Váhrifaskvaldrar, samfélagsbítar og égarar Lárus Jón Guðmundsson skrifar 22. september 2021 08:31 Til lítils er að hneykslast á því sem spriklar í flæðarmáli samtímans og oftast átakaminnst að leyfa því að þorna á fjöru og skolast burt á næsta flóði. Sumt er þó lífseigara en annað og nær að skríða á þurrt í skjóli nætur, bora sig inn í þjóðarlíkamann og valda kláða. Þeim staðföstu tekst lengi vel að láta sem þeir finni ekki fyrir þessum samfélagsbítum en á endanum verðum við flest viðþolslaus og klórum okkur. Allir hafa eitthvað til brunns að bera og þjóðin á marga einstaklinga sem vegna mannkosta sinna, hæfileika og þrautseigju í leik og starfi hafa verið fyrirmyndir okkar hinna. Þetta eru gjarnan íþróttahetjur, frumkvöðlar í vísindum og listum, hugvitsfólk og einstaklingar sem berjast fyrir bættum heimi öllum til heilla. Þetta fólk, auk þeirra sem standa okkur næst, ömmur og afar, foreldrar, systkini og vinir, á það sameiginlegt að vera raunverulegir áhrifavaldar þrátt fyrir að vera næstum ósýnilegt á samfélagsmiðlum. Í samfélagsmorinu sem marga klæjar undan hefur ákveðinn hópur aukið hlut sinn síðustu ár. Þetta eru einstaklingar sem hefur tekist að fá aðra til að skrá sig á samfélagsmiðlareikning sinn og nýta síðan fylgjendahópinn sjálfum sér til athygli og tekna. Verðmatið er einfalt. Því fleiri fylgjendur, því meiri „áhrif“. Viðkomandi segist vera „áhrifavaldur“ og þess vegna borgi sig fyrir seljendur að gefa honum vörur og þjónustu því þeir fái það margfalt til baka þegar fylgjendurnir hafa orðið fyrir tilætluðum „áhrifum“. Einhverjir gætu hneykslast á þessum ósvífnu égurum ef þeir væru ekki flestir svona hlægilega aumkunarverðir því ólíkt hinum raunverulegu áhrifavöldum virðist þessi hópur eiga það helst sameiginlegt að birta myndir af sér í allt of litlum fötum fyrir framan veggspjöld af útlenskum og sólríkum lúxusstöðum, með fruss í glasi, stút á þykkum vörum og í fimleikastellingum, kannski til að til að sýna hversu vel þeir eru þrifnir. Í besta falli hafa þessir samfélagsmiðlungar húmor fyrir sjálfum sér og við getum þá hlegið með en af því að flestir fylgjendur samfélagségaranna eru börn og unglingar er kannski kominn tími til að uppfæra heitið á slíkum einstaklingi í váhrifaskvaldur. Orðið skýrir sig sjálft. Það er samsett nafnorð, gæti beygst eins og mjaldur og mætti einnig nota sem sögn, að váhrifaskvaldra. Vá merkir hætta eða tjón og nýyrðið váhrif gæti þá útlagst sem hættuleg áhrif. Skvaldur er hinsvegar gott og gamalt orð yfir þvaður eða mas sem enginn ætti að taka mark á, síst af öllu seljendur vöru og þjónustu. Váhrifaskvaldur er einstaklingur sem þvaðrar og masar á samfélagsmiðli sínum fáum til góðs og jafnvel einhverjum til tjóns á meðan sannur áhrifavaldur er fyrirmynd í krafti verðleika sinna. Amen. Höfundur er áhrifalaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Til lítils er að hneykslast á því sem spriklar í flæðarmáli samtímans og oftast átakaminnst að leyfa því að þorna á fjöru og skolast burt á næsta flóði. Sumt er þó lífseigara en annað og nær að skríða á þurrt í skjóli nætur, bora sig inn í þjóðarlíkamann og valda kláða. Þeim staðföstu tekst lengi vel að láta sem þeir finni ekki fyrir þessum samfélagsbítum en á endanum verðum við flest viðþolslaus og klórum okkur. Allir hafa eitthvað til brunns að bera og þjóðin á marga einstaklinga sem vegna mannkosta sinna, hæfileika og þrautseigju í leik og starfi hafa verið fyrirmyndir okkar hinna. Þetta eru gjarnan íþróttahetjur, frumkvöðlar í vísindum og listum, hugvitsfólk og einstaklingar sem berjast fyrir bættum heimi öllum til heilla. Þetta fólk, auk þeirra sem standa okkur næst, ömmur og afar, foreldrar, systkini og vinir, á það sameiginlegt að vera raunverulegir áhrifavaldar þrátt fyrir að vera næstum ósýnilegt á samfélagsmiðlum. Í samfélagsmorinu sem marga klæjar undan hefur ákveðinn hópur aukið hlut sinn síðustu ár. Þetta eru einstaklingar sem hefur tekist að fá aðra til að skrá sig á samfélagsmiðlareikning sinn og nýta síðan fylgjendahópinn sjálfum sér til athygli og tekna. Verðmatið er einfalt. Því fleiri fylgjendur, því meiri „áhrif“. Viðkomandi segist vera „áhrifavaldur“ og þess vegna borgi sig fyrir seljendur að gefa honum vörur og þjónustu því þeir fái það margfalt til baka þegar fylgjendurnir hafa orðið fyrir tilætluðum „áhrifum“. Einhverjir gætu hneykslast á þessum ósvífnu égurum ef þeir væru ekki flestir svona hlægilega aumkunarverðir því ólíkt hinum raunverulegu áhrifavöldum virðist þessi hópur eiga það helst sameiginlegt að birta myndir af sér í allt of litlum fötum fyrir framan veggspjöld af útlenskum og sólríkum lúxusstöðum, með fruss í glasi, stút á þykkum vörum og í fimleikastellingum, kannski til að til að sýna hversu vel þeir eru þrifnir. Í besta falli hafa þessir samfélagsmiðlungar húmor fyrir sjálfum sér og við getum þá hlegið með en af því að flestir fylgjendur samfélagségaranna eru börn og unglingar er kannski kominn tími til að uppfæra heitið á slíkum einstaklingi í váhrifaskvaldur. Orðið skýrir sig sjálft. Það er samsett nafnorð, gæti beygst eins og mjaldur og mætti einnig nota sem sögn, að váhrifaskvaldra. Vá merkir hætta eða tjón og nýyrðið váhrif gæti þá útlagst sem hættuleg áhrif. Skvaldur er hinsvegar gott og gamalt orð yfir þvaður eða mas sem enginn ætti að taka mark á, síst af öllu seljendur vöru og þjónustu. Váhrifaskvaldur er einstaklingur sem þvaðrar og masar á samfélagsmiðli sínum fáum til góðs og jafnvel einhverjum til tjóns á meðan sannur áhrifavaldur er fyrirmynd í krafti verðleika sinna. Amen. Höfundur er áhrifalaus.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun