Að halda reisn og sjálfstæði Elínborg Steinunnardóttir skrifar 22. september 2021 10:46 Í janúar 2020 varð ég fyrir hræðilegu slysi á leið heim úr vinnu. Bíll sem ekið var af próflausum ökumanni undir áhrifum vímuefna, eltum af lögreglunni, lenti framan á bíl sem ég var í á 150 km hraða. Bílstjóri hins bílsins var á öfugum vegarhelmingi og hafi stolið bíl í Hafnarfirði skömmu áður. Ég brotnaði á vinstri ökla, vinstri úlnlið, hægri framhandlegg, bringubeinið, einhver rif voru brotin og ég var illa brotin á hægri mjöðm. Þá féllu sköflungurinn og hnéð hægra megin saman. Ég fékk heilablóðfall fyrstu nóttina á gjörgæslunni og lamaðist ég vinstra megin. Ég er enn að jafna mig á heilablóðfallinu. Langtímadvöl á sjúkrastofnunum Eftir nokkrar vikur á spítala í Reykjavík var ég send á sjúkrahúsið í Keflavík. Þar tók við löng bið þar sem lítið var við að hafa áður en ég var send á Grensásdeildina í endurhæfingu. Ég dvaldi síðan á sjúkrastofnunum í meira eða minna heilt ár. Reykjanesbær þrjóskaðist við að veita mér þá notendastýrðu persónulegu aðstoð sem ég átti samkvæmt lögum rétt á vegna þess að fjármagn hafi ekki fengist frá ríkinu. Mér var boðin dvöl á hjúkrunarheimili sem mér fannst fáránlegt, það eru fjölmargir aldraðir sem bíða í sjúkrarúmum eftir slíkri þjónustu og vil ég ekki taka pláss frá þeim. Ég er 48 ára gömul og get vel búið í mínu eigin húsi í Höfnum, fái ég þá aðstoð sem ég á rétt á. Sósíalistar vilja hjálpa fólki til sjálfstæðis Þegar Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósíalistaflokksins, vakti athygli á máli mínu fóru hjólin að snúast. Mér stóð loksins til boða sú þjónusta sem ég þarf á að halda til að geta búið í mínu eigin húsnæði. En mál mitt er því miður ekki einsdæmi. Fjölmargir einstaklingar, hvort sem eru fatlaðir eða eldra fólk, getur vel búið sjálfstætt fái það þá hjálp sem það þarf á að halda. Slíkt hlýtur að vera mun betra bæði fyrir einstaklinga í þessari stöðu og samfélagið í heild sinni. Sósíalistar hafa sett fram skýrt tilboð um uppreisn öryrkja gegn óréttlæti. Þar segir meðal annars: „Eitt af markmiðum Sameinuðu þjóðanna með samningnum er að útrýma þeirri stofnanavæðingu sem ríkt hefur undanfarna áratugi með búsetu fatlaðra á sambýlum. Í stað þess að bjóða fólki sjálfstæða búsetu með fullnægjandi stoðþjónustu er allt of algengt að veiku fólki undir 67 ára aldri sé boðin búseta á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Enn þekkist að fólk sé flutt nokkurskonar hreppaflutningum milli hjúkrunarheimila.“ Þetta er það sem ég fer fram á að ég og fólk í minni stöðu fái. Að við fáum að lifa við sem mest sjálfstæði og með reisn og þurfum ekki að berjast í bökkum fjárhagslega. Ísland er ríkt land. Okkur er ekkert að vanbúnaði; við getum haldið uppi velferð og mannúð svo allir fái notið sín. Ákvörðun okkar sem kjósenda á laugardaginn er því gífurlega mikilvæg. Kjósum því J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Höfundur skipar sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í janúar 2020 varð ég fyrir hræðilegu slysi á leið heim úr vinnu. Bíll sem ekið var af próflausum ökumanni undir áhrifum vímuefna, eltum af lögreglunni, lenti framan á bíl sem ég var í á 150 km hraða. Bílstjóri hins bílsins var á öfugum vegarhelmingi og hafi stolið bíl í Hafnarfirði skömmu áður. Ég brotnaði á vinstri ökla, vinstri úlnlið, hægri framhandlegg, bringubeinið, einhver rif voru brotin og ég var illa brotin á hægri mjöðm. Þá féllu sköflungurinn og hnéð hægra megin saman. Ég fékk heilablóðfall fyrstu nóttina á gjörgæslunni og lamaðist ég vinstra megin. Ég er enn að jafna mig á heilablóðfallinu. Langtímadvöl á sjúkrastofnunum Eftir nokkrar vikur á spítala í Reykjavík var ég send á sjúkrahúsið í Keflavík. Þar tók við löng bið þar sem lítið var við að hafa áður en ég var send á Grensásdeildina í endurhæfingu. Ég dvaldi síðan á sjúkrastofnunum í meira eða minna heilt ár. Reykjanesbær þrjóskaðist við að veita mér þá notendastýrðu persónulegu aðstoð sem ég átti samkvæmt lögum rétt á vegna þess að fjármagn hafi ekki fengist frá ríkinu. Mér var boðin dvöl á hjúkrunarheimili sem mér fannst fáránlegt, það eru fjölmargir aldraðir sem bíða í sjúkrarúmum eftir slíkri þjónustu og vil ég ekki taka pláss frá þeim. Ég er 48 ára gömul og get vel búið í mínu eigin húsi í Höfnum, fái ég þá aðstoð sem ég á rétt á. Sósíalistar vilja hjálpa fólki til sjálfstæðis Þegar Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósíalistaflokksins, vakti athygli á máli mínu fóru hjólin að snúast. Mér stóð loksins til boða sú þjónusta sem ég þarf á að halda til að geta búið í mínu eigin húsnæði. En mál mitt er því miður ekki einsdæmi. Fjölmargir einstaklingar, hvort sem eru fatlaðir eða eldra fólk, getur vel búið sjálfstætt fái það þá hjálp sem það þarf á að halda. Slíkt hlýtur að vera mun betra bæði fyrir einstaklinga í þessari stöðu og samfélagið í heild sinni. Sósíalistar hafa sett fram skýrt tilboð um uppreisn öryrkja gegn óréttlæti. Þar segir meðal annars: „Eitt af markmiðum Sameinuðu þjóðanna með samningnum er að útrýma þeirri stofnanavæðingu sem ríkt hefur undanfarna áratugi með búsetu fatlaðra á sambýlum. Í stað þess að bjóða fólki sjálfstæða búsetu með fullnægjandi stoðþjónustu er allt of algengt að veiku fólki undir 67 ára aldri sé boðin búseta á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Enn þekkist að fólk sé flutt nokkurskonar hreppaflutningum milli hjúkrunarheimila.“ Þetta er það sem ég fer fram á að ég og fólk í minni stöðu fái. Að við fáum að lifa við sem mest sjálfstæði og með reisn og þurfum ekki að berjast í bökkum fjárhagslega. Ísland er ríkt land. Okkur er ekkert að vanbúnaði; við getum haldið uppi velferð og mannúð svo allir fái notið sín. Ákvörðun okkar sem kjósenda á laugardaginn er því gífurlega mikilvæg. Kjósum því J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Höfundur skipar sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun