Gefðu framtíðinni tækifæri Guðbrandur Einarsson skrifar 22. september 2021 07:31 Næstkomandi laugardag göngum við til kosninga og veljum okkur þingmenn sem eiga að leiða okkur inn í framtíðina. Sjaldan hefur mikilvægi kosninga verið eins mikið og núna þó að sjálf kosningabaráttan hafi að mati sumra látið lítið yfir sér. Stóru málin eru hins vegar mörg en þó eru þeir til sem gera lítið úr þeim áskorunum sem bíða okkar. Hafandi rætt við fjölda fólks undanfarnar vikur skynja ég að mikilvægi breytinga á samfélaginu okkar. Unga fólkið okkar er að veita okkur áminningu á marga vegu. Mörg þeirra óttast um framtíð sína vegna þeirra loftlagsbreytinga sem nú eru að eiga sér stað og munu hafa áhrif á líf þeirra til framtíðar. Þá er heldur ekki hægt að ganga fram hjá því ákalli unga fólksins okkar um mikilvægi breytinga á samskiptamynstri, hvernig við hegðum okkur, hvernig við tölum hvert við annað og hvernig við leyfum okkur að fara yfir persónuleg mörk hvors annars. Á þessar raddir þarf að hlusta og taka tillit til. Heilbrigðisþjónusta á allra vörum Þá eru flestir á einu máli um að heilbrigðisþjónusta sé í ólestri og við því verði að bregðast. Ég hef sem sveitarstjórnarmaður í langan tíma bent á þetta en talað fyrir daufum eyrum, því miður. Rekstrarform er að flækjast fyrir þegar þjónusta við íbúa á að vera í fyrsta sæti. Fólkið á ekki að vera fyrir kerfið heldur á kerfið að vera fyrir fólkið. Afkomuöryggi skiptir máli Því miður hafa margir áhyggjur af afkomu sinni og upplifa erfiðleika við að ná endum saman. Við því þarf að bregðast. Ef afkomuöryggi fólks er ekki tryggt fer flest annað á hliðina. Stjórnmálamenn geta brugðist við þessu, hafi þeir hugrekki til. Það er á þeirra borði að bæta afkomu heimilanna og jafna kjörin. Að forgangsraða rétt Ég hef sem sveitarstjórnarmaður í rúma tvo áratugi lagt mig fram um að sýna ráðdeild í rekstri en forgangsraða um leið í þágu þeirra sem þurfa á því að halda. Ég mun halda því áfram fái ég til þess stuðning næstkomandi laugardag. Við þurfum að rjúfa þá kyrrstöðu sem viðgengist hefur um árabil. Framtíðin bíður handan við hornið sem öllum sínum tækifærum og það er okkar að grípa þau til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Ég er tilbúinn í slaginn og leita því til ykkar eftir stuðningi. Gefðu framtíðinni tækifæri. Kjóstu Viðreisn X-C Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Heilbrigðismál Suðurkjördæmi Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Næstkomandi laugardag göngum við til kosninga og veljum okkur þingmenn sem eiga að leiða okkur inn í framtíðina. Sjaldan hefur mikilvægi kosninga verið eins mikið og núna þó að sjálf kosningabaráttan hafi að mati sumra látið lítið yfir sér. Stóru málin eru hins vegar mörg en þó eru þeir til sem gera lítið úr þeim áskorunum sem bíða okkar. Hafandi rætt við fjölda fólks undanfarnar vikur skynja ég að mikilvægi breytinga á samfélaginu okkar. Unga fólkið okkar er að veita okkur áminningu á marga vegu. Mörg þeirra óttast um framtíð sína vegna þeirra loftlagsbreytinga sem nú eru að eiga sér stað og munu hafa áhrif á líf þeirra til framtíðar. Þá er heldur ekki hægt að ganga fram hjá því ákalli unga fólksins okkar um mikilvægi breytinga á samskiptamynstri, hvernig við hegðum okkur, hvernig við tölum hvert við annað og hvernig við leyfum okkur að fara yfir persónuleg mörk hvors annars. Á þessar raddir þarf að hlusta og taka tillit til. Heilbrigðisþjónusta á allra vörum Þá eru flestir á einu máli um að heilbrigðisþjónusta sé í ólestri og við því verði að bregðast. Ég hef sem sveitarstjórnarmaður í langan tíma bent á þetta en talað fyrir daufum eyrum, því miður. Rekstrarform er að flækjast fyrir þegar þjónusta við íbúa á að vera í fyrsta sæti. Fólkið á ekki að vera fyrir kerfið heldur á kerfið að vera fyrir fólkið. Afkomuöryggi skiptir máli Því miður hafa margir áhyggjur af afkomu sinni og upplifa erfiðleika við að ná endum saman. Við því þarf að bregðast. Ef afkomuöryggi fólks er ekki tryggt fer flest annað á hliðina. Stjórnmálamenn geta brugðist við þessu, hafi þeir hugrekki til. Það er á þeirra borði að bæta afkomu heimilanna og jafna kjörin. Að forgangsraða rétt Ég hef sem sveitarstjórnarmaður í rúma tvo áratugi lagt mig fram um að sýna ráðdeild í rekstri en forgangsraða um leið í þágu þeirra sem þurfa á því að halda. Ég mun halda því áfram fái ég til þess stuðning næstkomandi laugardag. Við þurfum að rjúfa þá kyrrstöðu sem viðgengist hefur um árabil. Framtíðin bíður handan við hornið sem öllum sínum tækifærum og það er okkar að grípa þau til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Ég er tilbúinn í slaginn og leita því til ykkar eftir stuðningi. Gefðu framtíðinni tækifæri. Kjóstu Viðreisn X-C Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar