Breytum sjávarútveginum á laugardaginn Magnús D. Norðdahl skrifar 21. september 2021 14:16 Allir Íslendingar eru sammála um að haga þurfi nýtingu auðlinda þannig að hún sé sjálfbær. Það á svo sannarlega við um sjávarauðlindina þar sem saman þarf að fara skynsamleg nýting fiskistofna, hámörkun á nýtingu hráefnis og góð umgengni um fiskimiðin. Ekki er ágreiningur um að stýra þarf veiðum og nýta auðlindina skynsamlega og tryggja að hún geti nýst komandi kynslóðum. Það er hins vegar engin sátt eða friður um að þeir kvótar sem settir eru á einstaka fiskistofna séu meðhöndlaðir sem einkaeign þeirra sem fengu þeim upphaflega úthlutað eða hafa keypt þá síðar. Framsal kvótans er ekki nauðsynlegt til þess að stýra veiðum en hefur hins vegar leitt til þess að aflaheimildir hafa komist í hendur fárra fyrirtækja og gert endurnýjun í greininni ómögulega. Jafnframt hafa hundruð milljarða verið teknir út úr sjávarútveginum þegar kvótar hafa verið seldir. Þeir milljarðar hafa búið til nýja auðstétt sem fjárfest hefur í óskyldum rekstri eins og fasteignafélögum, verslunarkeðjum, tryggingafélögum og fjármálastofnunum auk þess að valsa með fjármuni í gegnum dótturfélög í skattaparadísum til þess að forðast skattgreiðslur hér á landi. Afleiðingarnar augljósar Síðast en ekki síst hafa þessir fjármunir runnið frá þeim byggðarlögum þar sem verðmætin urðu upphaflega til, þ.e. frá sjárvarþorpum og bæjum þessa lands. Dæmin eru mörg og afleiðingarnar augljósar. Það er einnig alveg ljóst að loforð kvótakaupenda um nýtingu kvótans í þeim byggðum þaðan sem þeir hafa verið keyptir eru fals eitt. Því verður seint gleymt þegar Samherji keypti útgerð Guðbjargar ÍS á Ísafirði 1997 og gefið var skriflegt loforð um að útgerðin yrði óbreytt frá því sem verið hafði. Tveimur árum síðar var allt á bak og burt þar með talið bæjarstjórinn og stjórnarformaður Samherja sem nú er sjávarútvegsráðherra, þ.e. Kristján Þór Júlíusson. Skemmst er síðan að minnast þess þegar nánast allar aflaheimildir hurfu frá Akranesi 2017 með tilheyrandi afleiðingum fyrir vinnandi fólk og efnahag bæjarins sem alltaf hafði verið sterkur og farsæll útgerðarbær. Tækifærið er núna Nú er nóg komið. Píratar ætla að innkalla og bjóða upp aflaheimildir til leigu á opnum markaði og tryggja að leigugjaldið renni að fullu til íslensku þjóðarinnar. Þannig tryggjum við jafnt aðgengi allra að auðlindinni og heilbrigða nýliðun. Píratar ætla að tryggja sjálfbæran sjávarútveg og sjálfstæðar, öflugar hafrannsóknir, veiðiráðgjöf og eftirlit án pólitískra afskipta. Píratar ætla að gera handfæraveiðar frjálsar og fyrsta skrefið verður að tryggja 48 veiðidaga á hvern handfærabát. Við ætlum að láta allan afla fara upphaflega í gegnum innlendan fiskmarkað til að fá eðlilegt markaðsverð á öllu sjávarfangi. Þannig er komið í veg fyrir að útgerðum með eigin vinnslu sé gert kleift að selja sjálfum sér sjávarfang með afslætti. Verðlagsstofa skiptaverðs verður þar með óþörf og lögð niður og tvöföld verðlagning leggst af, sjómönnum og landsmönnum til heilla. Tækifæri til breytinga í sjávarútvegi liggur í kjörklefanum þann 25. september næstkomandi. Píratar hvetja alla til að nýta kosningaréttinn. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Allir Íslendingar eru sammála um að haga þurfi nýtingu auðlinda þannig að hún sé sjálfbær. Það á svo sannarlega við um sjávarauðlindina þar sem saman þarf að fara skynsamleg nýting fiskistofna, hámörkun á nýtingu hráefnis og góð umgengni um fiskimiðin. Ekki er ágreiningur um að stýra þarf veiðum og nýta auðlindina skynsamlega og tryggja að hún geti nýst komandi kynslóðum. Það er hins vegar engin sátt eða friður um að þeir kvótar sem settir eru á einstaka fiskistofna séu meðhöndlaðir sem einkaeign þeirra sem fengu þeim upphaflega úthlutað eða hafa keypt þá síðar. Framsal kvótans er ekki nauðsynlegt til þess að stýra veiðum en hefur hins vegar leitt til þess að aflaheimildir hafa komist í hendur fárra fyrirtækja og gert endurnýjun í greininni ómögulega. Jafnframt hafa hundruð milljarða verið teknir út úr sjávarútveginum þegar kvótar hafa verið seldir. Þeir milljarðar hafa búið til nýja auðstétt sem fjárfest hefur í óskyldum rekstri eins og fasteignafélögum, verslunarkeðjum, tryggingafélögum og fjármálastofnunum auk þess að valsa með fjármuni í gegnum dótturfélög í skattaparadísum til þess að forðast skattgreiðslur hér á landi. Afleiðingarnar augljósar Síðast en ekki síst hafa þessir fjármunir runnið frá þeim byggðarlögum þar sem verðmætin urðu upphaflega til, þ.e. frá sjárvarþorpum og bæjum þessa lands. Dæmin eru mörg og afleiðingarnar augljósar. Það er einnig alveg ljóst að loforð kvótakaupenda um nýtingu kvótans í þeim byggðum þaðan sem þeir hafa verið keyptir eru fals eitt. Því verður seint gleymt þegar Samherji keypti útgerð Guðbjargar ÍS á Ísafirði 1997 og gefið var skriflegt loforð um að útgerðin yrði óbreytt frá því sem verið hafði. Tveimur árum síðar var allt á bak og burt þar með talið bæjarstjórinn og stjórnarformaður Samherja sem nú er sjávarútvegsráðherra, þ.e. Kristján Þór Júlíusson. Skemmst er síðan að minnast þess þegar nánast allar aflaheimildir hurfu frá Akranesi 2017 með tilheyrandi afleiðingum fyrir vinnandi fólk og efnahag bæjarins sem alltaf hafði verið sterkur og farsæll útgerðarbær. Tækifærið er núna Nú er nóg komið. Píratar ætla að innkalla og bjóða upp aflaheimildir til leigu á opnum markaði og tryggja að leigugjaldið renni að fullu til íslensku þjóðarinnar. Þannig tryggjum við jafnt aðgengi allra að auðlindinni og heilbrigða nýliðun. Píratar ætla að tryggja sjálfbæran sjávarútveg og sjálfstæðar, öflugar hafrannsóknir, veiðiráðgjöf og eftirlit án pólitískra afskipta. Píratar ætla að gera handfæraveiðar frjálsar og fyrsta skrefið verður að tryggja 48 veiðidaga á hvern handfærabát. Við ætlum að láta allan afla fara upphaflega í gegnum innlendan fiskmarkað til að fá eðlilegt markaðsverð á öllu sjávarfangi. Þannig er komið í veg fyrir að útgerðum með eigin vinnslu sé gert kleift að selja sjálfum sér sjávarfang með afslætti. Verðlagsstofa skiptaverðs verður þar með óþörf og lögð niður og tvöföld verðlagning leggst af, sjómönnum og landsmönnum til heilla. Tækifæri til breytinga í sjávarútvegi liggur í kjörklefanum þann 25. september næstkomandi. Píratar hvetja alla til að nýta kosningaréttinn. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar