listafólki. Vinstrihreyfingin - grænt framboð setti fyrir þessar kosningar fram ítarlega stefnu um menningu og listir. Þar er meðal annars kveðið á um að styðja af krafti við menningarstofnanir og faglega úthlutunarsjóði, efla listnám á öllum skólastigum og gera LHÍ að opinberri stofnun sem tekur sambærileg skólagjöld af nemendum og Háskóli Íslands. Við í VG viljum auka jöfnuð og að öll eigi þess kost að stunda listnám á háskólastigi óháð efnahag. Menning og listir hafa mikilvægu samfélagslegu hlutverki að gegna, þær eru veigamikil stoð í fjölbreyttu atvinnulífi og hagræn áhrif þeirra skipta verulegu máli. Leggja þarf aukna áherslu á að menningarstarfsemi sé fjárfesting til framtíðar, ávísun á aukna verðmætasköpun og fjölbreytt og dýrmæt störf. Efla þarf launasjóði listamanna og verkefnasjóði listgreina ásamt því að tryggja listamönnum gott starfsumhverfi og að hið opinbera greiði þeim fyrir vinnu sína. Við í VG viljum gera varanlegar breytingar til að fjölga starfslaunum listamanna. Brýnt er að styðja bæði við menningarstofnanir og sjálfsprottna menningarstarfsemi með fjármagni og sterkri stjórnsýslulegri umgjörð. Fjárveitingar þurfa að byggja á faglegum forsendum og verkefni metin af fagaðilum. Þá er einnig mikilvægt að innleiða samþykkta menningarstefnu fyrir Ísland frá árinu 2013 með skýrri aðgerðaáætlun. Menning, listir og hönnun eru vaxandi stoð í íslensku samfélagi. Tímabært er að endurskoða stjórnsýslulega stöðu þessara greina, styrkja hana og auka skilvirkni hennar. Til að tryggja menningu, listum og skapandi greinum stöðugleika er mikilvægt að þessar greinar hafi sjálfstæða rödd í stjórnsýslunni og það er best tryggt með stofnun ráðuneytis menningar og skapandi greina. Í skýrslu WHO kemur fram að mælt er með því að heilsugæslulæknar geti ávísað listneyslu og ástundun við ýmsum sjúkdómum. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill ávísa blómstrandi menningar- og listalífi fyrir samfélagið allt og þannig bæta lífsgæði og hamingju allra.Með öflugri menningarstarfsemi fjárfestum við í framtíðinni og aukinni velsæld. Það viljum við í VG gera. Brynhildur skipar 4. sæti og Orri Páll 2. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun