Frambjóðandi í hlutastarfi Bára Halldórsdóttir skrifar 23. september 2021 14:15 Eins og margir vita er ég frambjóðandi fyrir Sósíalista í Reykjavík Suður, það hefur þó ekki sést mikið til mín í aðdraganda kosninga og spilar þar mest inn veikindi mín. Ég er öryrki og sjúklingur og get því bara sinnt störfum frambjóðanda í hlutastarfi samhliða mínum sjúkdómi. Margir hafa látið í sér heyra í gegnum þessa kosningabaráttu að fólk eins og ég, fátækir, langveikir, fatlaðir, öryrkjar og eldri borgarar geti ekki sinnt starfi þingmans. Afhverju ætti fulltrúi þessa hópa ekki að vera inn á borði allra helstu nefnda og ráða sem fjalla um málefni þeirra? Best er að hafa að leiðarljósi þessa einföldu setningu; ekkert um okkur án okkar! Í okkar samfélagi er örlítið svigrúm fyrir öryrkja að vinna samhliða bótum. Það svigrúm mætti að sjálfsögðu vera meira og kerfið mætti vera hvetjandi frekar en letjandi. Á Alþingi er t.d. ekki gert ráð fyrir einstaklingum í hlutastarfi,þ.e. einstaklingum sem þurfa meiri stuðning en aðrir. Umhverfi kosninganna, kosningabaráttan, þingseta, varaþingmennska eða aðrir kimar pólitískra starfa gefa ekki kost á hlutastarfi. Kerfið gefur heldur ekki kost á aðstoðinni sem er þörf á, einstaklingar sem þurfa aðstoð frá kerfinu þurfa sífellt að berjast við að fá þá þjónustu sem þeir eru metnir af kerfinu til þess að þurfa. Ef einstaklingur er metinn til þess að þurfa 40 klst á mánuði í stuðning er alls ekki víst að hægt sé að fá allan þann tíma úthlutaðan. Þjónustuþörfin er 40 klst en kerfið hefur ekki mannaflann, peningana eða getuna til að úthluta þessum 40 klst. Þess í stað fær einstaklingurinn einungis hluta af aðstoðinni sem hann þarf samkvæmt mai. Þetta og margt annað spilar inní að fólk eins og ég geta ekki sinnt starfi frambjóðanda nema í hlutastarfi. Sjúkdómurinn minn tekur prósentu frá mér, skortur á stuðningi frá kerfinu tekur prósentu frá mér, biðlistar í heilbrigðiskerfinu taka prósentu frá mér og svona mætti lengi telja. Til þess að ég geti átt möguleikann á að verða frambjóðandi í fullu starfi þarf ég að fá þessar prósentur til baka.Sjúkdómurinn er og verður en bótakerfið, heilbrigðiskerfið og stuðningskerfið gætu fært mér prósentur til baka í líf mitt og hjálpað mér að vera frambjóðandinn sem ég vil vera: Frambjóðandi sem getur verið til jafns við aðra frambjóðendur. Frambjóðandi sem stendur ekki höllum fæti fyrirfram. Frambjóðandi sem hefur jafn mikin möguleika og aðrir til að sinna starfi frambjóðanda og mögulega einhvern tíman starfi þingmanns. Texti skrifaður með aðstoð liðveitanda úr sjúkrarúmi. Höfundur skipar níunda sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Félagsmál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Eins og margir vita er ég frambjóðandi fyrir Sósíalista í Reykjavík Suður, það hefur þó ekki sést mikið til mín í aðdraganda kosninga og spilar þar mest inn veikindi mín. Ég er öryrki og sjúklingur og get því bara sinnt störfum frambjóðanda í hlutastarfi samhliða mínum sjúkdómi. Margir hafa látið í sér heyra í gegnum þessa kosningabaráttu að fólk eins og ég, fátækir, langveikir, fatlaðir, öryrkjar og eldri borgarar geti ekki sinnt starfi þingmans. Afhverju ætti fulltrúi þessa hópa ekki að vera inn á borði allra helstu nefnda og ráða sem fjalla um málefni þeirra? Best er að hafa að leiðarljósi þessa einföldu setningu; ekkert um okkur án okkar! Í okkar samfélagi er örlítið svigrúm fyrir öryrkja að vinna samhliða bótum. Það svigrúm mætti að sjálfsögðu vera meira og kerfið mætti vera hvetjandi frekar en letjandi. Á Alþingi er t.d. ekki gert ráð fyrir einstaklingum í hlutastarfi,þ.e. einstaklingum sem þurfa meiri stuðning en aðrir. Umhverfi kosninganna, kosningabaráttan, þingseta, varaþingmennska eða aðrir kimar pólitískra starfa gefa ekki kost á hlutastarfi. Kerfið gefur heldur ekki kost á aðstoðinni sem er þörf á, einstaklingar sem þurfa aðstoð frá kerfinu þurfa sífellt að berjast við að fá þá þjónustu sem þeir eru metnir af kerfinu til þess að þurfa. Ef einstaklingur er metinn til þess að þurfa 40 klst á mánuði í stuðning er alls ekki víst að hægt sé að fá allan þann tíma úthlutaðan. Þjónustuþörfin er 40 klst en kerfið hefur ekki mannaflann, peningana eða getuna til að úthluta þessum 40 klst. Þess í stað fær einstaklingurinn einungis hluta af aðstoðinni sem hann þarf samkvæmt mai. Þetta og margt annað spilar inní að fólk eins og ég geta ekki sinnt starfi frambjóðanda nema í hlutastarfi. Sjúkdómurinn minn tekur prósentu frá mér, skortur á stuðningi frá kerfinu tekur prósentu frá mér, biðlistar í heilbrigðiskerfinu taka prósentu frá mér og svona mætti lengi telja. Til þess að ég geti átt möguleikann á að verða frambjóðandi í fullu starfi þarf ég að fá þessar prósentur til baka.Sjúkdómurinn er og verður en bótakerfið, heilbrigðiskerfið og stuðningskerfið gætu fært mér prósentur til baka í líf mitt og hjálpað mér að vera frambjóðandinn sem ég vil vera: Frambjóðandi sem getur verið til jafns við aðra frambjóðendur. Frambjóðandi sem stendur ekki höllum fæti fyrirfram. Frambjóðandi sem hefur jafn mikin möguleika og aðrir til að sinna starfi frambjóðanda og mögulega einhvern tíman starfi þingmanns. Texti skrifaður með aðstoð liðveitanda úr sjúkrarúmi. Höfundur skipar níunda sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar