Þrjú fórnarlambanna í Perm voru innan við tvítugt Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2021 14:22 Tvær stúlkur hugga hvor aðra fyrir utan ríkisháskólann í Perm. Fimm nemendur og einn kennari var skotinn til bana í árásinni þar í gærmorgun. AP/Dmitrí Lovetskí Íbúar í borginni Perm í Rússlandi eru í áfalli eftir að nemandi við ríkisháskólann þar skaut sex manns til bana í gær. Þrjú þeirra látnu voru innan við tvítug að aldri. Vitni lýsa því að morðinginn, sem er átján ára gamall piltur, hafi hafið skothríð á skólalóðinni en síðan fært sig inn í skólabyggingarnar. Um þrjú þúsund nemendur og kennarar voru í skólanum þegar fjöldamorðið var framið. Nemendur og kennarar birgðu fyrir dyr að skólastofum og sumir stukku út um glugga á annarri hæð til þess að komast undan byssumanninum. Aðrir földu sig á gólfinu og undir skrifborðum. Margir voru minnugir skotárásar sem framin var í skóla í Kazan fyrr á þessu ári og vissu því hvernig ætti að bregðast við. Þrátt fyrir það náði byssumaðurinn að skjóta sex manns til bana og særa mun fleiri. Sjö nemendur sem særðust voru fluttir með sjúkraflugi á sjúkrahús í Moskvu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Perm er um 1.300 kílómetra austur af höfuðborginni. Flest fórnarlömbin voru nemendur við skólann. Þau Ksenia Samtsjenkó, Jekaterína Shakirova og Jaroslav Aramelev voru átján til nítján ára gömul. Alexandra Mokhova var tvítug en Anna Aigeldina 26 ára. Elsta fórnarlambið var Margarita Engaus en hún var 66 ára gömul. Mynd af einu fórnarlamba árásarinnar við hlið ríkisháskólans í Perm. Margir hafa lagt blóm og kerti til minningar um fórnarlömbin í dag.AP/Dmitrí Lovetskí Lögreglumenn hylltir sem hetjur Fólk hefur lagt blóm og kveikt á kertum við hlið háskólans sem voru lokuð og læst í dag. Nemendur sem fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC ræddi við segja að þeir séu þjakaðir af harmi. Flestir kusu þó frekar að bera harm sinn í hljóði en að ræða við fréttamann. Talið er að morðinginn hafi keypt haglabyssuna sem hann notaði við ódæðið með löglegum hætti í maí. Hann hafi jafnframt verið með leyfi fyrir vopninu sem gildir til 2026. Hann hafi fengið leyfið áður en reglur um skotvopnaeign voru hertar eftir skotárásin í Kazan. Svo virðist sem að byssumaðurinn hafi verið drifinn áfram af hatri á skólafélögum sínum. Hann birti myndband á samfélagsmiðlum fyrir skotárásina þar sem hann sagðist lengi hafa dreymt um að láta til skarar skríða. Tveir lögreglumenn hafa verið hylltir sem hetjur vegna viðbragða sinna við árásinni. Einn þeirra leiddi nemendur og kennara í öruggt skjól en annar mætti árásarmanninum og tókst að særa hann. „Ungi maðurinn féll niður. Ég hljóp að honum, hélt honum föstum, ýtti burt rifflinum, skothylkjum og hnífi og byrjaði svo að veita honum fyrstu hjálp,“ sagði Konstantín Kalinin, liðsforingi, í myndbandi sem innanríkisráðuneyti Rússlands birti. Árásarmaðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Rússland Tengdar fréttir Sex nú sagðir látnir í skotárásinni í Rússlandi Háskólanemi sem hóf skothríð á skólafélaga sína í borginni Perm í Rússlandi í morgun drap að minnsta kosti sex manns og særði fjöldi annarra. Hann særðist sjálfur þegar hann streittist gegn handtöku og liggur á sjúkrahúsi. 20. september 2021 13:02 Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Vitni lýsa því að morðinginn, sem er átján ára gamall piltur, hafi hafið skothríð á skólalóðinni en síðan fært sig inn í skólabyggingarnar. Um þrjú þúsund nemendur og kennarar voru í skólanum þegar fjöldamorðið var framið. Nemendur og kennarar birgðu fyrir dyr að skólastofum og sumir stukku út um glugga á annarri hæð til þess að komast undan byssumanninum. Aðrir földu sig á gólfinu og undir skrifborðum. Margir voru minnugir skotárásar sem framin var í skóla í Kazan fyrr á þessu ári og vissu því hvernig ætti að bregðast við. Þrátt fyrir það náði byssumaðurinn að skjóta sex manns til bana og særa mun fleiri. Sjö nemendur sem særðust voru fluttir með sjúkraflugi á sjúkrahús í Moskvu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Perm er um 1.300 kílómetra austur af höfuðborginni. Flest fórnarlömbin voru nemendur við skólann. Þau Ksenia Samtsjenkó, Jekaterína Shakirova og Jaroslav Aramelev voru átján til nítján ára gömul. Alexandra Mokhova var tvítug en Anna Aigeldina 26 ára. Elsta fórnarlambið var Margarita Engaus en hún var 66 ára gömul. Mynd af einu fórnarlamba árásarinnar við hlið ríkisháskólans í Perm. Margir hafa lagt blóm og kerti til minningar um fórnarlömbin í dag.AP/Dmitrí Lovetskí Lögreglumenn hylltir sem hetjur Fólk hefur lagt blóm og kveikt á kertum við hlið háskólans sem voru lokuð og læst í dag. Nemendur sem fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC ræddi við segja að þeir séu þjakaðir af harmi. Flestir kusu þó frekar að bera harm sinn í hljóði en að ræða við fréttamann. Talið er að morðinginn hafi keypt haglabyssuna sem hann notaði við ódæðið með löglegum hætti í maí. Hann hafi jafnframt verið með leyfi fyrir vopninu sem gildir til 2026. Hann hafi fengið leyfið áður en reglur um skotvopnaeign voru hertar eftir skotárásin í Kazan. Svo virðist sem að byssumaðurinn hafi verið drifinn áfram af hatri á skólafélögum sínum. Hann birti myndband á samfélagsmiðlum fyrir skotárásina þar sem hann sagðist lengi hafa dreymt um að láta til skarar skríða. Tveir lögreglumenn hafa verið hylltir sem hetjur vegna viðbragða sinna við árásinni. Einn þeirra leiddi nemendur og kennara í öruggt skjól en annar mætti árásarmanninum og tókst að særa hann. „Ungi maðurinn féll niður. Ég hljóp að honum, hélt honum föstum, ýtti burt rifflinum, skothylkjum og hnífi og byrjaði svo að veita honum fyrstu hjálp,“ sagði Konstantín Kalinin, liðsforingi, í myndbandi sem innanríkisráðuneyti Rússlands birti. Árásarmaðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.
Rússland Tengdar fréttir Sex nú sagðir látnir í skotárásinni í Rússlandi Háskólanemi sem hóf skothríð á skólafélaga sína í borginni Perm í Rússlandi í morgun drap að minnsta kosti sex manns og særði fjöldi annarra. Hann særðist sjálfur þegar hann streittist gegn handtöku og liggur á sjúkrahúsi. 20. september 2021 13:02 Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Sex nú sagðir látnir í skotárásinni í Rússlandi Háskólanemi sem hóf skothríð á skólafélaga sína í borginni Perm í Rússlandi í morgun drap að minnsta kosti sex manns og særði fjöldi annarra. Hann særðist sjálfur þegar hann streittist gegn handtöku og liggur á sjúkrahúsi. 20. september 2021 13:02
Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56