Af hverju Samfélagsbanki? Bergvin Eyþórsson skrifar 23. september 2021 09:16 Sósíalistar tala um að stofna samfélagsbanka, til dæmis úr Landsbankanum. En til hvers? Hvað myndi breytast ef við ættum samfélagsbanka? Rekstur bankanna Á 12 mánaða tímabili, þ.e. seinni hluta árs 2020 og fyrri hluta árs 2021 högnuðust bankarnir um 67 milljarða, 67.000.000.000 krónur. Á einu kjörtímabili eru það 268.000.000.000. Hvernig verður þessi gríðarlegi hagnaður til? Jú, bankarnir reka sig á útlánum. Það þýðir að þeir sem taka lán hjá bönkunum borga hagnaðinn. Hver borgar brúsann? Eðli máls samkvæmt þarf fólk sem á ekki peninga að taka lán. Þeir sem eru vel settir fjárhagslega ýmist þurfa ekki lán eða hafa valfrelsi um ódýrari lán í krafti fjárhagsstöðu. Það segir okkur að meginþorri lántakenda og skulda bönkunum eru þeir sem standa verst. Með öðrum orðum þá er hagnaður bankanna búinn til með því að níðast á fátækasta fólkinu. Ef við gerum ráð fyrir að helmingur þjóðarinnar ýmist þurfi ekki lán eða sé í aðstöðu til að velja ódýrari lán, þá er hagnaður bankanna borinn uppi af helmingi þjóðarinnar, eða um 185.000 manns, þá leggur hver þeirra til ríflega 362.000 krónur árlega. Það er ríflega 30.000 krónur á mann á mánuði. Það sem hjón með 2 börn leggja til í hagnað bankanna er þá 120.000 krónur á mánuði að jafnaði. Þarf þetta að vera svona? Stutta svarið er nei. Ef við ákveðum að hætta að féfletta þá sem minnst eiga stofnum við samfélagsbanka sem þarf aðeins að reka sig, ekki að skila hagnaði. Í dæminu hér að undan höfum við ekki talið með rekstrarkostnað bankanna, þannig að fyrir fjögurra manna fjölskyldu getum við lækkað greiðslubyrði um 120.000 krónur á mánuði. Viljum við það ekki? Hverjir tapa á þessu? Þá spyr maður sig, ef hægt er að spara svona mikla peninga fyrir fólkið í landinu, hver tapar á þessu? Hinn helmingur þjóðarinnar sem þarf ekki að láta féfletta sig með vaxtakostnaði í dag, verður áfram í sömu stöðu. Þeir tapa engu. Það er orðin skrýtin staða, að helmingur þjóðarinnar öðlist stóraukið ráðstöfunarfé án þess að taka það af hinum helmingnum. Við erum ekki vön svona útreikningum. Eðlilega tapar einhver á þessu, en hver er það? „Stöðugleikinn" sem við búum við í dag er stöðug stefna, ekki stöðug kyrrstaða. Stefnan er sú að einka(vina)væða bankana þannig að þeir lendi í höndunum á fólki sem á mikla peninga í dag, með þeim afleiðingum að fátæka fólkið geti stritað myrkranna á milli til að afhenda ríka fólkinu milljarðana „sína".Stöðugleikinn virkar nefnilega þannig að hluti þjóðarinnar getur stritað stöðugt til að þeir ríku verði stöðugt ríkari. Niðurstaðan Niðurstaðan er sú að við höfum val um tvær leiðir: Viðhalda stöðugleikanum svo hinir fátæku geti stritað stöðugt til að þeir ríku verði stöðugt ríkari. Eða… Stofnað samfélagsbanka sem bætir stórlega stöðu hálfrar þjóðarinnar og hinir ríku halda áfram að vera ríkir, bara ekki ógeðslega miklu ríkari en þeir eru í dag. Setjum X við J og gefum Sósíalistaflokknum tækifæri til að bæta samfélagið okkar! Höfundur skipar 5. sæti á lista Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Sósíalistar tala um að stofna samfélagsbanka, til dæmis úr Landsbankanum. En til hvers? Hvað myndi breytast ef við ættum samfélagsbanka? Rekstur bankanna Á 12 mánaða tímabili, þ.e. seinni hluta árs 2020 og fyrri hluta árs 2021 högnuðust bankarnir um 67 milljarða, 67.000.000.000 krónur. Á einu kjörtímabili eru það 268.000.000.000. Hvernig verður þessi gríðarlegi hagnaður til? Jú, bankarnir reka sig á útlánum. Það þýðir að þeir sem taka lán hjá bönkunum borga hagnaðinn. Hver borgar brúsann? Eðli máls samkvæmt þarf fólk sem á ekki peninga að taka lán. Þeir sem eru vel settir fjárhagslega ýmist þurfa ekki lán eða hafa valfrelsi um ódýrari lán í krafti fjárhagsstöðu. Það segir okkur að meginþorri lántakenda og skulda bönkunum eru þeir sem standa verst. Með öðrum orðum þá er hagnaður bankanna búinn til með því að níðast á fátækasta fólkinu. Ef við gerum ráð fyrir að helmingur þjóðarinnar ýmist þurfi ekki lán eða sé í aðstöðu til að velja ódýrari lán, þá er hagnaður bankanna borinn uppi af helmingi þjóðarinnar, eða um 185.000 manns, þá leggur hver þeirra til ríflega 362.000 krónur árlega. Það er ríflega 30.000 krónur á mann á mánuði. Það sem hjón með 2 börn leggja til í hagnað bankanna er þá 120.000 krónur á mánuði að jafnaði. Þarf þetta að vera svona? Stutta svarið er nei. Ef við ákveðum að hætta að féfletta þá sem minnst eiga stofnum við samfélagsbanka sem þarf aðeins að reka sig, ekki að skila hagnaði. Í dæminu hér að undan höfum við ekki talið með rekstrarkostnað bankanna, þannig að fyrir fjögurra manna fjölskyldu getum við lækkað greiðslubyrði um 120.000 krónur á mánuði. Viljum við það ekki? Hverjir tapa á þessu? Þá spyr maður sig, ef hægt er að spara svona mikla peninga fyrir fólkið í landinu, hver tapar á þessu? Hinn helmingur þjóðarinnar sem þarf ekki að láta féfletta sig með vaxtakostnaði í dag, verður áfram í sömu stöðu. Þeir tapa engu. Það er orðin skrýtin staða, að helmingur þjóðarinnar öðlist stóraukið ráðstöfunarfé án þess að taka það af hinum helmingnum. Við erum ekki vön svona útreikningum. Eðlilega tapar einhver á þessu, en hver er það? „Stöðugleikinn" sem við búum við í dag er stöðug stefna, ekki stöðug kyrrstaða. Stefnan er sú að einka(vina)væða bankana þannig að þeir lendi í höndunum á fólki sem á mikla peninga í dag, með þeim afleiðingum að fátæka fólkið geti stritað myrkranna á milli til að afhenda ríka fólkinu milljarðana „sína".Stöðugleikinn virkar nefnilega þannig að hluti þjóðarinnar getur stritað stöðugt til að þeir ríku verði stöðugt ríkari. Niðurstaðan Niðurstaðan er sú að við höfum val um tvær leiðir: Viðhalda stöðugleikanum svo hinir fátæku geti stritað stöðugt til að þeir ríku verði stöðugt ríkari. Eða… Stofnað samfélagsbanka sem bætir stórlega stöðu hálfrar þjóðarinnar og hinir ríku halda áfram að vera ríkir, bara ekki ógeðslega miklu ríkari en þeir eru í dag. Setjum X við J og gefum Sósíalistaflokknum tækifæri til að bæta samfélagið okkar! Höfundur skipar 5. sæti á lista Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun