Tryggjum öruggt og barnvænt umhverfi Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir skrifar 23. september 2021 07:46 Í kosningabaráttu fær maður tækifæri til að kynnast fólki sem nálgast mann með hin ýmsu málefni. Velferðarmálin eru mér mjög hugleikin því þar liggur áhugasvið mitt. Mér finnst því mjög áhugavert að fá meiri innsýn inn í þann málaflokk með því að ræða beint við kjósendur og hlusta á hvað þeim liggur á hjarta. Í samtölum mínum við kjósendur finn ég að áhersla þeirra er á fjölskylduna og hvernig fjölskyldum landsins verði tryggt að þær búi við öruggt og barnvænt umhverfi. Umhverfi þar sem allir einstaklingar geti hafist til þroska og búið um leið við öryggi og áhyggjuleysi. Þetta kann að virðast sjálfsagt og við erum sem samfélag stöðugt að setja okkur markmið þar um og skrifa undir yfirlýsingar og samninga sem eiga að tryggja rétt barna og unglinga. Við vitum líka að þarna getur orðið misbrestur á og því erum við, sem höfum áhuga á málefnum fjölskyldunnar, að gefa kost á okkur. Það er því miður svo að margar hættur steðja að og foreldrar eiga oft í mestu vandræðum með að vernda og styðja við börn sín samfara öðrum áskorunum sem umhverfið leggur á þær, svo sem þegar kemur að vinnu, íbúðakaupum og almennt að tryggja efnahagslega velferð fjölskyldunnar. Öruggt umhverfi fyrir börn Öruggt og barnvænt umhverfi getur falist í mörgu. Meðal annars því að tryggja að fólk geti gengið óáreitt um götur og átt heilbrigð samskipti við annað fólk án þess að óttast um öryggi sitt. Að börnin geti alist upp í heilbrigðu umhverfi þar sem þau geta ferðast örugg um þegar þau hafa aldur til eins og ég naut í minni barnæsku. En við sjáum víða blikur á lofti og breytingar hafa átt sér stað, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Fréttir fjölmiðla segja okkur þessa sögu, skýrslur opinberra aðila og síðast en ekki síst skýrslur greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem meðal annars fjalla um ört vaxandi umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi. Þær upplýsingar einar og sér eru sláandi og gefa vísbendingu um að það sem við teljum bundið við erlend borgarhverfi getur allt eins gerst hér. Það er óskiljanlegt að þessar upplýsingar hafi ekki vakið meiri athygli en raun ber vitni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, ekki hvað síst Miðflokksins, til að efna til umræðu um innihaldið. Vaxandi umsvif erlendra glæpagengja við innflutning og sölu fíkniefna, misnotkun hælisleitendakerfisins, mansal og margt annað sem við getum ekki sætt okkur við að viðgangist (og aukist) í íslensku samfélagi kallar á viðbrögð. Aukum löggæslu Við höfum talað fyrir því að auka öryggi borgaranna og tryggja þannig umfram annað velferð barna og unglinga. Því höfum við í Miðflokknum lagt áherslu á það að setja á fót sérstaka löggæsludeild til að taka á við brotastarfsemi og auka um leið öryggisgæslu í öllum hverfum borgarinnar. Slík deild gæti þannig orðið að öflugu liði með nægan mannafla, tækjabúnað, þekkingu, tækni, úrræði, samstarf við sams konar lögreglu í nágrannalöndunum og annað sem þarf til að takast á við þessa miklu ógn. Þetta er dæmi um verkefni sem mun spara miklu meira fyrir samfélagið en það kostar og tryggir um leið að ef hætta steðjar að borgurum þá geti þeir fengið aðstoð strax. Svo ekki sé minnst á þau verðmæti sem felast í því að tryggja öryggi og forða sem flestum frá fíkniefnaneyslu og annarri ánauð. Þannig teljum við að eigi að standa að málum til að tryggja öruggt og barnvænt umhverfi. Höfundur er lögfræðingur og sáttamiðlari og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Félagsmál Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttu fær maður tækifæri til að kynnast fólki sem nálgast mann með hin ýmsu málefni. Velferðarmálin eru mér mjög hugleikin því þar liggur áhugasvið mitt. Mér finnst því mjög áhugavert að fá meiri innsýn inn í þann málaflokk með því að ræða beint við kjósendur og hlusta á hvað þeim liggur á hjarta. Í samtölum mínum við kjósendur finn ég að áhersla þeirra er á fjölskylduna og hvernig fjölskyldum landsins verði tryggt að þær búi við öruggt og barnvænt umhverfi. Umhverfi þar sem allir einstaklingar geti hafist til þroska og búið um leið við öryggi og áhyggjuleysi. Þetta kann að virðast sjálfsagt og við erum sem samfélag stöðugt að setja okkur markmið þar um og skrifa undir yfirlýsingar og samninga sem eiga að tryggja rétt barna og unglinga. Við vitum líka að þarna getur orðið misbrestur á og því erum við, sem höfum áhuga á málefnum fjölskyldunnar, að gefa kost á okkur. Það er því miður svo að margar hættur steðja að og foreldrar eiga oft í mestu vandræðum með að vernda og styðja við börn sín samfara öðrum áskorunum sem umhverfið leggur á þær, svo sem þegar kemur að vinnu, íbúðakaupum og almennt að tryggja efnahagslega velferð fjölskyldunnar. Öruggt umhverfi fyrir börn Öruggt og barnvænt umhverfi getur falist í mörgu. Meðal annars því að tryggja að fólk geti gengið óáreitt um götur og átt heilbrigð samskipti við annað fólk án þess að óttast um öryggi sitt. Að börnin geti alist upp í heilbrigðu umhverfi þar sem þau geta ferðast örugg um þegar þau hafa aldur til eins og ég naut í minni barnæsku. En við sjáum víða blikur á lofti og breytingar hafa átt sér stað, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Fréttir fjölmiðla segja okkur þessa sögu, skýrslur opinberra aðila og síðast en ekki síst skýrslur greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem meðal annars fjalla um ört vaxandi umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi. Þær upplýsingar einar og sér eru sláandi og gefa vísbendingu um að það sem við teljum bundið við erlend borgarhverfi getur allt eins gerst hér. Það er óskiljanlegt að þessar upplýsingar hafi ekki vakið meiri athygli en raun ber vitni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, ekki hvað síst Miðflokksins, til að efna til umræðu um innihaldið. Vaxandi umsvif erlendra glæpagengja við innflutning og sölu fíkniefna, misnotkun hælisleitendakerfisins, mansal og margt annað sem við getum ekki sætt okkur við að viðgangist (og aukist) í íslensku samfélagi kallar á viðbrögð. Aukum löggæslu Við höfum talað fyrir því að auka öryggi borgaranna og tryggja þannig umfram annað velferð barna og unglinga. Því höfum við í Miðflokknum lagt áherslu á það að setja á fót sérstaka löggæsludeild til að taka á við brotastarfsemi og auka um leið öryggisgæslu í öllum hverfum borgarinnar. Slík deild gæti þannig orðið að öflugu liði með nægan mannafla, tækjabúnað, þekkingu, tækni, úrræði, samstarf við sams konar lögreglu í nágrannalöndunum og annað sem þarf til að takast á við þessa miklu ógn. Þetta er dæmi um verkefni sem mun spara miklu meira fyrir samfélagið en það kostar og tryggir um leið að ef hætta steðjar að borgurum þá geti þeir fengið aðstoð strax. Svo ekki sé minnst á þau verðmæti sem felast í því að tryggja öryggi og forða sem flestum frá fíkniefnaneyslu og annarri ánauð. Þannig teljum við að eigi að standa að málum til að tryggja öruggt og barnvænt umhverfi. Höfundur er lögfræðingur og sáttamiðlari og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun