Lausn á vanda heilbrigðiskerfis Eggert Eyjólfsson skrifar 23. september 2021 20:01 1. Tryggja að fólk vilji vinna í heilbrigðiskerfinu. Til þess þarf að semja við starfsfólkið. Þar má helst nefna hjúkrunarfræðinga og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk (sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga og líklega ótal fleiri). Þetta kostar peninga. 2. Skapa ásættanlegt vinnuumhverfi. Að vera á fullu, alltaf, alla daga er ekki vænlegt til árangurs eða ánægju. Það þarf fleiri rúm, það þarf sveigjanleika. Virkja þá innviði sem þegar eru til staðar. Fullbúin sjúkrahús á Selfossi, Keflavík, Akranesi, Ísafirði, Akureyri og Neskaupsstað geta, ef fjármagn og vilji er fyrir hendi tekið að sér fleiri verkefni. Opna á fjölbreyttari rekstrarform en nú er í heilbrigðisþjónustu. Pólitískar kreddur um endaulasan opinberan rekstur eru í besta falli mjög gamaldags og ó-norræn nálgun, en í versta falli hættuleg kerfinu. 3. Alvöru stefnumörkun og eftirfylgni. Heilbrigðisstefna til 2030 er ekki stefna. Það er meira eins og óskalisti, en ekki aðgerðarplan sem á að fara eftir. Heilbrigðiskerfið vantar sárlega stjórnun. Tilfinningin er sú að þar ráði enginn, en að stjórnendur séu mýmargir. Það þarf að skipa sjálfstæða stjórn yfir Landspítalanum, sem heyrir undir ráðherra. Það þarf að skipa stjórn yfir minni sjúkrahúsunum, til að samhæfa rekstur og fylgja eftir heildarstefnu um framkvæmd heilbrigðisþjónustu á landinu. Til þess að hægt sé að stjórna, þarf stefnu til að fara eftir. Henni þarf líka að fylgja fjármagn. Lykilatriðið er svo að framkvæmdum verkum fylgi fjármagn, en það er öllum algerlega augljóst að rekstur heilbrigðiskerfis á föstum fjárlögum er ekki mögulegur. 4. Stjórnun og ábyrgð Það þarf einhver að ráða. Það þarf einhver að taka ákvörðun. Það verða ekki allir ánægðir, alltaf. Stundum þarf að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir. Til þess þarf stjórnir sem eru hæfar til verksins. Að lokum Kröfur til gæða og árangurs í heilbrigðisþjónustu hafa vaxið mikið undanfarin ár. Það eru gerðar kröfur um gæðaeftirlit, árangur og framleiðni í þjónustunni sem og kröfur um kennslu heilbrigðisstétta og vísindarannsóknir. Þetta kostar peninga og tíma. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þessir hornsteinar þjónustunnar séu aftar á merinni en aðrir. Það þarf fólk til að sinna þessu, þessu fólki verður að umbuna og það þarf starfsaðstöðu, eins og aðrir starfsmenn. Heilbrigðiskerfið á Íslandi var einu sinni gott. Þar var fólk stolt af sinni vinnu og sínum vinnustöðum. Þar voru margar tiltölulega smáar einingar sem skiluðu sínu. Síðan hafa liðið mörg ár, kröfurnar eru aðrar og umhverfið gjörbreytt. Sífelldar kröfur um hagræðingu, spretthlaup og heljarstökk hafa tekið sinn toll. Fólk er langþreytt. Til að draga heilbrigðiskerfið upp úr þeim forarpytti sem það er pikkfast í þarf að gera eitthvað. Það þarf nýja nálgun, ábyrga stjórnun og nægt fjármagn til að koma breytingum til leiða. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
1. Tryggja að fólk vilji vinna í heilbrigðiskerfinu. Til þess þarf að semja við starfsfólkið. Þar má helst nefna hjúkrunarfræðinga og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk (sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga og líklega ótal fleiri). Þetta kostar peninga. 2. Skapa ásættanlegt vinnuumhverfi. Að vera á fullu, alltaf, alla daga er ekki vænlegt til árangurs eða ánægju. Það þarf fleiri rúm, það þarf sveigjanleika. Virkja þá innviði sem þegar eru til staðar. Fullbúin sjúkrahús á Selfossi, Keflavík, Akranesi, Ísafirði, Akureyri og Neskaupsstað geta, ef fjármagn og vilji er fyrir hendi tekið að sér fleiri verkefni. Opna á fjölbreyttari rekstrarform en nú er í heilbrigðisþjónustu. Pólitískar kreddur um endaulasan opinberan rekstur eru í besta falli mjög gamaldags og ó-norræn nálgun, en í versta falli hættuleg kerfinu. 3. Alvöru stefnumörkun og eftirfylgni. Heilbrigðisstefna til 2030 er ekki stefna. Það er meira eins og óskalisti, en ekki aðgerðarplan sem á að fara eftir. Heilbrigðiskerfið vantar sárlega stjórnun. Tilfinningin er sú að þar ráði enginn, en að stjórnendur séu mýmargir. Það þarf að skipa sjálfstæða stjórn yfir Landspítalanum, sem heyrir undir ráðherra. Það þarf að skipa stjórn yfir minni sjúkrahúsunum, til að samhæfa rekstur og fylgja eftir heildarstefnu um framkvæmd heilbrigðisþjónustu á landinu. Til þess að hægt sé að stjórna, þarf stefnu til að fara eftir. Henni þarf líka að fylgja fjármagn. Lykilatriðið er svo að framkvæmdum verkum fylgi fjármagn, en það er öllum algerlega augljóst að rekstur heilbrigðiskerfis á föstum fjárlögum er ekki mögulegur. 4. Stjórnun og ábyrgð Það þarf einhver að ráða. Það þarf einhver að taka ákvörðun. Það verða ekki allir ánægðir, alltaf. Stundum þarf að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir. Til þess þarf stjórnir sem eru hæfar til verksins. Að lokum Kröfur til gæða og árangurs í heilbrigðisþjónustu hafa vaxið mikið undanfarin ár. Það eru gerðar kröfur um gæðaeftirlit, árangur og framleiðni í þjónustunni sem og kröfur um kennslu heilbrigðisstétta og vísindarannsóknir. Þetta kostar peninga og tíma. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þessir hornsteinar þjónustunnar séu aftar á merinni en aðrir. Það þarf fólk til að sinna þessu, þessu fólki verður að umbuna og það þarf starfsaðstöðu, eins og aðrir starfsmenn. Heilbrigðiskerfið á Íslandi var einu sinni gott. Þar var fólk stolt af sinni vinnu og sínum vinnustöðum. Þar voru margar tiltölulega smáar einingar sem skiluðu sínu. Síðan hafa liðið mörg ár, kröfurnar eru aðrar og umhverfið gjörbreytt. Sífelldar kröfur um hagræðingu, spretthlaup og heljarstökk hafa tekið sinn toll. Fólk er langþreytt. Til að draga heilbrigðiskerfið upp úr þeim forarpytti sem það er pikkfast í þarf að gera eitthvað. Það þarf nýja nálgun, ábyrga stjórnun og nægt fjármagn til að koma breytingum til leiða. Höfundur er læknir.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun