Brynjar kominn í rafskútubann eftir byltuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2021 10:32 Brynjar er með vænt glóðurauga eftir byltuna. Vísir Brynjar Níelsson alþingismaður segir að á hans heimili sé búið að setja blátt bann við frekari rafskútunotkun, eftir að hann rotaðist við notkun á slíku tæki á dögunum. Hann varar við rafskútunotkun að kvöldi til, nú þegar farið er að dimma. Greint var frá því á dögunum að Brynjar hefði verið á leið frá Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, á laugardagskvöldið, á rafskútu er hann datt kylliflatur. Brynjar ræddi slysið í smáatriðum í Bítinu í morgun. „Ég fór á rafskútu, stutta leið en það var komið myrkur, skyggni lélegt,“ sagði Brynjar sem viðurkenndi í samtali við mbl.is í vikunni að hafa verið búinn að fá sér einn til tvo bjóra um kvöldið. Man síðast eftir því að hafa farið yfir ójöfnu „Ég ætla nú að bara, öfugt við marga, taka ábyrgð á þessu sjálfur. Ég ætla ekki að kenna borginni um lélega kanta og ríkinu um eitthvað. Ég bara sit uppi með þessa ábyrgð sjálfur, að fara ekki nógu varlega,“ sagði Brynjar en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Slysið átti sér stað við Kringlumýrarbraut, þar sem Brynjar nágaðist umferðareyju. „Síðasta sem ég man þá fer ég í svona ójöfnu, einhver svona smá hola, bara af því að ég fór ekki nógu varlega.“ Fórstu geyst kannski? „Nei, ég er eiginlega búinn að hægja alveg á mér þarna. Að því að ég er kominn út að gatnamótum, ég er á gatnamótum.“ Og dettur? „Og dettur, Svo man ég ekki meir.“ Fyrr en? Gulli Helga þurfti að aðstoða Brynjar við að reima að viðtali loknu.Vísir „Fyrr en lögregla og sjúkraflutningamenn eru að stumra yfir mér.“ Þá varstu búinn að liggja kaldur í tíu mínútur? „Örugglega svona fimm til tíu mínútur, já.“ Gulli Helga þurfti að reima fyrir hann Brynjar var færður í sjúkrabíll sem flutti hann á Landspítalann til skoðunar. „Upp á spítala, myndaður í bak og fyrir og svo bara sendur heim með verkjalyf. Og er búinn að vera á þeim síðan,“ sagði Brynjar. Brynjar segir andlitið meira og minna hafa orðið fjólublátt en eins og sjá má myndinni hér efst skartar hann myndarlegu glóðurauga. „Það var nú haft á því orði eftir þetta að ég sé nú heldur skýrari í kollinum eftir slysið og líti jafn vel betur út, sagði Brynjar.“ Gerðist á versta tíma enda kosningabaráttan í fullum gangi Það sem háir honum þó mest í kosningabaráttunni, en Brynjar er í þriðja sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, þessa dagana er að í slysinu brákaði hann rifbein, sem hefur ýmis áhrif á daglegar athafnir. Til að mynda þyrfti Gulli Helga útvarpsmaður að aðstoða Brynjar við að koma sér í skó að viðtalinu loknu, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Brynjar segist vanur rafskútunotandi, en slysið mun hafa sínar afleiðingar. „Ég er þaulvanur rafskútumaður. Ég nota þetta mikið en það er búið að banna þetta á mínu heimili núna.“ Hitti Brynjar Níelsson í dag. Stríddi í honum og gaf honum kratarós. Mér til undrunar tók hann við henni og óskaði mér og Samfylkingunni góðs gengis. Varð orðlaus eftir okkar rifrildi í þingsal. Þá sagði hann mér frá byltunni á rafskútunni og 10 mín.roti. Það hlaut að vera..— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) September 21, 2021 Skilaboð einhver til þjóðarinnar? „Skilaboðin eru í fyrsta lagi að vera ekki í þessu í myrkri. Þú sérð nú ekki mikið í myrkri. Og bara að fara eins og maður segir fólki öllu, að fara varlega.“ En þú varst að því? „Ég hef greinilega ekki farið nógu varlega. Þetta er bara eins og í öllu, hvort sem þú ferð á fjöll eða ert í reiðhjólum eða hvað sem er. Þú ert alltaf meira og minna óvarinn. Auðvitað gerast óhapp en við verðum auðvitað að bera ábyrgð á þessu sjálf og bara passa okkur.“ Það er búið að banna þér að fara á svona en ef að þú tækir með þér hjálm, heldurðu að þú fengir leyfi til að fara á þetta aftur. „Mér sýnist bannið vera algjört á mínu heimili,“ sagði Brynjar. Öruggast að vera bara heima „Það er margt hættulegt í lífinu og menn verða bara að bera ábyrgð á sér sjálfir,“ sagði Brynjar. „Ég er ekki að tala um að það eigi að fara að banna þetta eða neitt. Ég er bara að tala um það að það er ekki skynsamlegt að vera á þessu í myrkri eða við erfiðar aðstæður.“ Er það þá bara leigubíll næst? „Jájá, eða bara vera heima hjá sér. Það er auðvitað lang öruggast að vera heima hjá sér. Þá sleppur lifandi út úr þessu svona.“ Sjálfstæðisflokkurinn Samgöngur Samgönguslys Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Bítið Tengdar fréttir Hljóðlát bylting í Reykjavík Hlaupahjólaleigur spretta upp í Reykjavík. Um 1100 rafhlaupahjól verða í boði innan skamms. 15. september 2020 09:00 Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. 22. júní 2021 16:46 Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05 Um fimmti hver Reykvíkingur notar rafhlaupahjól Tæplega nítján prósent Reykvíkinga nota rafhlaupahjól eitthvað og tæp sex prósent nota þau einu sinni í viku eða oftar. Notkunin er mest í aldurshópnum 18 til 24 ára og virkustu notendurnir eru búsettir í Háaleiti/Bústöðum. 10. febrúar 2021 13:57 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Brynjar hefði verið á leið frá Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, á laugardagskvöldið, á rafskútu er hann datt kylliflatur. Brynjar ræddi slysið í smáatriðum í Bítinu í morgun. „Ég fór á rafskútu, stutta leið en það var komið myrkur, skyggni lélegt,“ sagði Brynjar sem viðurkenndi í samtali við mbl.is í vikunni að hafa verið búinn að fá sér einn til tvo bjóra um kvöldið. Man síðast eftir því að hafa farið yfir ójöfnu „Ég ætla nú að bara, öfugt við marga, taka ábyrgð á þessu sjálfur. Ég ætla ekki að kenna borginni um lélega kanta og ríkinu um eitthvað. Ég bara sit uppi með þessa ábyrgð sjálfur, að fara ekki nógu varlega,“ sagði Brynjar en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Slysið átti sér stað við Kringlumýrarbraut, þar sem Brynjar nágaðist umferðareyju. „Síðasta sem ég man þá fer ég í svona ójöfnu, einhver svona smá hola, bara af því að ég fór ekki nógu varlega.“ Fórstu geyst kannski? „Nei, ég er eiginlega búinn að hægja alveg á mér þarna. Að því að ég er kominn út að gatnamótum, ég er á gatnamótum.“ Og dettur? „Og dettur, Svo man ég ekki meir.“ Fyrr en? Gulli Helga þurfti að aðstoða Brynjar við að reima að viðtali loknu.Vísir „Fyrr en lögregla og sjúkraflutningamenn eru að stumra yfir mér.“ Þá varstu búinn að liggja kaldur í tíu mínútur? „Örugglega svona fimm til tíu mínútur, já.“ Gulli Helga þurfti að reima fyrir hann Brynjar var færður í sjúkrabíll sem flutti hann á Landspítalann til skoðunar. „Upp á spítala, myndaður í bak og fyrir og svo bara sendur heim með verkjalyf. Og er búinn að vera á þeim síðan,“ sagði Brynjar. Brynjar segir andlitið meira og minna hafa orðið fjólublátt en eins og sjá má myndinni hér efst skartar hann myndarlegu glóðurauga. „Það var nú haft á því orði eftir þetta að ég sé nú heldur skýrari í kollinum eftir slysið og líti jafn vel betur út, sagði Brynjar.“ Gerðist á versta tíma enda kosningabaráttan í fullum gangi Það sem háir honum þó mest í kosningabaráttunni, en Brynjar er í þriðja sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, þessa dagana er að í slysinu brákaði hann rifbein, sem hefur ýmis áhrif á daglegar athafnir. Til að mynda þyrfti Gulli Helga útvarpsmaður að aðstoða Brynjar við að koma sér í skó að viðtalinu loknu, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Brynjar segist vanur rafskútunotandi, en slysið mun hafa sínar afleiðingar. „Ég er þaulvanur rafskútumaður. Ég nota þetta mikið en það er búið að banna þetta á mínu heimili núna.“ Hitti Brynjar Níelsson í dag. Stríddi í honum og gaf honum kratarós. Mér til undrunar tók hann við henni og óskaði mér og Samfylkingunni góðs gengis. Varð orðlaus eftir okkar rifrildi í þingsal. Þá sagði hann mér frá byltunni á rafskútunni og 10 mín.roti. Það hlaut að vera..— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) September 21, 2021 Skilaboð einhver til þjóðarinnar? „Skilaboðin eru í fyrsta lagi að vera ekki í þessu í myrkri. Þú sérð nú ekki mikið í myrkri. Og bara að fara eins og maður segir fólki öllu, að fara varlega.“ En þú varst að því? „Ég hef greinilega ekki farið nógu varlega. Þetta er bara eins og í öllu, hvort sem þú ferð á fjöll eða ert í reiðhjólum eða hvað sem er. Þú ert alltaf meira og minna óvarinn. Auðvitað gerast óhapp en við verðum auðvitað að bera ábyrgð á þessu sjálf og bara passa okkur.“ Það er búið að banna þér að fara á svona en ef að þú tækir með þér hjálm, heldurðu að þú fengir leyfi til að fara á þetta aftur. „Mér sýnist bannið vera algjört á mínu heimili,“ sagði Brynjar. Öruggast að vera bara heima „Það er margt hættulegt í lífinu og menn verða bara að bera ábyrgð á sér sjálfir,“ sagði Brynjar. „Ég er ekki að tala um að það eigi að fara að banna þetta eða neitt. Ég er bara að tala um það að það er ekki skynsamlegt að vera á þessu í myrkri eða við erfiðar aðstæður.“ Er það þá bara leigubíll næst? „Jájá, eða bara vera heima hjá sér. Það er auðvitað lang öruggast að vera heima hjá sér. Þá sleppur lifandi út úr þessu svona.“
Sjálfstæðisflokkurinn Samgöngur Samgönguslys Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Bítið Tengdar fréttir Hljóðlát bylting í Reykjavík Hlaupahjólaleigur spretta upp í Reykjavík. Um 1100 rafhlaupahjól verða í boði innan skamms. 15. september 2020 09:00 Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. 22. júní 2021 16:46 Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05 Um fimmti hver Reykvíkingur notar rafhlaupahjól Tæplega nítján prósent Reykvíkinga nota rafhlaupahjól eitthvað og tæp sex prósent nota þau einu sinni í viku eða oftar. Notkunin er mest í aldurshópnum 18 til 24 ára og virkustu notendurnir eru búsettir í Háaleiti/Bústöðum. 10. febrúar 2021 13:57 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Hljóðlát bylting í Reykjavík Hlaupahjólaleigur spretta upp í Reykjavík. Um 1100 rafhlaupahjól verða í boði innan skamms. 15. september 2020 09:00
Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. 22. júní 2021 16:46
Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05
Um fimmti hver Reykvíkingur notar rafhlaupahjól Tæplega nítján prósent Reykvíkinga nota rafhlaupahjól eitthvað og tæp sex prósent nota þau einu sinni í viku eða oftar. Notkunin er mest í aldurshópnum 18 til 24 ára og virkustu notendurnir eru búsettir í Háaleiti/Bústöðum. 10. febrúar 2021 13:57