Öflug heilbrigðisþjónusta á Vestfjörðum Svandís Svavarsdóttir skrifar 24. september 2021 12:31 Í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða bjuggu árið 2020 6265 manns. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST) sinnir heilbrigðisþjónustu í umdæminu, en fjármagn til stofnunarinnar hefur á kjörtímabilinu, þ.e. árunum 2017-2021, aukist um 6,9% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Snjóflóð á svæðinu og Covid-19 faraldurinn sýndu fram á mikilvægi þess að vera með öfluga og fjölbreytta þjónustu í heimabyggð, en þjónustan hefur verið styrkt á ýmsa vegu á kjörtímabilinu. Öflug heilbrigðisstofnun Sjúkrahúsið á Ísafirði, sem heyrir undir HVEST, þjónar íbúum Vestfjarða og veitir íbúum fjórðungsins, gestum, ferðafólki og sjófarendum á Vestfjarðamiðum bráðaþjónustu. Heilsugæslustöðin á Ísafirði veitir almenna heilsugæsluþjónustu fyrir íbúa í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavíkurhreppi og heilsugæslustöðin á Patreksfirði veitir almenna þjónustu fyrir íbúa í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Áhersla hefur verið lögð á að nýta Dýrafjarðargöng til að tengja þjónustusvæði HVEST meira saman innbyrðis en nú ferðast heilbrigðisstarfsfólk og sjúklingar á milli til að nýta betur þá þjónustu sem í boði er og efla samvinnu. Framkvæmdir Nú er unnið að stækkun á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði, en um er að ræða 10 rýma viðbyggingu við núverandi húsnæði. Í undirbúningi er einnig hönnunarsamkeppni um endurbætur á húsnæði stofnunarinnar á Patreksfirði en þar á að færa hjúkrunarrýmin í það horf að þau standist nútímakröfur. Geðheilbrigðisþjónusta Á kjörtímabilinu hefur verið sett á fót geðheilsuteymi í heilbrigðisumdæminu, auk þess sem HVEST hefur starfrækt barna- og unglingageðteymi í samstarfi við sveitarfélög og Landspítala. Sálfræðingar eru starfandi við stofnunina í hlutastarfi og fjarvinnu. Tækjakaup Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 en á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnana tæpum 1,3 milljarði samtals. Þessi aukning á fjármagni hefur gert það að verkum að á HVEST hafa verið keypt tvö ný röntgentæki, þ.a. á Ísafirði og Patreksfirði, auk þess sem nú er undirbúningur hafinn að kaupum á tölvusneiðmyndatækjum. Fjarheilbrigðisþjónusta Í þessu samhengi má nefna verkefni á Byggðaáætlun til eflingar fjarheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni sem hlutu stuðning á kjörtímabilinu, en meðal þeirra er samstarfsverkefni geðþjónustu Landspítala og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Heilbrigðisþjónustan í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða hefur verið styrkt umtalsvert á kjörtímabilinu. Starfsemi hefur verið efld með auknum fjárframlögum svo mögulegt hefur verið að efla þjónustu sem fyrir var, auk þess sem fjármagn hefur runnið til tækjakaupa og framkvæmda. Við þurfum að halda áfram að efla heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni enn frekar á næsta kjörtímabili, öllum landsmönnum til heilla. Höfundur er heilbrigðisráðherra og skipar 1. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Vinstri græn Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða bjuggu árið 2020 6265 manns. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST) sinnir heilbrigðisþjónustu í umdæminu, en fjármagn til stofnunarinnar hefur á kjörtímabilinu, þ.e. árunum 2017-2021, aukist um 6,9% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Snjóflóð á svæðinu og Covid-19 faraldurinn sýndu fram á mikilvægi þess að vera með öfluga og fjölbreytta þjónustu í heimabyggð, en þjónustan hefur verið styrkt á ýmsa vegu á kjörtímabilinu. Öflug heilbrigðisstofnun Sjúkrahúsið á Ísafirði, sem heyrir undir HVEST, þjónar íbúum Vestfjarða og veitir íbúum fjórðungsins, gestum, ferðafólki og sjófarendum á Vestfjarðamiðum bráðaþjónustu. Heilsugæslustöðin á Ísafirði veitir almenna heilsugæsluþjónustu fyrir íbúa í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavíkurhreppi og heilsugæslustöðin á Patreksfirði veitir almenna þjónustu fyrir íbúa í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Áhersla hefur verið lögð á að nýta Dýrafjarðargöng til að tengja þjónustusvæði HVEST meira saman innbyrðis en nú ferðast heilbrigðisstarfsfólk og sjúklingar á milli til að nýta betur þá þjónustu sem í boði er og efla samvinnu. Framkvæmdir Nú er unnið að stækkun á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði, en um er að ræða 10 rýma viðbyggingu við núverandi húsnæði. Í undirbúningi er einnig hönnunarsamkeppni um endurbætur á húsnæði stofnunarinnar á Patreksfirði en þar á að færa hjúkrunarrýmin í það horf að þau standist nútímakröfur. Geðheilbrigðisþjónusta Á kjörtímabilinu hefur verið sett á fót geðheilsuteymi í heilbrigðisumdæminu, auk þess sem HVEST hefur starfrækt barna- og unglingageðteymi í samstarfi við sveitarfélög og Landspítala. Sálfræðingar eru starfandi við stofnunina í hlutastarfi og fjarvinnu. Tækjakaup Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 en á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnana tæpum 1,3 milljarði samtals. Þessi aukning á fjármagni hefur gert það að verkum að á HVEST hafa verið keypt tvö ný röntgentæki, þ.a. á Ísafirði og Patreksfirði, auk þess sem nú er undirbúningur hafinn að kaupum á tölvusneiðmyndatækjum. Fjarheilbrigðisþjónusta Í þessu samhengi má nefna verkefni á Byggðaáætlun til eflingar fjarheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni sem hlutu stuðning á kjörtímabilinu, en meðal þeirra er samstarfsverkefni geðþjónustu Landspítala og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Heilbrigðisþjónustan í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða hefur verið styrkt umtalsvert á kjörtímabilinu. Starfsemi hefur verið efld með auknum fjárframlögum svo mögulegt hefur verið að efla þjónustu sem fyrir var, auk þess sem fjármagn hefur runnið til tækjakaupa og framkvæmda. Við þurfum að halda áfram að efla heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni enn frekar á næsta kjörtímabili, öllum landsmönnum til heilla. Höfundur er heilbrigðisráðherra og skipar 1. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar