Kjósum VG áfram til áhrifa Kári Gautason skrifar 23. september 2021 06:30 Kannanir benda nú til þess að snúið verði að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Níu flokkar gætu átt sæti á Alþingi. Málamiðlana verður því þörf sama hvaða ríkisstjórnarmynstur verður ofaná. Það gæti reynst snúið fyrir marga flokka sem hafa sett fram ófrávíkjanlegar kröfur. Ýmsar samsetningar fjölflokkastjórna koma til greina ellegar minnihlutastjórn sem væri tíðindi í stjórnmálasögunni. Vinstrihreyfingin - grænt framboð gæti verið á leið í stjórnarandstöðu og það er í sjálfu sér ekki vondur kostur enda sýnir reynslan að hún kann til verka þar ekki síður en í stjórnarforystu. Vinstri græn hafa teflt skákina við hagsmunaöflin í íslensku samfélagi með allnokkrum árangri síðustu ár. Staða þeirra sem hafa minnst úr að spila hefur verið bætt en ýmsir þjóðfélagshópar bíða enn nauðsynlegra úrbóta. Skákin er síður en svo unnin. Félagsmálaráðherra heyktist til að mynda á endurskoðun framfærslukerfis öryrkja og setningu laga um húsaleigu. Ekki náðist heldur að ljúka við gerð hálendisþjóðgarðs eða að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá landsins vegna þess að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn voru í raun þversum en ekki langsum í þeim málum. Þá var lítinn stuðning að finna hjá öðrum flokkum. Það hefur verið hlutskipti VG að nudda hlutum í rétta átt í þessu stjórnarsamstarfi og þar hefur Katrín Jakobsdóttir sýnt fádæma þrautseigju. Áfram verður þörf á slíkum eiginleikum eftir kosningar því svo virðist sem kjósendur ætli ekki að leggja neina beina braut fyrir framhaldið. VG berst til þrautar Á næsta kjörtímabili þarf að ráðast í mörg þjóðþrifaverk. Raunveruleikinn bíður handan slagorðanna. Áfram verður atvinnuleysi sögulega mikið, áfram verður ríkissjóður rekinn í halla, áfram mun kórónaveiran setja mark sitt á tilveruna og áfram verður verðbólgudraugurinn á sveimi vegna þenslu á húsnæðismarkaði og hækkunar á verðlagi erlendis. Nauðsynlegt verður að halda áfram uppbyggingu heilbrigðiskerfisins eftir að heimsfaraldurinn rennur sitt skeið. Taka þarf til hendinni í öldrunarmálum þannig að byggð séu upp fjölbreytt úrræði fyrir eldra fólk í samstarfi við sveitarfélög og fólk geti búið lengur heima hjá sér. Forgangsraða þarf tekjulægstu hópum öryrkja og öryrkjum með börn með réttlátum úrbótum á framfærslukerfi öryrkja. Þrepaskiptingar þarf á fjármagnstekjuskatt þannig að breiðu bökin komist ekki undan því að bera kostnað af sameiginlegum verkefnum með okkur hinum. Ekkert af þessu er gerlegt ef að við náum ekki fullri atvinnu og sköpum græn störf á grunni metnaðarfullra markmiða í loftslagsmálum. Á næstu fjórum árum er þörf á hreyfingu eins VG, sem hefur sýnt úthald og þrek í pólitík, til þess að koma þessum brýnu verkefnum fram. Það munar um VG Síðustu árin hefur VG leitt sérstaka ríkisstjórn sem kom til upp úr pólitískri kreppu. Sú ríkisstjórn hefur að mörgu leyti verið farsæl þó að óvanaleg sé. Engin þriggja flokka stjórn hefur lifað heilt kjörtímabil á Íslandi fyrr en nú. Mikilvægar og réttlátar breytingar voru gerðar á skattkerfinu. Fjármagnstekjuskattur var hækkaður. Komið var í veg fyrir gliðnun í skattbyrði þeirra með háar tekjur og lágar tekjur sem hafði orðið til þess að skattbyrði þeirra með lægstu tekjurnar hafði hækkað. Þá voru skattar lækkaðir á þá sem höfðu minnstar atvinnutekjur þannig að ráðstöfunartekjur þeirra jukust um allt að 120 þúsund krónur á ári. Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum var fjármögnuð í fyrsta, sinn, greiðsluþátttaka sjúklinga var lækkuð svo við erum á pari við önnur Norðurlönd. Stærsta verkefnið heltist svo yfir á seinni hluta kjörtímabilsins þegar þjóðin tókst á við heimsfaraldur kórónaveiru. Með styrkri forystu VG í forsætis- og heilbrigðisráðuneyti tókst sú glíma það vel að eftir hefur verið tekið. Sterkt opinbert heilbrigðiskerfi hefur sannað gildi sitt á tímum faraldurs. Þjóðin er sammála stefnu VG í þeim efnum ef marka má skoðanakannanir. Ólíkt öðrum þá hafa VG ekki skipt um skoðun á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það hefur munað um VG á kjörtímabilinu og vonandi tryggja kjósendur á laugardaginn að áhrifa af markvissri stefnu og yfirveguðum vinnubrögðum VG muni gæta áfram í stjórn eða stjórnarandstöðu. XV á laugardaginn! Höfundur skipar fjórða sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Gautason Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Norðausturkjördæmi Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Sjá meira
Kannanir benda nú til þess að snúið verði að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Níu flokkar gætu átt sæti á Alþingi. Málamiðlana verður því þörf sama hvaða ríkisstjórnarmynstur verður ofaná. Það gæti reynst snúið fyrir marga flokka sem hafa sett fram ófrávíkjanlegar kröfur. Ýmsar samsetningar fjölflokkastjórna koma til greina ellegar minnihlutastjórn sem væri tíðindi í stjórnmálasögunni. Vinstrihreyfingin - grænt framboð gæti verið á leið í stjórnarandstöðu og það er í sjálfu sér ekki vondur kostur enda sýnir reynslan að hún kann til verka þar ekki síður en í stjórnarforystu. Vinstri græn hafa teflt skákina við hagsmunaöflin í íslensku samfélagi með allnokkrum árangri síðustu ár. Staða þeirra sem hafa minnst úr að spila hefur verið bætt en ýmsir þjóðfélagshópar bíða enn nauðsynlegra úrbóta. Skákin er síður en svo unnin. Félagsmálaráðherra heyktist til að mynda á endurskoðun framfærslukerfis öryrkja og setningu laga um húsaleigu. Ekki náðist heldur að ljúka við gerð hálendisþjóðgarðs eða að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá landsins vegna þess að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn voru í raun þversum en ekki langsum í þeim málum. Þá var lítinn stuðning að finna hjá öðrum flokkum. Það hefur verið hlutskipti VG að nudda hlutum í rétta átt í þessu stjórnarsamstarfi og þar hefur Katrín Jakobsdóttir sýnt fádæma þrautseigju. Áfram verður þörf á slíkum eiginleikum eftir kosningar því svo virðist sem kjósendur ætli ekki að leggja neina beina braut fyrir framhaldið. VG berst til þrautar Á næsta kjörtímabili þarf að ráðast í mörg þjóðþrifaverk. Raunveruleikinn bíður handan slagorðanna. Áfram verður atvinnuleysi sögulega mikið, áfram verður ríkissjóður rekinn í halla, áfram mun kórónaveiran setja mark sitt á tilveruna og áfram verður verðbólgudraugurinn á sveimi vegna þenslu á húsnæðismarkaði og hækkunar á verðlagi erlendis. Nauðsynlegt verður að halda áfram uppbyggingu heilbrigðiskerfisins eftir að heimsfaraldurinn rennur sitt skeið. Taka þarf til hendinni í öldrunarmálum þannig að byggð séu upp fjölbreytt úrræði fyrir eldra fólk í samstarfi við sveitarfélög og fólk geti búið lengur heima hjá sér. Forgangsraða þarf tekjulægstu hópum öryrkja og öryrkjum með börn með réttlátum úrbótum á framfærslukerfi öryrkja. Þrepaskiptingar þarf á fjármagnstekjuskatt þannig að breiðu bökin komist ekki undan því að bera kostnað af sameiginlegum verkefnum með okkur hinum. Ekkert af þessu er gerlegt ef að við náum ekki fullri atvinnu og sköpum græn störf á grunni metnaðarfullra markmiða í loftslagsmálum. Á næstu fjórum árum er þörf á hreyfingu eins VG, sem hefur sýnt úthald og þrek í pólitík, til þess að koma þessum brýnu verkefnum fram. Það munar um VG Síðustu árin hefur VG leitt sérstaka ríkisstjórn sem kom til upp úr pólitískri kreppu. Sú ríkisstjórn hefur að mörgu leyti verið farsæl þó að óvanaleg sé. Engin þriggja flokka stjórn hefur lifað heilt kjörtímabil á Íslandi fyrr en nú. Mikilvægar og réttlátar breytingar voru gerðar á skattkerfinu. Fjármagnstekjuskattur var hækkaður. Komið var í veg fyrir gliðnun í skattbyrði þeirra með háar tekjur og lágar tekjur sem hafði orðið til þess að skattbyrði þeirra með lægstu tekjurnar hafði hækkað. Þá voru skattar lækkaðir á þá sem höfðu minnstar atvinnutekjur þannig að ráðstöfunartekjur þeirra jukust um allt að 120 þúsund krónur á ári. Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum var fjármögnuð í fyrsta, sinn, greiðsluþátttaka sjúklinga var lækkuð svo við erum á pari við önnur Norðurlönd. Stærsta verkefnið heltist svo yfir á seinni hluta kjörtímabilsins þegar þjóðin tókst á við heimsfaraldur kórónaveiru. Með styrkri forystu VG í forsætis- og heilbrigðisráðuneyti tókst sú glíma það vel að eftir hefur verið tekið. Sterkt opinbert heilbrigðiskerfi hefur sannað gildi sitt á tímum faraldurs. Þjóðin er sammála stefnu VG í þeim efnum ef marka má skoðanakannanir. Ólíkt öðrum þá hafa VG ekki skipt um skoðun á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það hefur munað um VG á kjörtímabilinu og vonandi tryggja kjósendur á laugardaginn að áhrifa af markvissri stefnu og yfirveguðum vinnubrögðum VG muni gæta áfram í stjórn eða stjórnarandstöðu. XV á laugardaginn! Höfundur skipar fjórða sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar