Skýrasti valkosturinn fyrir loftslagið Andrés Ingi Jónsson skrifar 25. september 2021 09:00 „Ég hef engin völd,“ sagði einn ræðumanna á loftslagsverkfallinu á Austurvelli í hádeginu í gær. Þar hefur ungt fólk komið saman í hverri viku til að vekja stjórnmálafólk af þeim doða sem hefur ríkt í loftslagsmálum. Viðbrögð stjórnmálafólks hafa valdið þessum vonbrigðum, látið fólk upplifa valdaleysi. Þeim finnst ekki hlustað á sig, ekki tekið mark á sér. Stjórnvöld hafa ítrekað fundað með aðstandendum loftslagsverkfallsins og klappað þeim á bakið, en alltaf skortir pólitíska kjarkinn til að bregðast við með alvöru aðgerðum. Skýrasta krafa loftslagsverkfallsins er einföld: Að stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi og taki í framhaldinu loftslagsvandanum sem því neyðarástandi sem hann er. Svar ríkisstjórnarinnar: Nei. Núna er tækifærið Í dag hafa kjósendur völd sem þau geta alltof sjaldan nýtt sér; þau geta kosið kjarkað stjórnmálafólk til að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum á næstu fjórum árum. Þó að fráfarandi ríkisstjórn telji sig hafa gert meira en nokkur önnur, þá hefði hún þurft að gera svo miklu meira - og tíminn til aðgerða er að renna út. Næstu fjögur ár munu skipta sköpum í loftslagsmálum. Við eigum ekki efni á öðru kjörtímabili með kyrrstöðustjórn. Upp úr loftslagsverkfallinu spratt í vor eitt öflugasta pólitíska verkfæri síðari tíma: Sólarkvarði Ungra umhverfissinna. Tilkoma Sólarinnar hefur stökkbreytt umræðu um málaflokk sem allt of lengi var helst á færi vísindanörda að tala um. Stjórnmálafólk kemst ekki lengur upp með að klappa ungu fólki á bakið fyrir að standa fyrir loftslagsverkfallinu, en bregðast ekki við neinu af því sem krafist er. Við Píratar höfum sett okkur metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, þau metnaðarfyllstu að mati Sólarinnar. Loftslagsstefnan hefur áhrif á alla aðra stefnu okkar, enda tengjast loftslagsmálin öllu í dag - hvort sem það eru heilbrigðismál, efnahagsmál eða jafnréttismál. Með því að sigrast á loftslagsvandanum erum við nefnilega á sama tíma að bæta öll kerfi samfélagsins og berjast þannig fyrir sanngjarnari og skemmtilegri heimi. Þið hafið skýran valkost Fólk sem ætlar að kjósa með loftslagið og framtíð allra í huga má muna eftir Pírötum á kjörstað. Við viljum ná fram áhrifum í ríkisstjórn vegna þess að okkar stjórnmál, sem byggja á heiðarleika og róttækni, eru einmitt það sem þarf til að knýja fram þær breytingar sem eru nauðsynlegar á samfélaginu á næsta kjörtímabili. Þess vegna viljum við stuðning sem flestra í kosningunum á morgun. En við viljum líka að fólk hafi meiri völd en bara í kosningum á fjögurra ára fresti. Við viljum finna lausnirnar á loftslagsvandanum sameiginlega á þjóðfundi um sjálfbærni og loftslagsmál. Við viljum efla almenning til að sýna stjórnvöldum aðhald, vegna þess að ef við komumst í ríkisstjórn þá viljum við þurfa að standa fyrir máli okkar. Og umfram allt viljum við aðgerðir strax. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Andrés Ingi Jónsson Píratar Loftslagsmál Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
„Ég hef engin völd,“ sagði einn ræðumanna á loftslagsverkfallinu á Austurvelli í hádeginu í gær. Þar hefur ungt fólk komið saman í hverri viku til að vekja stjórnmálafólk af þeim doða sem hefur ríkt í loftslagsmálum. Viðbrögð stjórnmálafólks hafa valdið þessum vonbrigðum, látið fólk upplifa valdaleysi. Þeim finnst ekki hlustað á sig, ekki tekið mark á sér. Stjórnvöld hafa ítrekað fundað með aðstandendum loftslagsverkfallsins og klappað þeim á bakið, en alltaf skortir pólitíska kjarkinn til að bregðast við með alvöru aðgerðum. Skýrasta krafa loftslagsverkfallsins er einföld: Að stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi og taki í framhaldinu loftslagsvandanum sem því neyðarástandi sem hann er. Svar ríkisstjórnarinnar: Nei. Núna er tækifærið Í dag hafa kjósendur völd sem þau geta alltof sjaldan nýtt sér; þau geta kosið kjarkað stjórnmálafólk til að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum á næstu fjórum árum. Þó að fráfarandi ríkisstjórn telji sig hafa gert meira en nokkur önnur, þá hefði hún þurft að gera svo miklu meira - og tíminn til aðgerða er að renna út. Næstu fjögur ár munu skipta sköpum í loftslagsmálum. Við eigum ekki efni á öðru kjörtímabili með kyrrstöðustjórn. Upp úr loftslagsverkfallinu spratt í vor eitt öflugasta pólitíska verkfæri síðari tíma: Sólarkvarði Ungra umhverfissinna. Tilkoma Sólarinnar hefur stökkbreytt umræðu um málaflokk sem allt of lengi var helst á færi vísindanörda að tala um. Stjórnmálafólk kemst ekki lengur upp með að klappa ungu fólki á bakið fyrir að standa fyrir loftslagsverkfallinu, en bregðast ekki við neinu af því sem krafist er. Við Píratar höfum sett okkur metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, þau metnaðarfyllstu að mati Sólarinnar. Loftslagsstefnan hefur áhrif á alla aðra stefnu okkar, enda tengjast loftslagsmálin öllu í dag - hvort sem það eru heilbrigðismál, efnahagsmál eða jafnréttismál. Með því að sigrast á loftslagsvandanum erum við nefnilega á sama tíma að bæta öll kerfi samfélagsins og berjast þannig fyrir sanngjarnari og skemmtilegri heimi. Þið hafið skýran valkost Fólk sem ætlar að kjósa með loftslagið og framtíð allra í huga má muna eftir Pírötum á kjörstað. Við viljum ná fram áhrifum í ríkisstjórn vegna þess að okkar stjórnmál, sem byggja á heiðarleika og róttækni, eru einmitt það sem þarf til að knýja fram þær breytingar sem eru nauðsynlegar á samfélaginu á næsta kjörtímabili. Þess vegna viljum við stuðning sem flestra í kosningunum á morgun. En við viljum líka að fólk hafi meiri völd en bara í kosningum á fjögurra ára fresti. Við viljum finna lausnirnar á loftslagsvandanum sameiginlega á þjóðfundi um sjálfbærni og loftslagsmál. Við viljum efla almenning til að sýna stjórnvöldum aðhald, vegna þess að ef við komumst í ríkisstjórn þá viljum við þurfa að standa fyrir máli okkar. Og umfram allt viljum við aðgerðir strax. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar