Nauðsynleg innleiðing hringrásarhagkerfisins Kristín Hermannsdóttir og Ívar Atli Sigurjónsson skrifa 23. september 2021 12:15 Á síðastliðnum árum höfum við sem samfélag áttað okkur á því að við þurfum öll að spýta í lófana þegar það kemur að umhverfismálum. Stórt skref í baráttu okkar við hin neikvæðu umhverfisáhrif er að takmarka úrgangsmyndun. Óþarfa myndun úrgangs verður í okkar daglega lífi sem og innan atvinnulífsins. Augljósasta leiðin til þess að sporna við óþarfa úrgangsmyndun er að nýta allar auðlindir til hins ýtrasta. Hringrásarhagkerfið Flestar auðlindir geta verið endurnýttar, endurunnar, endurnotaðar o.fl. Þó er það allt of algengt að auðlindum sé fargað þrátt fyrir að eiga enn töluverðan líftíma. Til að sporna við þessu þarf viðhorfsbreytingu, fræðslu og aðgerðir í þágu betri nýtingar auðlinda. Aukin nýting allra auðlinda þarf að gerast vani sem samfélagið temur sér. Meðal þeirra aðgerða sem við þurfum að koma til framkvæmda er innleiðing hringrásarhagkerfið hér á Íslandi, bæði innan samfélagsins sem og í atvinnulífinu. Hringrásarhagkerfið er hugmyndafræði sem snýst í megindráttum um að viðhalda verðmæti auðlinda og lágmarka myndun úrgangs. Það er gert með hönnun og framleiðslu sem lengir líftíma vöru með t.d. endurnotkun, viðgerðum og endurvinnslu að notkun lokinni. Sem dæmi um hringrásarhugmyndafræðina má taka verslanir sem selja notuð föt. Þannig er komið í veg fyrir að þau hráefni sem nýtt voru í fötin verði fargað of snemma. Þess í stað finnur fatnaðurinn nýtt heimili og líftími hráefnanna framlengist. Annað dæmi væri sú klassíska endurvinnsla flaska og dósa, sem við könnumst öll við í dag. Með slíkri endurvinnslu er stuðlað að því að auðlindirnar, t.d. ál, endurnýtast í stað þess að enda á haugunum þrátt fyrir augljóst notagildi. Grænn flokkur, grænar lausnir Framsókn vill stuðla að innleiðingu hringrásarhagkerfisins í íslenskt samfélag og atvinnulíf. Í þeirri innleiðingu má engan tíma missa. Auðlindir fara til spillis að óþörfu á degi hverjum, og því fyrr sem brugðist verður við, því fyrr er hægt að hámarka líftíma þeirra. Það er hagkvæmt fyrir umhverfið ásamt því að vera einstaklingum og fyrirtækjum til hagsbóta fjárhagslega séð. Hringrásarhagkerfið felst í nútímalausnum í þágu framtíðarinnar. Framtíðin er græn, eins og við í Framsókn! Kristín situr í 4. sæti á lista Framsóknar í SuðvesturkjördæmiÍvar situr í 5. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Umhverfismál Mest lesið Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum árum höfum við sem samfélag áttað okkur á því að við þurfum öll að spýta í lófana þegar það kemur að umhverfismálum. Stórt skref í baráttu okkar við hin neikvæðu umhverfisáhrif er að takmarka úrgangsmyndun. Óþarfa myndun úrgangs verður í okkar daglega lífi sem og innan atvinnulífsins. Augljósasta leiðin til þess að sporna við óþarfa úrgangsmyndun er að nýta allar auðlindir til hins ýtrasta. Hringrásarhagkerfið Flestar auðlindir geta verið endurnýttar, endurunnar, endurnotaðar o.fl. Þó er það allt of algengt að auðlindum sé fargað þrátt fyrir að eiga enn töluverðan líftíma. Til að sporna við þessu þarf viðhorfsbreytingu, fræðslu og aðgerðir í þágu betri nýtingar auðlinda. Aukin nýting allra auðlinda þarf að gerast vani sem samfélagið temur sér. Meðal þeirra aðgerða sem við þurfum að koma til framkvæmda er innleiðing hringrásarhagkerfið hér á Íslandi, bæði innan samfélagsins sem og í atvinnulífinu. Hringrásarhagkerfið er hugmyndafræði sem snýst í megindráttum um að viðhalda verðmæti auðlinda og lágmarka myndun úrgangs. Það er gert með hönnun og framleiðslu sem lengir líftíma vöru með t.d. endurnotkun, viðgerðum og endurvinnslu að notkun lokinni. Sem dæmi um hringrásarhugmyndafræðina má taka verslanir sem selja notuð föt. Þannig er komið í veg fyrir að þau hráefni sem nýtt voru í fötin verði fargað of snemma. Þess í stað finnur fatnaðurinn nýtt heimili og líftími hráefnanna framlengist. Annað dæmi væri sú klassíska endurvinnsla flaska og dósa, sem við könnumst öll við í dag. Með slíkri endurvinnslu er stuðlað að því að auðlindirnar, t.d. ál, endurnýtast í stað þess að enda á haugunum þrátt fyrir augljóst notagildi. Grænn flokkur, grænar lausnir Framsókn vill stuðla að innleiðingu hringrásarhagkerfisins í íslenskt samfélag og atvinnulíf. Í þeirri innleiðingu má engan tíma missa. Auðlindir fara til spillis að óþörfu á degi hverjum, og því fyrr sem brugðist verður við, því fyrr er hægt að hámarka líftíma þeirra. Það er hagkvæmt fyrir umhverfið ásamt því að vera einstaklingum og fyrirtækjum til hagsbóta fjárhagslega séð. Hringrásarhagkerfið felst í nútímalausnum í þágu framtíðarinnar. Framtíðin er græn, eins og við í Framsókn! Kristín situr í 4. sæti á lista Framsóknar í SuðvesturkjördæmiÍvar situr í 5. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun