Rooney fullvissar stuðningsmenn Derby um að hann sé ekki á förum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. september 2021 07:01 Derby County v Stoke City - Sky Bet Championship - Pride Park Derby County manager Wayne Rooney on the touchline during the Sky Bet Championship match at the Pride Park, Derby. Picture date: Saturday September 18, 2021. (Photo by Barrington Coombs/PA Images via Getty Images) Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Derby County, segist ætla að berjast fyrir félagið og að hann myndi ekki skilja starfsfólkið eftir í skítnum eftir að B-deildarliðið fór í greiðslustöðvun. Í gær var greint frá því að félagið hefði verið sett í greiðslustöðvun og að tólf stig hafi verið dregin af liðinu. Derby situr því á botni ensku B-deildarinnar með tvö stig í mínus. Rooney var spurður í dag hvort að hann hefði tekið við félaginu ef hann hefði vitað af fjárhagsvandræðum þess. „Ég efast um það,“ sagði Rooney. „En ég mun berjast fyrir félagið, ég myndi ekki skilja starfsfólkið eftir í skítnum,“ bætti hann svo við. Þessi fyrrum sóknarmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir það vanvirðingu að hann hafi þurft að frétta af því að félagið væri á leið í greiðslustöðvun í sjónvarpinu, frekar en að Mel Morris, eigandi þess, hafi sagt honum það í persónu. „Ég hef ekki talað við hann síðan 9. ágúst. Ég hringdi í hann úr síma liðslæknisins og þá svaraði hann. Augljóslega svarar hann lækninum, en ekki þjálfaranum, af einhverri ástæðu.“ Vongóðir um að leysa málin Stjórnarformenn fyrirtækisins Quantuma, Andrew Hosking, Carl Jackson og Andrew Andronikou, vinna nú í því að leita fjármagns fyrir Derby til styttri tíma. Þeir hafa staðfest það að klúbburinn skuldi tugi milljóna punda. En þeir eru þó bjartsýnir á það að málin muni leysast fyrir Derby. „Ég sé þetta þannig að það eru 95% líkur á því að þetta muni leysast á komandi mánuðum,“ sagði Hosking í samtali við BBC. Derby mætir Sheffield United í ensku 1. deildinni á morgun, en þeir sitja í 14. sæti með níu stig eftir átta leiki. Eins og áður segir er Derby á botni deildarinnar með tvö stig í mínus. Ef ekki væri búið að taka stig af Derby væru þeir þrem sætum fyrir ofan Sheffield, með einu stigi meira. Enski boltinn Tengdar fréttir Ætlar sér að hjálpa því starfsfólki sem missir vinnuna Wayne Rooney, þjálfari Derby County í ensku B-deildinni , segist ætla að gera það sem í hans valdi stendur til að hjálpa starfsfólki félagsins sem mun missa starfið á næstu dögum. 19. september 2021 12:01 Tólf stig verða tekin af Derby vegna fjárhagsvandræða Tólf stig verða dregin af enska knattspyrnufélaginu Derby County ef félagið finnur ekki nýja eigendur á næstu dögum. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn og félagið er í miklum fjárhagsvandræðum. 18. september 2021 08:00 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
Í gær var greint frá því að félagið hefði verið sett í greiðslustöðvun og að tólf stig hafi verið dregin af liðinu. Derby situr því á botni ensku B-deildarinnar með tvö stig í mínus. Rooney var spurður í dag hvort að hann hefði tekið við félaginu ef hann hefði vitað af fjárhagsvandræðum þess. „Ég efast um það,“ sagði Rooney. „En ég mun berjast fyrir félagið, ég myndi ekki skilja starfsfólkið eftir í skítnum,“ bætti hann svo við. Þessi fyrrum sóknarmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir það vanvirðingu að hann hafi þurft að frétta af því að félagið væri á leið í greiðslustöðvun í sjónvarpinu, frekar en að Mel Morris, eigandi þess, hafi sagt honum það í persónu. „Ég hef ekki talað við hann síðan 9. ágúst. Ég hringdi í hann úr síma liðslæknisins og þá svaraði hann. Augljóslega svarar hann lækninum, en ekki þjálfaranum, af einhverri ástæðu.“ Vongóðir um að leysa málin Stjórnarformenn fyrirtækisins Quantuma, Andrew Hosking, Carl Jackson og Andrew Andronikou, vinna nú í því að leita fjármagns fyrir Derby til styttri tíma. Þeir hafa staðfest það að klúbburinn skuldi tugi milljóna punda. En þeir eru þó bjartsýnir á það að málin muni leysast fyrir Derby. „Ég sé þetta þannig að það eru 95% líkur á því að þetta muni leysast á komandi mánuðum,“ sagði Hosking í samtali við BBC. Derby mætir Sheffield United í ensku 1. deildinni á morgun, en þeir sitja í 14. sæti með níu stig eftir átta leiki. Eins og áður segir er Derby á botni deildarinnar með tvö stig í mínus. Ef ekki væri búið að taka stig af Derby væru þeir þrem sætum fyrir ofan Sheffield, með einu stigi meira.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ætlar sér að hjálpa því starfsfólki sem missir vinnuna Wayne Rooney, þjálfari Derby County í ensku B-deildinni , segist ætla að gera það sem í hans valdi stendur til að hjálpa starfsfólki félagsins sem mun missa starfið á næstu dögum. 19. september 2021 12:01 Tólf stig verða tekin af Derby vegna fjárhagsvandræða Tólf stig verða dregin af enska knattspyrnufélaginu Derby County ef félagið finnur ekki nýja eigendur á næstu dögum. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn og félagið er í miklum fjárhagsvandræðum. 18. september 2021 08:00 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
Ætlar sér að hjálpa því starfsfólki sem missir vinnuna Wayne Rooney, þjálfari Derby County í ensku B-deildinni , segist ætla að gera það sem í hans valdi stendur til að hjálpa starfsfólki félagsins sem mun missa starfið á næstu dögum. 19. september 2021 12:01
Tólf stig verða tekin af Derby vegna fjárhagsvandræða Tólf stig verða dregin af enska knattspyrnufélaginu Derby County ef félagið finnur ekki nýja eigendur á næstu dögum. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn og félagið er í miklum fjárhagsvandræðum. 18. september 2021 08:00