Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2021 15:48 Sósíaldemókrataflokkur Olafs Scholz mælist nú með um 25% fylgi í skoðanakönnunum. Hann gæti mögulega leitt vinstristjórn eftir kosningar. Vísir/EPA Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. Bankamenn og lögfræðingar sem sérhæfa sig í skattamálum segja Reuters-fréttastofunni að auðugir Þjóðverjar óttist að verða skattlagðir frekar ef vinstri flokkarnir komast til valda. Þýsk heimili og fyrirtæki flutt jafnvirði um 645 milljarða íslenskra króna til Sviss á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Skoðanakannanir benda til þess að Sósíademókratar (SPD) verði stærsti flokkurinn eftir kosningarnar á sunnudag. Flokkurinn vill leggja aftur á auðlegðarskatt og hækka erfðaskatt. Græningjar, sem eru þriðji stærsti flokkurinn í könnunum um þessar mundir og líklegur samstarfsflokkur SPD, vilja leggja á enn hærri auðlegðarskatt. Róttæki vinstriflokkurinn Vinstri vill ganga enn lengra en báðir flokkar. „Ég veit um marga þýska frumkvöðla sem vilja hafa haldreipi utan Þýskalands ef hlutirnir verða of rauðir þarna,“ segir svissneskur bankamaður við Reuters. Sérfræðingur í skattamálum sagðist finna fyrir aukinni eftirspurn eftir ráðgjöf í aðdraganda kosninganna. Góðborgarar vilji verja sig með því að fjárfesta í gegnum fyrirtæki í Sviss eða með því að færa fjármuni í sjóði í Liechtenstein. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Skattar og tollar Sviss Liechtenstein Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bankamenn og lögfræðingar sem sérhæfa sig í skattamálum segja Reuters-fréttastofunni að auðugir Þjóðverjar óttist að verða skattlagðir frekar ef vinstri flokkarnir komast til valda. Þýsk heimili og fyrirtæki flutt jafnvirði um 645 milljarða íslenskra króna til Sviss á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Skoðanakannanir benda til þess að Sósíademókratar (SPD) verði stærsti flokkurinn eftir kosningarnar á sunnudag. Flokkurinn vill leggja aftur á auðlegðarskatt og hækka erfðaskatt. Græningjar, sem eru þriðji stærsti flokkurinn í könnunum um þessar mundir og líklegur samstarfsflokkur SPD, vilja leggja á enn hærri auðlegðarskatt. Róttæki vinstriflokkurinn Vinstri vill ganga enn lengra en báðir flokkar. „Ég veit um marga þýska frumkvöðla sem vilja hafa haldreipi utan Þýskalands ef hlutirnir verða of rauðir þarna,“ segir svissneskur bankamaður við Reuters. Sérfræðingur í skattamálum sagðist finna fyrir aukinni eftirspurn eftir ráðgjöf í aðdraganda kosninganna. Góðborgarar vilji verja sig með því að fjárfesta í gegnum fyrirtæki í Sviss eða með því að færa fjármuni í sjóði í Liechtenstein.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Skattar og tollar Sviss Liechtenstein Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira