Blekkingarleikur Viðreisnar í gjaldmiðlamálum Birgir Ármannsson skrifar 23. september 2021 21:31 Helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum um þessar mundir er að festa gengi krónunnar við evru og gera samning við ESB um gagnkvæmar varnir í gengismálum. Hafa frambjóðendur flokksins kastað þessu fram ítrekað sem sérstöku markmiði, sem þeir af einhverjum ástæðum aðskilja frá mikilvægasta stefnumáli sínu, inngöngu í ESB. Margir hafa gagnrýnt þessar hugmyndir og talið þær óskynsamlegar frá efnahagslegu sjónarmiði og má síðast vitna til ummæla Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra frá því í síðustu viku, sem Viðskiptablaðið hefur greint frá. Ísland gæti vissulega tekið upp evru einhliða, á grundvelli einhvers konar fastgengisstefnu. Það kynni að hafa einhverja kosti í för með sér en ókostirnir og áhættuþættirnir blasa líka við. Ef fastgengisstefna á okkar eigin forsendum væri valin, þá væri að auki óskynsamlegt að mínu mati að miða bara við evruna, enda eru aðrir gjaldmiðlar eins Bandaríkjadalur og sterlingspund líka afar mikilvægir viðskiptagjaldmiðlar okkar. Ekki síst dalurinn. En hvað um það. Viðreisnarfólk gerir sér sennilega grein fyrir því að fastgengisstefna og einhliða tenging við evru er ekki raunhæfur kostur vegna áhættunnar og hefur því teflt fram hugmynd um að semja eigi við Evrópusambandið um gagnkvæmt samstarf og varnir að þessu leyti. En er gagnkvæmt samstarf um tengingu krónu við evru yfirhöfuð mögulegt? Reglur Evrópusambandsins eru tiltölulega skýrar í þessum efnum. Og eiga að vera öllum ljósar eftir allt hið mislukkaða samningaferli áranna 2009 til 2013. Tenging við evru, varin af samningi við Seðlabanka Evrópu (ECB), kemur til eftir að ríki hefur fengið aðild að ESB, ekki fyrr. Að tilteknum skilyrðum uppfylltum getur nýtt aðildarríki fengið aðild að svokölluðu ERM II samstarfi, sem felur í sér tengingu landsgjaldmiðils við evruna með vikmörkum og samstarf seðlabankanna. Ekkert í reglum ESB kveður á um að ríki utan sambandsins geti gengið inn í samstarf af þessu tagi. Það þarf með öðrum fyrst að sækja um aðild, ljúka aðildarviðræðum og uppfylla frekari efnahagsleg skilyrði áður en þessi leið getur komið til. Um þetta er nokkuð fjallað í Kjarnanum, en staðreyndavakt þess fjölmiðils sýnir fram á hversu langsótt hugmynd Viðreisnar er. Viðreisn hefur vísað til samkomulags Dana við ESB að þessu leyti og sagt að þar væri fyrirmyndin sem við ættum að líta til. Þetta byggir á afar veikum grunni. Danir, sem þegar voru aðilar að ESB, fengu sérstaka undanþágu frá því að taka upp evruna á tíunda áratug síðustu aldar. Í staðinn var samið um núverandi fyrirkomulag tengingar dönsku krónunnar við evru. Sú staða er gerólík stöðu okkar í dag. Ekkert bendir til að ríki utan sambandsins eigi kost á að gera slíka samninga. Þau þrjú ríki sem nú eiga aðild að ERM II samstarfinu eru löngu orðin aðildarríki ESB. Ekki hefur einu sinni neitt komið fram, sem bendir til þess að umsóknarríki eigi þá möguleika. Hafi Viðreisn einhverjar upplýsingar um að slíkir möguleikar séu fyrir hendi þá væri eðlilegt að það kæmi fram. Það væri óskiljanlegt og fullkomlega óforsvaranlegt að halda slíkum upplýsingum leyndum. Mér virðist þess vegna að þetta helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum sé byggt á draumum og vonum en ekki staðreyndum. Að minnsta kosti byggir þetta útspil ekki á neinu sem hönd á festir. Öll loforð til almennings um stöðugleika, lægri vexti og betri lífskjör, sem byggja alfarið á þessari forsendu, eru þannig innantóm. Í besta falli óskhyggja. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Birgir Ármannsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum um þessar mundir er að festa gengi krónunnar við evru og gera samning við ESB um gagnkvæmar varnir í gengismálum. Hafa frambjóðendur flokksins kastað þessu fram ítrekað sem sérstöku markmiði, sem þeir af einhverjum ástæðum aðskilja frá mikilvægasta stefnumáli sínu, inngöngu í ESB. Margir hafa gagnrýnt þessar hugmyndir og talið þær óskynsamlegar frá efnahagslegu sjónarmiði og má síðast vitna til ummæla Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra frá því í síðustu viku, sem Viðskiptablaðið hefur greint frá. Ísland gæti vissulega tekið upp evru einhliða, á grundvelli einhvers konar fastgengisstefnu. Það kynni að hafa einhverja kosti í för með sér en ókostirnir og áhættuþættirnir blasa líka við. Ef fastgengisstefna á okkar eigin forsendum væri valin, þá væri að auki óskynsamlegt að mínu mati að miða bara við evruna, enda eru aðrir gjaldmiðlar eins Bandaríkjadalur og sterlingspund líka afar mikilvægir viðskiptagjaldmiðlar okkar. Ekki síst dalurinn. En hvað um það. Viðreisnarfólk gerir sér sennilega grein fyrir því að fastgengisstefna og einhliða tenging við evru er ekki raunhæfur kostur vegna áhættunnar og hefur því teflt fram hugmynd um að semja eigi við Evrópusambandið um gagnkvæmt samstarf og varnir að þessu leyti. En er gagnkvæmt samstarf um tengingu krónu við evru yfirhöfuð mögulegt? Reglur Evrópusambandsins eru tiltölulega skýrar í þessum efnum. Og eiga að vera öllum ljósar eftir allt hið mislukkaða samningaferli áranna 2009 til 2013. Tenging við evru, varin af samningi við Seðlabanka Evrópu (ECB), kemur til eftir að ríki hefur fengið aðild að ESB, ekki fyrr. Að tilteknum skilyrðum uppfylltum getur nýtt aðildarríki fengið aðild að svokölluðu ERM II samstarfi, sem felur í sér tengingu landsgjaldmiðils við evruna með vikmörkum og samstarf seðlabankanna. Ekkert í reglum ESB kveður á um að ríki utan sambandsins geti gengið inn í samstarf af þessu tagi. Það þarf með öðrum fyrst að sækja um aðild, ljúka aðildarviðræðum og uppfylla frekari efnahagsleg skilyrði áður en þessi leið getur komið til. Um þetta er nokkuð fjallað í Kjarnanum, en staðreyndavakt þess fjölmiðils sýnir fram á hversu langsótt hugmynd Viðreisnar er. Viðreisn hefur vísað til samkomulags Dana við ESB að þessu leyti og sagt að þar væri fyrirmyndin sem við ættum að líta til. Þetta byggir á afar veikum grunni. Danir, sem þegar voru aðilar að ESB, fengu sérstaka undanþágu frá því að taka upp evruna á tíunda áratug síðustu aldar. Í staðinn var samið um núverandi fyrirkomulag tengingar dönsku krónunnar við evru. Sú staða er gerólík stöðu okkar í dag. Ekkert bendir til að ríki utan sambandsins eigi kost á að gera slíka samninga. Þau þrjú ríki sem nú eiga aðild að ERM II samstarfinu eru löngu orðin aðildarríki ESB. Ekki hefur einu sinni neitt komið fram, sem bendir til þess að umsóknarríki eigi þá möguleika. Hafi Viðreisn einhverjar upplýsingar um að slíkir möguleikar séu fyrir hendi þá væri eðlilegt að það kæmi fram. Það væri óskiljanlegt og fullkomlega óforsvaranlegt að halda slíkum upplýsingum leyndum. Mér virðist þess vegna að þetta helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum sé byggt á draumum og vonum en ekki staðreyndum. Að minnsta kosti byggir þetta útspil ekki á neinu sem hönd á festir. Öll loforð til almennings um stöðugleika, lægri vexti og betri lífskjör, sem byggja alfarið á þessari forsendu, eru þannig innantóm. Í besta falli óskhyggja. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun