Slakt ár hjá Katrínu Tönju kallar á sérstaka greiningu frá Morning Chalk Up Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2021 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur verið við æfingar á Íslandi undanfarið. Instagram/@katrintanja Íslenska CrossFit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur sýnt ótrúlegan stöðugleika í sinni íþrótt undanfarin ár og þó hún hafi ekki bætt við fleiri heimsmeistaratitlum frá 2016 þá hefur hún alltaf verið í toppbaráttunni á heimsleikunum eða þar til í ár. Einn fremsti CrossFit miðillinn, Morning Chalk Up, þótti slakur árangur hjá Katrínu, einni af þeim stærstu í íþróttagreininni, ástæða fyrir frekari greiningu. Það má finna hana á vefsíðu Morning Chalk Up. Katrín Tanja náði aðeins tíunda sæti á heimsleikunum í ár eftir að hafa unnið silfurverðlaun árið á undan. Margir bjuggust við meiru af henni og hún sjálf örugglega líka. Katrín náði að vinan sig inn á topp tíu í síðustu fjórum greinunum en endaði fimmtán stigum á eftir níunda sætinu og 178 stigum á eftir Anníe Mist Þórisdóttur sem tók bronsið. Nýr æfingafélagi Katrínar, Amanda Barnhart, var í næsta sæti á undan henni. Þrjár ungar CrossFit konur, Haley Adams, Gabriela Migala og Mallory O´Brien voru allar á undan okkar konu sem sýnir líka að samkeppnin er alltaf að aukast meðal þeirra allra bestu. O´Brien er 17 ára, Adams tvítug og Migala 22 ára. Katrín varð heimsmeistari 2015 og 2016 og hafði síðan alltaf verið meðal fimm efstu á heimsleikunum. Það þarf því að fara alla leið aftur til ársins 2014 til að finna slakari frammistöðu hjá henni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tommy Marquez á Morning Chalk Up fór þarna yfir frammistöðu Katrínu Tönju og greindi hvað orsakaði það að hún náði bara tíunda sætinu í ár. Greining Tommy er fyrir innan áskriftarvegginn á Morning Chalk Up síðunni. Tommy fer meðal annars yfir það hvernig bakmeiðslin hafa verið að trufla okkar konu en hann er sannfærður um að sleðahundurinn (sleddog) eins og Katrín er kölluð eigi eftir að afreka ýmislegt ennþá í CrossFit íþróttinni. Hún er enn bara 28 ára gömul og fyrirmyndin hennar Anníe Mist er þremur árum eldri og komst á verðlaunapall í ár. Katrín Tanja hlóð batteríin á Hawaii-eyjum og hefur síðan verið við æfingar á Íslandi síðustu vikur. Fram undan er síðan fyrsta mótið eftir heimsleikana en hún mun keppa á Rogue Invitational í lok október. Það eru því ekki bara Tommy Marquez sem bíða spennt eftir að sjá hvort árið 2021 sé það sem koma skal hjá Katrínu eða hvort að það var árið sem sker sig úr. CrossFit Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Einn fremsti CrossFit miðillinn, Morning Chalk Up, þótti slakur árangur hjá Katrínu, einni af þeim stærstu í íþróttagreininni, ástæða fyrir frekari greiningu. Það má finna hana á vefsíðu Morning Chalk Up. Katrín Tanja náði aðeins tíunda sæti á heimsleikunum í ár eftir að hafa unnið silfurverðlaun árið á undan. Margir bjuggust við meiru af henni og hún sjálf örugglega líka. Katrín náði að vinan sig inn á topp tíu í síðustu fjórum greinunum en endaði fimmtán stigum á eftir níunda sætinu og 178 stigum á eftir Anníe Mist Þórisdóttur sem tók bronsið. Nýr æfingafélagi Katrínar, Amanda Barnhart, var í næsta sæti á undan henni. Þrjár ungar CrossFit konur, Haley Adams, Gabriela Migala og Mallory O´Brien voru allar á undan okkar konu sem sýnir líka að samkeppnin er alltaf að aukast meðal þeirra allra bestu. O´Brien er 17 ára, Adams tvítug og Migala 22 ára. Katrín varð heimsmeistari 2015 og 2016 og hafði síðan alltaf verið meðal fimm efstu á heimsleikunum. Það þarf því að fara alla leið aftur til ársins 2014 til að finna slakari frammistöðu hjá henni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tommy Marquez á Morning Chalk Up fór þarna yfir frammistöðu Katrínu Tönju og greindi hvað orsakaði það að hún náði bara tíunda sætinu í ár. Greining Tommy er fyrir innan áskriftarvegginn á Morning Chalk Up síðunni. Tommy fer meðal annars yfir það hvernig bakmeiðslin hafa verið að trufla okkar konu en hann er sannfærður um að sleðahundurinn (sleddog) eins og Katrín er kölluð eigi eftir að afreka ýmislegt ennþá í CrossFit íþróttinni. Hún er enn bara 28 ára gömul og fyrirmyndin hennar Anníe Mist er þremur árum eldri og komst á verðlaunapall í ár. Katrín Tanja hlóð batteríin á Hawaii-eyjum og hefur síðan verið við æfingar á Íslandi síðustu vikur. Fram undan er síðan fyrsta mótið eftir heimsleikana en hún mun keppa á Rogue Invitational í lok október. Það eru því ekki bara Tommy Marquez sem bíða spennt eftir að sjá hvort árið 2021 sé það sem koma skal hjá Katrínu eða hvort að það var árið sem sker sig úr.
CrossFit Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira