Kosningar 2021: Vantar hvata, skýr skilaboð og markvissari vinnu Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. september 2021 07:00 Mynd, efri fv.: Gunnar E. Magnússon hjá EY, Berglind Rán Ólafsdóttir hjá ON. Mynd, neðri fv.: Aðalheiður Jacobsen hjá Netpörtum, Sæmundur Sæmundsson hjá Eflu. Atvinnulífið vantar fleiri hvata og stjórnvöld þurfa að vera skýrari og markvissari í aðgerðum um loftlagsmál er meðal þess sem aðilar í atvinnulífinu segja þegar spurt er um skilaboð til nýrra stjórnvalda um að hverju þarf að huga betur að, svo fyrirtæki séu líklegri til að ná hraðari og betri árangri í loftlagsmálum. Að innleiða hringrásarhagkerfið þýðir innleiðingu á breyttu hugarfari. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er sjónum beint að því hver raunveruleg staða atvinnulífs er í loftlagsmálum miðað við það umhverfi sem fyrirtækjum og stofnunum er gert að starfa í. Skilaboðum viðmælenda er beint til nýrra stjórnvalda í komandi kosningum. Í þessari fyrri grein af tveimur er leitað til viðmælenda sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið mikið að loftlagsmálum í atvinnulífinu síðastliðin ár. Spurt er: Loftlagsmálin eru í brennidepli hjá stjórnmálaflokkum sem boða ýmsar aðgerðir. En hvaða eitt atriði myndir þú nefna sem skilaboð til stjórnvalda um breytingar sem skipta máli svo atvinnulífið nái betri árangri og hraðar? Þurfa að vísa betur veginn, ekki bara að setja lög og reglur Aðalheiður V. Jacobsen, eigandi og framkvæmdastjóri Netparta: „Ef ég ætti að benda á eitthvað „eitt atriði“ þegar kemur að loftlagsmálum og þær breytingar sem gætu skipt máli til batnaðar í þeim efnum, þá tel ég að stjórnvöld þurfi að vísa veginn betur fyrir atvinnulífið um hvernig það getur tekið þátt í vegferðinni til að ná markmiðunum. Það er ekki nóg að festa í lögum og reglugerðum markmið í loftslagsmálum heldur finnst mér að það verði að varða leiðina betur til dæmis með hagrænum hvötum og öflugri leiðbeiningum sem hvetja fyrirtæki í átt að sjálfbærari rekstri. Slíkt getur hvatt atvinnulífið til að vinna markvissar að stefnum og verkefnum í átt að aukinni sjálfbærni. Þetta á að minnsta kosti við ef ég tala út frá þeim bransa sem ég er í, sem er umhverfisvæn endurvinnsla tjónaðra eða úr sér genginna bifreiða. Mér hefur mér fundist vanta að klára söguna þegar hið opinbera hefur sett niður lög og reglur er varða úrgangslosun. Aðalheiður Jacobsen.Vísir/Vilhelm Netpartar hefur meðal annars að markmiði að minnka sóun í kerfinu með því að halda núverandi bílaflota sem gengur fyrir jarðefniseldsneyti gangandi fram að orkuskiptum með sem umhverfisvænstum hætti, efla notkun notaðra rekjanlegra varahluta til að minnka þörf á framleiðslu nýrra og endurvinna aflóga bifreiðar með umhverfisvænum hætti. Okkur finnst skorta hagræna hvata í kerfinu til að efla þessi atriði. Mest af því sem við sendum í endurvinnslu er selt úr landi til frekari endurvinnslu, en ég tel að það væri hagkvæmara og eðlilegra að flokka betur hérlendis og þannig ná markmiðum um endurnýtingu og endurvinnslu hér heima. Ég get einnig tekið rafhlöður úr rafbílum sem dæmi. Þau eru loksins komin á réttan stað innan laganna en örlög þeirra liggja samkvæmt lögum um úrvinnslugjald hjá bílaframleiðendum og innflytjendum. Erfitt er að átta sig á hvernig framkvæmdin á vera eða hvernig þetta snýr að endurvinnsluaðilum eins og mér. Stjórnvöld þurfa því að huga að því að skerpa betur á þessari vegferð, ekki setja bara lög, heldur varða leiðina betur með þeim hætti að aðilar sem lögin á við bæði skilji virknina og sjái sér hag í því að taka þátt í vegferðinni.“ Þurfum að setja meiri kraft í verkefnið Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra ON: Berglind Rán Ólafsdóttir. „Að ná tökum á loftslagsvandanum er brýnasta verkefni samtímans og sameiginleg áskorun okkar allra sem byggjum þessa jörð. Allar ákvarðanir framtíðarinnar verða að byggja á forsendum loftslagsins. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að sú stjórn sem tekur við eftir kosningar taki málin föstum tökum og Ísland verði fyrirmynd annarra þjóða. Ef ég á að velja eitt atriði sem hefur mikla þýðingu fyrir það hvernig við getum mætt þessari áskorun og um leið þróað atvinnulífið hratt og vel á þann hátt að það verði hluti af lausninni, þá er það innleiðing hringrásarhagkerfis. Hringrásarhagkerfi er í mínum huga rammi utan um breytt hugarfar sem gerir okkur kleift að byggja upp samfélag með lífsgæðum og verðmætasköpun á sama tíma og við minnkum losun gróðurhúsalofttegunda. Í uppbyggingu hringrásarhagkerfisins liggja einhver stærstu efnahagslegu tækifæri þjóðarinnar og stærstu tækifæri til vaxtar á vinnumarkaði. Samfélagslegur, umhverfislegur og efnahagslegur ávinningur fer saman. Ég tel í raun að þau samfélög og fyrirtæki sem tileinka sér ekki hringrásarhugsunina verði undir í samkeppninni. Það er því mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki og íslenskt atvinnulíf að við setjum meiri kraft í innleiðingu hringrásarhagkerfis á Íslandi.“ Fyrirtæki vantar græna hvata Gunnar E. Magnússon. Gunnar E. Magnússon, sjálfbærnileiðtogi EY, Ernst & Young: „Ísland getur orðið leiðandi og fyrirmynd í loftslagsmálum og sjálfbærni í heiminum en til þess að svo megi verða, þurfa stjórnvöld að fylgja eftir hraðri alþjóðlegri þróun í þessum málaflokki. ESB hefur kynnt nýjan „Green Deal“ sem er ætlað að stórauka fjárveitingar til grænna verkefna auk þess sem auknar kröfur verða settar á fyrirtæki og fjárfesta í loftslagsmálum og sjálfbærni. Í nóvember fer fram loftslagsráðstefna SÞ þar sem leikreglur Parísarsamkomulagins frá árinu 2015 verða fullkláraðar. Á þessum vettvangi hefur Ísland ásamt ESB og Noregi sett fram metnaðarfull markmið um minnkun á losun CO2. Til að undirbúa íslenskt efnahagslíf fyrir framangreint, auka samkeppnishæfni þess og stýra betur áhættu, er mikilvægt að stjórnvöld virkji fyrirtæki, fjárfesta og lífeyrissjóði til að setja loftslagsmál og sjálfbærni í forgang. Fyrirtæki sem vilja bæta sjálfbærni frammistöðu sína þurfa í mörgum tilvikum að fá græna hvata til dæmis með auknu fjármagni í formi fjárfestinga, lána, skattaívilnana og styrkja til að koma slíkum breytingum í verk. Setja þarf skýrt regluverk um hvernig fyrirtæki og fjárfestar mæla og greina frá árangri í málaflokknum og hvernig tryggt sé að upplýsingagjöfin sé rétt. Hlúa þarf að frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun í loftslagsmálum og sjálfbærni og nýta opinbert fjármagn til að virkja einkageirann til að fjárfesta í áhættusömum en mögulega byltingarkenndum verkefnum. Með því að leggja áherslu á þessi atriði, tel ég líklegt að Ísland geti náð loftslagsmarkmiðum sínum en um leið tryggt hagsmuni íslensks atvinnulífs og samfélags.“ Þurfum mælanleg markmið og að ganga mun lengra Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Eflu: Sæmundur Sæmundsson. „Loftlagsmálin eru lang stærsta verkefni stjórnvalda og samfélagsins alls á komandi árum og áratugum. Hér er jafnframt um að ræða stærsta og flóknasta verkefni sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir. Við Íslendingar erum svo heppnir að geta framleitt mikið af grænni, endurnýjanlegri orku og við getum því lagt mikið af mörkum til þess að ná markmiðum alþjóðlegra skuldbindinga. Stefna stjórnvalda þarf umfram allt að vera skýr og hnitmiðuð. Setja þarf fram markmið sem eru bæði mælanleg og tímasett, til skamms og langs tíma, fyrir mismunandi geira atvinnulífsins. Við þurfum að ganga mun lengra og vinna hraðar en við höfum gert hingað til. Þess vegna eiga stjórnvöld að skilgreina hagræna hvata til að draga úr kolefnislosun og styrkja til muna umgjörð um nýsköpun sem tengist grænum lausnum. Það örvar þekkingaröflun og þróun nýrra lausna sem geta skapað mikil tækifæri, ekki síst í útflutningi á þekkingu.” Samfélagsleg ábyrgð Umhverfismál Vinnumarkaður Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Eftir tíu ára starf fær Ísland 5,5 í einkunn „Niðurstaðan var sú, að í samanburði við lönd sem við gjarnan berum okkur saman við, fær Ísland 5,5 í einkunn. Við rétt náum,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal allra formanna, varaformanna og framkvæmdastjóra Festu til dagsins í dag og fulltrúa þeirra sex fyrirtækja sem stofnuðu Festu árið 2011. 27. janúar 2021 07:00 Orðsporið líklegasti hvatinn til aðgerða „Mér fannst áhugavert hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við. Niðurstöður sýndu að orðspor fyrirtækisins er sá þáttur sem hefur mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við loftslagsbreytingum með aðgerðum en fjárfestar virðast hafa minnstu áhrifin. Þetta gefur vísbendingu um að margir íslenskir fjárfestar geri ekki miklar kröfur til stjórnenda um að bregðast við loftslagsbreytingum með aðgerðum og markmiðum,“ segir Rakel Sævarsdóttir sérfræðingur hjá Deloitte meðal annars um það, hvað henni finnst sérstaklega áhugavert í niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar þar sem staða 300 stærstu fyrirtækja landsins var tekin á því hvar þau eru stödd í grænni vegferð. 29. janúar 2021 07:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er sjónum beint að því hver raunveruleg staða atvinnulífs er í loftlagsmálum miðað við það umhverfi sem fyrirtækjum og stofnunum er gert að starfa í. Skilaboðum viðmælenda er beint til nýrra stjórnvalda í komandi kosningum. Í þessari fyrri grein af tveimur er leitað til viðmælenda sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið mikið að loftlagsmálum í atvinnulífinu síðastliðin ár. Spurt er: Loftlagsmálin eru í brennidepli hjá stjórnmálaflokkum sem boða ýmsar aðgerðir. En hvaða eitt atriði myndir þú nefna sem skilaboð til stjórnvalda um breytingar sem skipta máli svo atvinnulífið nái betri árangri og hraðar? Þurfa að vísa betur veginn, ekki bara að setja lög og reglur Aðalheiður V. Jacobsen, eigandi og framkvæmdastjóri Netparta: „Ef ég ætti að benda á eitthvað „eitt atriði“ þegar kemur að loftlagsmálum og þær breytingar sem gætu skipt máli til batnaðar í þeim efnum, þá tel ég að stjórnvöld þurfi að vísa veginn betur fyrir atvinnulífið um hvernig það getur tekið þátt í vegferðinni til að ná markmiðunum. Það er ekki nóg að festa í lögum og reglugerðum markmið í loftslagsmálum heldur finnst mér að það verði að varða leiðina betur til dæmis með hagrænum hvötum og öflugri leiðbeiningum sem hvetja fyrirtæki í átt að sjálfbærari rekstri. Slíkt getur hvatt atvinnulífið til að vinna markvissar að stefnum og verkefnum í átt að aukinni sjálfbærni. Þetta á að minnsta kosti við ef ég tala út frá þeim bransa sem ég er í, sem er umhverfisvæn endurvinnsla tjónaðra eða úr sér genginna bifreiða. Mér hefur mér fundist vanta að klára söguna þegar hið opinbera hefur sett niður lög og reglur er varða úrgangslosun. Aðalheiður Jacobsen.Vísir/Vilhelm Netpartar hefur meðal annars að markmiði að minnka sóun í kerfinu með því að halda núverandi bílaflota sem gengur fyrir jarðefniseldsneyti gangandi fram að orkuskiptum með sem umhverfisvænstum hætti, efla notkun notaðra rekjanlegra varahluta til að minnka þörf á framleiðslu nýrra og endurvinna aflóga bifreiðar með umhverfisvænum hætti. Okkur finnst skorta hagræna hvata í kerfinu til að efla þessi atriði. Mest af því sem við sendum í endurvinnslu er selt úr landi til frekari endurvinnslu, en ég tel að það væri hagkvæmara og eðlilegra að flokka betur hérlendis og þannig ná markmiðum um endurnýtingu og endurvinnslu hér heima. Ég get einnig tekið rafhlöður úr rafbílum sem dæmi. Þau eru loksins komin á réttan stað innan laganna en örlög þeirra liggja samkvæmt lögum um úrvinnslugjald hjá bílaframleiðendum og innflytjendum. Erfitt er að átta sig á hvernig framkvæmdin á vera eða hvernig þetta snýr að endurvinnsluaðilum eins og mér. Stjórnvöld þurfa því að huga að því að skerpa betur á þessari vegferð, ekki setja bara lög, heldur varða leiðina betur með þeim hætti að aðilar sem lögin á við bæði skilji virknina og sjái sér hag í því að taka þátt í vegferðinni.“ Þurfum að setja meiri kraft í verkefnið Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra ON: Berglind Rán Ólafsdóttir. „Að ná tökum á loftslagsvandanum er brýnasta verkefni samtímans og sameiginleg áskorun okkar allra sem byggjum þessa jörð. Allar ákvarðanir framtíðarinnar verða að byggja á forsendum loftslagsins. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að sú stjórn sem tekur við eftir kosningar taki málin föstum tökum og Ísland verði fyrirmynd annarra þjóða. Ef ég á að velja eitt atriði sem hefur mikla þýðingu fyrir það hvernig við getum mætt þessari áskorun og um leið þróað atvinnulífið hratt og vel á þann hátt að það verði hluti af lausninni, þá er það innleiðing hringrásarhagkerfis. Hringrásarhagkerfi er í mínum huga rammi utan um breytt hugarfar sem gerir okkur kleift að byggja upp samfélag með lífsgæðum og verðmætasköpun á sama tíma og við minnkum losun gróðurhúsalofttegunda. Í uppbyggingu hringrásarhagkerfisins liggja einhver stærstu efnahagslegu tækifæri þjóðarinnar og stærstu tækifæri til vaxtar á vinnumarkaði. Samfélagslegur, umhverfislegur og efnahagslegur ávinningur fer saman. Ég tel í raun að þau samfélög og fyrirtæki sem tileinka sér ekki hringrásarhugsunina verði undir í samkeppninni. Það er því mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki og íslenskt atvinnulíf að við setjum meiri kraft í innleiðingu hringrásarhagkerfis á Íslandi.“ Fyrirtæki vantar græna hvata Gunnar E. Magnússon. Gunnar E. Magnússon, sjálfbærnileiðtogi EY, Ernst & Young: „Ísland getur orðið leiðandi og fyrirmynd í loftslagsmálum og sjálfbærni í heiminum en til þess að svo megi verða, þurfa stjórnvöld að fylgja eftir hraðri alþjóðlegri þróun í þessum málaflokki. ESB hefur kynnt nýjan „Green Deal“ sem er ætlað að stórauka fjárveitingar til grænna verkefna auk þess sem auknar kröfur verða settar á fyrirtæki og fjárfesta í loftslagsmálum og sjálfbærni. Í nóvember fer fram loftslagsráðstefna SÞ þar sem leikreglur Parísarsamkomulagins frá árinu 2015 verða fullkláraðar. Á þessum vettvangi hefur Ísland ásamt ESB og Noregi sett fram metnaðarfull markmið um minnkun á losun CO2. Til að undirbúa íslenskt efnahagslíf fyrir framangreint, auka samkeppnishæfni þess og stýra betur áhættu, er mikilvægt að stjórnvöld virkji fyrirtæki, fjárfesta og lífeyrissjóði til að setja loftslagsmál og sjálfbærni í forgang. Fyrirtæki sem vilja bæta sjálfbærni frammistöðu sína þurfa í mörgum tilvikum að fá græna hvata til dæmis með auknu fjármagni í formi fjárfestinga, lána, skattaívilnana og styrkja til að koma slíkum breytingum í verk. Setja þarf skýrt regluverk um hvernig fyrirtæki og fjárfestar mæla og greina frá árangri í málaflokknum og hvernig tryggt sé að upplýsingagjöfin sé rétt. Hlúa þarf að frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun í loftslagsmálum og sjálfbærni og nýta opinbert fjármagn til að virkja einkageirann til að fjárfesta í áhættusömum en mögulega byltingarkenndum verkefnum. Með því að leggja áherslu á þessi atriði, tel ég líklegt að Ísland geti náð loftslagsmarkmiðum sínum en um leið tryggt hagsmuni íslensks atvinnulífs og samfélags.“ Þurfum mælanleg markmið og að ganga mun lengra Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Eflu: Sæmundur Sæmundsson. „Loftlagsmálin eru lang stærsta verkefni stjórnvalda og samfélagsins alls á komandi árum og áratugum. Hér er jafnframt um að ræða stærsta og flóknasta verkefni sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir. Við Íslendingar erum svo heppnir að geta framleitt mikið af grænni, endurnýjanlegri orku og við getum því lagt mikið af mörkum til þess að ná markmiðum alþjóðlegra skuldbindinga. Stefna stjórnvalda þarf umfram allt að vera skýr og hnitmiðuð. Setja þarf fram markmið sem eru bæði mælanleg og tímasett, til skamms og langs tíma, fyrir mismunandi geira atvinnulífsins. Við þurfum að ganga mun lengra og vinna hraðar en við höfum gert hingað til. Þess vegna eiga stjórnvöld að skilgreina hagræna hvata til að draga úr kolefnislosun og styrkja til muna umgjörð um nýsköpun sem tengist grænum lausnum. Það örvar þekkingaröflun og þróun nýrra lausna sem geta skapað mikil tækifæri, ekki síst í útflutningi á þekkingu.”
Samfélagsleg ábyrgð Umhverfismál Vinnumarkaður Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Eftir tíu ára starf fær Ísland 5,5 í einkunn „Niðurstaðan var sú, að í samanburði við lönd sem við gjarnan berum okkur saman við, fær Ísland 5,5 í einkunn. Við rétt náum,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal allra formanna, varaformanna og framkvæmdastjóra Festu til dagsins í dag og fulltrúa þeirra sex fyrirtækja sem stofnuðu Festu árið 2011. 27. janúar 2021 07:00 Orðsporið líklegasti hvatinn til aðgerða „Mér fannst áhugavert hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við. Niðurstöður sýndu að orðspor fyrirtækisins er sá þáttur sem hefur mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við loftslagsbreytingum með aðgerðum en fjárfestar virðast hafa minnstu áhrifin. Þetta gefur vísbendingu um að margir íslenskir fjárfestar geri ekki miklar kröfur til stjórnenda um að bregðast við loftslagsbreytingum með aðgerðum og markmiðum,“ segir Rakel Sævarsdóttir sérfræðingur hjá Deloitte meðal annars um það, hvað henni finnst sérstaklega áhugavert í niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar þar sem staða 300 stærstu fyrirtækja landsins var tekin á því hvar þau eru stödd í grænni vegferð. 29. janúar 2021 07:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Eftir tíu ára starf fær Ísland 5,5 í einkunn „Niðurstaðan var sú, að í samanburði við lönd sem við gjarnan berum okkur saman við, fær Ísland 5,5 í einkunn. Við rétt náum,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal allra formanna, varaformanna og framkvæmdastjóra Festu til dagsins í dag og fulltrúa þeirra sex fyrirtækja sem stofnuðu Festu árið 2011. 27. janúar 2021 07:00
Orðsporið líklegasti hvatinn til aðgerða „Mér fannst áhugavert hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við. Niðurstöður sýndu að orðspor fyrirtækisins er sá þáttur sem hefur mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við loftslagsbreytingum með aðgerðum en fjárfestar virðast hafa minnstu áhrifin. Þetta gefur vísbendingu um að margir íslenskir fjárfestar geri ekki miklar kröfur til stjórnenda um að bregðast við loftslagsbreytingum með aðgerðum og markmiðum,“ segir Rakel Sævarsdóttir sérfræðingur hjá Deloitte meðal annars um það, hvað henni finnst sérstaklega áhugavert í niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar þar sem staða 300 stærstu fyrirtækja landsins var tekin á því hvar þau eru stödd í grænni vegferð. 29. janúar 2021 07:01