Spilaborgir félagsmálaráðherra Þorsteinn Sæmundsson skrifar 24. september 2021 14:00 Félagsmálaráðherra lagði fram frumvarp um s.k. hlutdeildarlán á síðasta þingi og fékk samþykkt. Lögin sem samþykkt voru ná grátlega stutt og eru meiri umbúðir en innihald. Til samanburðar má nefna tillögur Miðflokksins nú fyrir kosningar sem ná miklu lengra og koma mun fleirum til góða. Skilyrðin sem sett eru fyrir láni skv. lögum ráðherrans eru þannig að Höfuðborgarsvæðið er að mestu úr leik þar sem íbúðir sem uppfylla verðskilyrði eru varla til á svæðinu og ekkert útlit fyrir að úr rætist í fyrirsjáanlegri framtíð þökk sé einnig borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík sem býður ekki upp á lóðir sem henta. Ungt fólk sem á að hafa hag af nýsettum lögum er því þvingað til að leita sér að húsnæði í allnokkurri fjarlægð frá Höfuðborgarsvæðinu s.s. í Árborg Þorlákshöfn á Suðurnesjum og á Akranesi með mikilli virðingu fyrir þeim góðu sveitarfélögum. Ráðherrann ákvað sem sagt að í áðurnefndum sveitarfélögum megi einnig kaupa notaðar íbúðir með hlutdeildarlánum en það er ekki heimilt á Höfuðborgarsvæðinu. Þeir fjármunir sem eyrnamerktir eru úrræðinu eru einnig alls ófullnægjandi því þörfin er brýn. Benda má á að í nýgerðri vandaðri könnun kemur fram að fjöldi fólks á miðjum aldri er nú á leigumarkaðnum og á ekki möguleika á að kaupa eigið húsnæði. Þar er hópurinn sem Íbúðalánasjóður hirti eignir af á smánarverði. Það er ekki að ástæðulausu, sem félagsmálaráðherra fór í blóra að við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð að dómi yfirlögfræðings Alþingis þegar hann reyndi að leyna upplýsingum um sölu þeirra rúmlega fjögur þúsund eigna sem hafðar voru af fólki og sendi tíu þúsund manns á götuna. Ráðherrann dró í rúmt ár að svara fyrirpurnum þar um. Sú saga er ekki enn fullsögð en greinarhöfundur mun ekki una sér hvíldar þar til hverjum steini hefur verið velt til að komast að hinu sanna og tryggja fórnarlömbum sjóðsins lúkningu. Svokölluð uppbygging félagsmálaráðherra á búsetuúrræðum fyrir þá sem höllum fæti standa tekur á sig ýmsar myndir. Þar má nefna til sögunnar leiguíbúðir sem reistar eru með aðkomu sveitarfélaga víða um land. Sveitarfélögin hafa uppfært skipulag sitt og útvegað lóðir til verkefnisins og lagt í ýmsan kostnað svo það megi verða að veruleika. Á seinni stigum hefur svo komið í ljós gamalkunnugt stef. Sveitarfélögunum hafa verið skaffaðir meðeigendur sem líkt og áður við sölu íbúða Íbúðalánasjóðs eru ,,óhagnaðardrifin“ fyrirtæki sem virðast rekin á góðmennsku einni saman. Dæmi um þetta er sveitarfélagið Dalabyggð hvar ráðherra félagsmála hefur skilið eftir allmörg spor í ýmsum rekstri með rislitlum árangri og horfir nú að sagt er til nýtingar vindorku. „Óhagnaðardrifnu“ fyrirtækin sem tóku þátt í Íbúðalánasjóðsveislunni skiluðu lánsfénu sem þau fengu hjá sjóðnum þegar í ljós kom öllum að óvörum að þau högnuðust á veislunni. Nú er að sjá hversu lengi viðskiptafélagar sveitarfélaganna verða „óhagnaðardrifnir.“ Allir ættu að fylgjast vel með því hver þróunin verður með spilaborgum ráðherrans. Þessu máli er ekki lokið! Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra lagði fram frumvarp um s.k. hlutdeildarlán á síðasta þingi og fékk samþykkt. Lögin sem samþykkt voru ná grátlega stutt og eru meiri umbúðir en innihald. Til samanburðar má nefna tillögur Miðflokksins nú fyrir kosningar sem ná miklu lengra og koma mun fleirum til góða. Skilyrðin sem sett eru fyrir láni skv. lögum ráðherrans eru þannig að Höfuðborgarsvæðið er að mestu úr leik þar sem íbúðir sem uppfylla verðskilyrði eru varla til á svæðinu og ekkert útlit fyrir að úr rætist í fyrirsjáanlegri framtíð þökk sé einnig borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík sem býður ekki upp á lóðir sem henta. Ungt fólk sem á að hafa hag af nýsettum lögum er því þvingað til að leita sér að húsnæði í allnokkurri fjarlægð frá Höfuðborgarsvæðinu s.s. í Árborg Þorlákshöfn á Suðurnesjum og á Akranesi með mikilli virðingu fyrir þeim góðu sveitarfélögum. Ráðherrann ákvað sem sagt að í áðurnefndum sveitarfélögum megi einnig kaupa notaðar íbúðir með hlutdeildarlánum en það er ekki heimilt á Höfuðborgarsvæðinu. Þeir fjármunir sem eyrnamerktir eru úrræðinu eru einnig alls ófullnægjandi því þörfin er brýn. Benda má á að í nýgerðri vandaðri könnun kemur fram að fjöldi fólks á miðjum aldri er nú á leigumarkaðnum og á ekki möguleika á að kaupa eigið húsnæði. Þar er hópurinn sem Íbúðalánasjóður hirti eignir af á smánarverði. Það er ekki að ástæðulausu, sem félagsmálaráðherra fór í blóra að við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð að dómi yfirlögfræðings Alþingis þegar hann reyndi að leyna upplýsingum um sölu þeirra rúmlega fjögur þúsund eigna sem hafðar voru af fólki og sendi tíu þúsund manns á götuna. Ráðherrann dró í rúmt ár að svara fyrirpurnum þar um. Sú saga er ekki enn fullsögð en greinarhöfundur mun ekki una sér hvíldar þar til hverjum steini hefur verið velt til að komast að hinu sanna og tryggja fórnarlömbum sjóðsins lúkningu. Svokölluð uppbygging félagsmálaráðherra á búsetuúrræðum fyrir þá sem höllum fæti standa tekur á sig ýmsar myndir. Þar má nefna til sögunnar leiguíbúðir sem reistar eru með aðkomu sveitarfélaga víða um land. Sveitarfélögin hafa uppfært skipulag sitt og útvegað lóðir til verkefnisins og lagt í ýmsan kostnað svo það megi verða að veruleika. Á seinni stigum hefur svo komið í ljós gamalkunnugt stef. Sveitarfélögunum hafa verið skaffaðir meðeigendur sem líkt og áður við sölu íbúða Íbúðalánasjóðs eru ,,óhagnaðardrifin“ fyrirtæki sem virðast rekin á góðmennsku einni saman. Dæmi um þetta er sveitarfélagið Dalabyggð hvar ráðherra félagsmála hefur skilið eftir allmörg spor í ýmsum rekstri með rislitlum árangri og horfir nú að sagt er til nýtingar vindorku. „Óhagnaðardrifnu“ fyrirtækin sem tóku þátt í Íbúðalánasjóðsveislunni skiluðu lánsfénu sem þau fengu hjá sjóðnum þegar í ljós kom öllum að óvörum að þau högnuðust á veislunni. Nú er að sjá hversu lengi viðskiptafélagar sveitarfélaganna verða „óhagnaðardrifnir.“ Allir ættu að fylgjast vel með því hver þróunin verður með spilaborgum ráðherrans. Þessu máli er ekki lokið! Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun