Umhugsunarverðar U beygjur Sigmar Guðmundsson skrifar 22. september 2021 14:01 Það er vel þekkt að ráðamenn hrökkvi í kosningagír skömmu fyrir kjördag. Þá muna þeir gjarnan eftir málum sem þeir hafa vanrækt, eða hlaupa til og breyta um kúrs vegna þrýstings frá kjósendum sem geta sveiflað kjörseðlinum sem refsivendi á síðustu andartökum kjörtímabilsins. Sumt af þessu er krúttlegt, eins og til dæmis þegar hálf ríkisstjórnin mætir til að ýta úr vör jákvæðu lífsstíls átaki í grunnskóla með tilheyrandi ræðuhöldum og lúðrablæstri. Annað getur afhjúpað vanrækslu á heilum málaflokkunum og opinberað hringlandahátt sem sæmir ekki fólki í æðstu valdastöðum. Það er með ólíkindum að ráðherra sem segist hafa haft geðheilbrigðismál í forgangi síðustu fjögur ár skuli fáeinum dögum fyrir kosningar taka U beygju í afstöðu sinni til þess hvernig best sé að hlúa að starfsemi geðsviðs landsspítalans. Lengi hefur verið kallað eftir því að geðsviðið fái aðstöðu í nýja spítalanum sem nú er að rísa en fagfólkið talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Eftir afhjúpandi fréttir RÚV um aðstöðuna sem sjúklingum og starfsmönnum er boðið upp á var hljóðnema beint að ráðvilltum heilbrigðisráðherra 15 dögum fyrir kosningar. Kauðsk svörin benda til þess fyrstu 350 daga kjörtímabilsins hafi ráðherrann verið hressilega utan þjónustusvæðis. Hvenær fær Landspítalinn nýja geðdeild? „Ég get ekki svarað því þetta er bara partur af þessari heildarmynd og núna erum við að byggja upp meðferðarkjarnann og önnur hús hérna á lóðinni í samræmi við þær áætlanir sem hafa legið fyrir hér um árabil.” En hvers vegna var geðdeildin skilin út undan í þessu risastóra verkefni? „Það er auðvitað umhugsunarefni.” Hvers vegna var þetta ekki tekið inn í dæmið á sínum tíma? „Það er bara góð spurning. Þetta er bara partur af þessari heildarhugsun.” Heildarmynd. Umhugsunarefni. Heildarhugsun. Þetta eru viðbrögð ráðherra við knýjandi spurningum í brýnu hagsmunamáli viðkvæms sjúklingahóps sem býr við fullkomlega óboðlegar aðstæður. 15 dögum fyrir kosningar. Þetta er ekki eina U beygja ráðherrans á síðustu dögum. Eftir mikinn þrýsting var loks hægt að semja við Klíníkina um að gera á annað hundrað aðgerðir til að stytta biðlista og aðstoða við mönnun á gjörgæslunni. Einnig felldi svo heilbrigðisráðherra úr gildi umdeilt og óverjandi skilyrði sem sjúkraþjálfurum var sett um að þurfa að vinna í tvö ár hjá ríkinu áður en ríkið hæfi niðurgreiðslu á þjónustu þeirra. Metnaður Svandísar Svavarsdóttur við að vinda ofan af eigin ákvörðunum og ákvörðunarleysi er eftirtektarverður svona skömmu fyrir kosningar. Þakklátt væri ef hún héldi áfram á sömu braut og gerði að sínu síðasta verki sem ráðherra að niðurgreiða sálfræðiþjónustu sem Viðreisn náði í gegn í þinginu en ríkisstjórnin hefur vanrækt að fjármagna. Barnamálaráðherrann gæti jafnvel lagst á árarnar og sýnt í verki að biðlistar barna í málaflokkum annara ráðherra eru ekki síður mikilvægt úrlausnarefni en þeir biðlistar sem hann hefur sjálfur búið til. Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Sigmar Guðmundsson Mest lesið Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er vel þekkt að ráðamenn hrökkvi í kosningagír skömmu fyrir kjördag. Þá muna þeir gjarnan eftir málum sem þeir hafa vanrækt, eða hlaupa til og breyta um kúrs vegna þrýstings frá kjósendum sem geta sveiflað kjörseðlinum sem refsivendi á síðustu andartökum kjörtímabilsins. Sumt af þessu er krúttlegt, eins og til dæmis þegar hálf ríkisstjórnin mætir til að ýta úr vör jákvæðu lífsstíls átaki í grunnskóla með tilheyrandi ræðuhöldum og lúðrablæstri. Annað getur afhjúpað vanrækslu á heilum málaflokkunum og opinberað hringlandahátt sem sæmir ekki fólki í æðstu valdastöðum. Það er með ólíkindum að ráðherra sem segist hafa haft geðheilbrigðismál í forgangi síðustu fjögur ár skuli fáeinum dögum fyrir kosningar taka U beygju í afstöðu sinni til þess hvernig best sé að hlúa að starfsemi geðsviðs landsspítalans. Lengi hefur verið kallað eftir því að geðsviðið fái aðstöðu í nýja spítalanum sem nú er að rísa en fagfólkið talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Eftir afhjúpandi fréttir RÚV um aðstöðuna sem sjúklingum og starfsmönnum er boðið upp á var hljóðnema beint að ráðvilltum heilbrigðisráðherra 15 dögum fyrir kosningar. Kauðsk svörin benda til þess fyrstu 350 daga kjörtímabilsins hafi ráðherrann verið hressilega utan þjónustusvæðis. Hvenær fær Landspítalinn nýja geðdeild? „Ég get ekki svarað því þetta er bara partur af þessari heildarmynd og núna erum við að byggja upp meðferðarkjarnann og önnur hús hérna á lóðinni í samræmi við þær áætlanir sem hafa legið fyrir hér um árabil.” En hvers vegna var geðdeildin skilin út undan í þessu risastóra verkefni? „Það er auðvitað umhugsunarefni.” Hvers vegna var þetta ekki tekið inn í dæmið á sínum tíma? „Það er bara góð spurning. Þetta er bara partur af þessari heildarhugsun.” Heildarmynd. Umhugsunarefni. Heildarhugsun. Þetta eru viðbrögð ráðherra við knýjandi spurningum í brýnu hagsmunamáli viðkvæms sjúklingahóps sem býr við fullkomlega óboðlegar aðstæður. 15 dögum fyrir kosningar. Þetta er ekki eina U beygja ráðherrans á síðustu dögum. Eftir mikinn þrýsting var loks hægt að semja við Klíníkina um að gera á annað hundrað aðgerðir til að stytta biðlista og aðstoða við mönnun á gjörgæslunni. Einnig felldi svo heilbrigðisráðherra úr gildi umdeilt og óverjandi skilyrði sem sjúkraþjálfurum var sett um að þurfa að vinna í tvö ár hjá ríkinu áður en ríkið hæfi niðurgreiðslu á þjónustu þeirra. Metnaður Svandísar Svavarsdóttur við að vinda ofan af eigin ákvörðunum og ákvörðunarleysi er eftirtektarverður svona skömmu fyrir kosningar. Þakklátt væri ef hún héldi áfram á sömu braut og gerði að sínu síðasta verki sem ráðherra að niðurgreiða sálfræðiþjónustu sem Viðreisn náði í gegn í þinginu en ríkisstjórnin hefur vanrækt að fjármagna. Barnamálaráðherrann gæti jafnvel lagst á árarnar og sýnt í verki að biðlistar barna í málaflokkum annara ráðherra eru ekki síður mikilvægt úrlausnarefni en þeir biðlistar sem hann hefur sjálfur búið til. Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun