„Sjáum til þess að hann geri þessi mistök ekki aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2021 09:00 Christos Tzolis tók víti gegn Liverpool sem var varið. Liverpool vann leikinn og komst áfram í deildabikarnum. Getty/Joe Giddens „Eftir samtalið okkar þá mun hann ekki gera svona mistök aftur,“ sagði gramur Daniel Farke, knattspyrnustjóri Norwich, um gríska landsliðsmanninn Christos Tzolis sem klúðraði víti gegn Liverpool í gær. Tzolis hefði getað jafnað metin í 1-1 rétt fyrir hálfleik en Caoimhin Kelleher varði vítið frá honum. Tzolis deildi við Adam Idah um það hvort hann ætti að taka spyrnuna og Farke segir það aldrei hafa staðið til að hinn 19 ára gamli Tzolis myndi taka víti: „Nei, hann var ekki á blaði. Þetta voru stór mistök,“ sagði Farke í viðtali við Sky Sports eftir 3-0 tapið. Norwich manager Daniel Farke was annoyed that Christos Tzolis took his side's missed penalty v Liverpool as he wasn't the designated taker pic.twitter.com/ewXJOldQSb— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 22, 2021 „Þetta er ungur náungi, hann hjálpaði til við að ná í vítið, það eru miklar tilfinningar og spenna í gangi og svona gerist. Ungir leikmenn taka rangar ákvarðanir. Ég var svolítið argur yfir því að enginn af eldri leikmönnunum skyldi ekki átta sig á að hann átti ekki að taka vítið,“ sagði Farke. „Ég elska þennan strák og hann verður mikilvægur fyrir okkur í framtíðinni, og átti heilt yfir góðan leik. En í búningsklefanum er það á hreinu núna að þetta mun ekki gerast aftur. Hann hefur gert þessi mistök einu sinni en við sjáum til þess að hann geri þessi mistök ekki aftur,“ bætti hann við ákveðinn. En hver átti að taka vítið? „Það skiptir ekki máli og ég vil ekki ræða þetta aftur. Hann baðst afsökunar og það er allt í góðu,“ sagði knattspyrnustjórinn. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Tzolis hefði getað jafnað metin í 1-1 rétt fyrir hálfleik en Caoimhin Kelleher varði vítið frá honum. Tzolis deildi við Adam Idah um það hvort hann ætti að taka spyrnuna og Farke segir það aldrei hafa staðið til að hinn 19 ára gamli Tzolis myndi taka víti: „Nei, hann var ekki á blaði. Þetta voru stór mistök,“ sagði Farke í viðtali við Sky Sports eftir 3-0 tapið. Norwich manager Daniel Farke was annoyed that Christos Tzolis took his side's missed penalty v Liverpool as he wasn't the designated taker pic.twitter.com/ewXJOldQSb— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 22, 2021 „Þetta er ungur náungi, hann hjálpaði til við að ná í vítið, það eru miklar tilfinningar og spenna í gangi og svona gerist. Ungir leikmenn taka rangar ákvarðanir. Ég var svolítið argur yfir því að enginn af eldri leikmönnunum skyldi ekki átta sig á að hann átti ekki að taka vítið,“ sagði Farke. „Ég elska þennan strák og hann verður mikilvægur fyrir okkur í framtíðinni, og átti heilt yfir góðan leik. En í búningsklefanum er það á hreinu núna að þetta mun ekki gerast aftur. Hann hefur gert þessi mistök einu sinni en við sjáum til þess að hann geri þessi mistök ekki aftur,“ bætti hann við ákveðinn. En hver átti að taka vítið? „Það skiptir ekki máli og ég vil ekki ræða þetta aftur. Hann baðst afsökunar og það er allt í góðu,“ sagði knattspyrnustjórinn. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira