Fannst kominn tími til að gera eitthvað spennandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2021 14:01 Sænski línumaðurinn Emma Olsson er mjög hrifin af Íslandi og meira að segja veðrinu. Skjámynd/Seinni bylgjan Sænski línumaðurinn Emma Olsson hefur vakið mikla athygli í upphafi tímabils í kvennahandboltanum en hún kom til Fram í sumar frá sænska liðinu Önnereds. Emma hefur staðið sig mjög vel á báðum endum vallarins og Seinni bylgjan ræddi þennan orkumikla og kappsama leikmann í síðasta þætti sínum. Emma Olsson fagnar marki með FramSkjámynd Risaspor sem hún er að fara í „Það er stelpa sem heillar okkur mjög mikið og hún heitir Emma Olsson. Hún er komin inn á línuna og er að stíga svolítið í skóna hjá Steinunni Björnsdóttur. Það er ekkert grín að fara í þau spor en vá,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar í upphafi umræðunnar. „Þetta eru risaspor sem hún er að fara í en í byrjun tímabilsins er hún að sýna ótrúlega flottan leik og er bara að mörgu leiti svolítið svipuð Steinunni. Hún er alveg að smella inn í liðið hjá Fram eins og staðan er núna,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Ég held hún sé brjálæðislega flottur karakter líka „Hún fær boltann með mann í bakið og hún rífur þær af sér. Hún er ótrúlega,“ sagði Sigurlaug. Emma Olsson er síðan jafna fyrst fram í hraðaupphlaupin. „Þetta er svona svipað og Steinunn var að gera að fá boltann í miðjunni í seinni bylgjunni hjá þeim. Hún er ofboðslega kraftmikil og ég held hún sé brjálæðislega flottur karakter líka,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Hún er með allan pakkann Svava Kristín segir að Emma sé mikill happafengur fyrir Framliðið. „Hún er búin að eiga frábæra leiki, bæði í vörn og sókn. Hún er með allan pakkann,“ sagði Sigurlaug. „Ef hún heldur svona áfram þá er ekki mikil pressa á Steinunni að koma of snemma til baka,“ sagði Svava Kristín. Þær eru svo líkar að eins og Steinunn þá byrjaði Emma líka sem skytta en færði sig svo inn á línuna. Klippa: Seinni bylgjan: Emma Olsson í Fram Langaði alltaf til Íslands Svava Kristín ræddi við Emmu eftir leikinn og fékk að kynnast henni aðeins betur. „Ég er frá suður Svíþjóð frá litlum bæ sem heitir Eslöv. Ég spilaði í Gautaborg á síðasta tímabili en núna fannst mér kominn tími á það að gera eitthvað spennandi og þess vegna er ég kominn hingað til Íslands,“ sagði Emma Olsson. „Þegar ég heyrði af áhuganum frá Íslandi þá stökk ég strax á það. Af einhverri ástæðu þá langaði mig alltaf til Íslands og mér leið því mjög vel þegar tilboðið kom. Ég var klár alveg frá byrjun,“ sagði Emma. Elskar að slást inn á línunni „Mér finnst deildin hér vera góð og það er gaman að spila á móti nýjum leikmönnum sem og að spila með nýjum samherjum. Þetta er ný hvatning fyrir mig að fá svona nýja áskorun,“ sagði Emma. „Ég elska að berjast og slást inn á línunni og þessa vegna spila ég þar. Ég elska að handboltinn sé leikur átaka. Menn fá að finna fyrir sér og spila hratt,“ sagði Emma. Það má sjá spjallið um Emmu í Seinni bylgjunni og allt viðtalið við hana hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Fram Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Emma hefur staðið sig mjög vel á báðum endum vallarins og Seinni bylgjan ræddi þennan orkumikla og kappsama leikmann í síðasta þætti sínum. Emma Olsson fagnar marki með FramSkjámynd Risaspor sem hún er að fara í „Það er stelpa sem heillar okkur mjög mikið og hún heitir Emma Olsson. Hún er komin inn á línuna og er að stíga svolítið í skóna hjá Steinunni Björnsdóttur. Það er ekkert grín að fara í þau spor en vá,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar í upphafi umræðunnar. „Þetta eru risaspor sem hún er að fara í en í byrjun tímabilsins er hún að sýna ótrúlega flottan leik og er bara að mörgu leiti svolítið svipuð Steinunni. Hún er alveg að smella inn í liðið hjá Fram eins og staðan er núna,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Ég held hún sé brjálæðislega flottur karakter líka „Hún fær boltann með mann í bakið og hún rífur þær af sér. Hún er ótrúlega,“ sagði Sigurlaug. Emma Olsson er síðan jafna fyrst fram í hraðaupphlaupin. „Þetta er svona svipað og Steinunn var að gera að fá boltann í miðjunni í seinni bylgjunni hjá þeim. Hún er ofboðslega kraftmikil og ég held hún sé brjálæðislega flottur karakter líka,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Hún er með allan pakkann Svava Kristín segir að Emma sé mikill happafengur fyrir Framliðið. „Hún er búin að eiga frábæra leiki, bæði í vörn og sókn. Hún er með allan pakkann,“ sagði Sigurlaug. „Ef hún heldur svona áfram þá er ekki mikil pressa á Steinunni að koma of snemma til baka,“ sagði Svava Kristín. Þær eru svo líkar að eins og Steinunn þá byrjaði Emma líka sem skytta en færði sig svo inn á línuna. Klippa: Seinni bylgjan: Emma Olsson í Fram Langaði alltaf til Íslands Svava Kristín ræddi við Emmu eftir leikinn og fékk að kynnast henni aðeins betur. „Ég er frá suður Svíþjóð frá litlum bæ sem heitir Eslöv. Ég spilaði í Gautaborg á síðasta tímabili en núna fannst mér kominn tími á það að gera eitthvað spennandi og þess vegna er ég kominn hingað til Íslands,“ sagði Emma Olsson. „Þegar ég heyrði af áhuganum frá Íslandi þá stökk ég strax á það. Af einhverri ástæðu þá langaði mig alltaf til Íslands og mér leið því mjög vel þegar tilboðið kom. Ég var klár alveg frá byrjun,“ sagði Emma. Elskar að slást inn á línunni „Mér finnst deildin hér vera góð og það er gaman að spila á móti nýjum leikmönnum sem og að spila með nýjum samherjum. Þetta er ný hvatning fyrir mig að fá svona nýja áskorun,“ sagði Emma. „Ég elska að berjast og slást inn á línunni og þessa vegna spila ég þar. Ég elska að handboltinn sé leikur átaka. Menn fá að finna fyrir sér og spila hratt,“ sagði Emma. Það má sjá spjallið um Emmu í Seinni bylgjunni og allt viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Fram Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita