Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2021 16:28 Kolbeinn Sigþórsson er markahæstur í sögu íslenska landsliðsins ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. vísir/vilhelm Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. Í yfirlýsingu frá Gautaborg kemur fram að félagið hafi rætt ítarlega við Kolbein undanfarnar vikur og hefur sett upp langtíma áætlun fyrir hann. „Áætlunin er byggð á gildum Gautaborgar og skyldum okkar og ábyrgð sem vinnuveitanda. Hún er einnig byggð á markmiðum Kolbeins að ná persónulegum árangri,“ segir í yfirlýsingunni. Kolbeinn greiddi tveimur konum miskabætur eftir að hafa ráðist á þær á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur fyrir fjórum árum. Önnur konan steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, greindi frá því að engin kynferðisbrotamál tengd leikmönnum karlalandsliðsins hefðu komið inn á borð sambandsins. Guðni sagði svo af sér, Kolbeinn var tekinn út úr landsliðshópnum og stjórn KSÍ steig sömuleiðis frá borði og boðaði til aukaþings. Í yfirlýsingu Gautaborgar segir að atburðirnir á Íslandi hefðu verið útkljáðir í lagalegum skilningi fyrir fjórum árum. Kolbeinn hefur glímt við meiðsli og í yfirlýsingunni kemur fram að félagið ætli að hjálpa honum að ná sér af þeim. „Endurhæfingin er þegar hafin og hún krefst mikils af Kolbeini. Við stöndum fyrir það sem er í nafninu, félag samherja. Við styðjum Kolbeini og fylgjum honum eftir í endurhæfingunni,“ segir í yfirlýsingu Gautaborgar. „Á næstu dögum mun Kolbeinn gangast undir aðgerð og hefja líkamlega endurhæfingu samhliða því að vinna í persónulegum árangri sínum.“ Kolbeinn gekk í raðir Gautaborgar í janúar á þessu ári. Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Gautaborg kemur fram að félagið hafi rætt ítarlega við Kolbein undanfarnar vikur og hefur sett upp langtíma áætlun fyrir hann. „Áætlunin er byggð á gildum Gautaborgar og skyldum okkar og ábyrgð sem vinnuveitanda. Hún er einnig byggð á markmiðum Kolbeins að ná persónulegum árangri,“ segir í yfirlýsingunni. Kolbeinn greiddi tveimur konum miskabætur eftir að hafa ráðist á þær á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur fyrir fjórum árum. Önnur konan steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, greindi frá því að engin kynferðisbrotamál tengd leikmönnum karlalandsliðsins hefðu komið inn á borð sambandsins. Guðni sagði svo af sér, Kolbeinn var tekinn út úr landsliðshópnum og stjórn KSÍ steig sömuleiðis frá borði og boðaði til aukaþings. Í yfirlýsingu Gautaborgar segir að atburðirnir á Íslandi hefðu verið útkljáðir í lagalegum skilningi fyrir fjórum árum. Kolbeinn hefur glímt við meiðsli og í yfirlýsingunni kemur fram að félagið ætli að hjálpa honum að ná sér af þeim. „Endurhæfingin er þegar hafin og hún krefst mikils af Kolbeini. Við stöndum fyrir það sem er í nafninu, félag samherja. Við styðjum Kolbeini og fylgjum honum eftir í endurhæfingunni,“ segir í yfirlýsingu Gautaborgar. „Á næstu dögum mun Kolbeinn gangast undir aðgerð og hefja líkamlega endurhæfingu samhliða því að vinna í persónulegum árangri sínum.“ Kolbeinn gekk í raðir Gautaborgar í janúar á þessu ári.
Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira