Háskaleg ríkisstjórn að fæðast Gunnar Smári Egilsson skrifar 25. september 2021 08:31 Þegar boðað var til kosninga árið 2017 var augljóst af orðum og líkamstjáningu Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur að þau stefnu á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vg. Þá leit út fyrir að flokkarnir gætu myndað tveggja flokka stjórn. Forysta og fylgjendur Vg neituðu þessu staðfastlega og sökuðu þau sem bentu á hið augljósa um óhróður. Í kosningabaráttunni fjaraði undan fylgi Vg, svo á endanum þurftu flokkarnir að taka Framsókn með sem einskonar aukaaðila að ríkisstjórninni. Í aðdraganda yfirstandandi kosninga hefur mátt merkja af ummælum og líkamstjáningu Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar að þeir telja sig hafa öll tögl og hagldir í pólitíkinni. Markmið þeirra er að mynda ríkisstjórn eftir kosningar, helst með Viðreisn en annars með Vg eða báðum flokkum ef ekki vill betur. Þetta hefur verið augljóst í umræðuþáttum í aðdraganda kosninganna, sem á köflum hafa ýmist breyst í stjórnarmyndunarviðræður þessara tveggja við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur eða þá samstillta vörn þeirra og Katrínar Jakobsdóttur fyrir störf ríkisstjórnarinnar. Aldrei segja þeir styggðaryrði hvor um annan, gera engar athugasemdir við málflutning hins og tala ávallt eins og geirneglt kosningabandalag. Þessir tveir flokkar, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, stóðu fyrir byltingu á árunum 1995 til 2007, byltingu sem flutti völd, fé, eignir og auðlindir almennings til hinna fáu ríku. Á þessum tíma var horfið frá samfélagsuppbyggingu eftirstríðsáranna og nýfrjálshyggja tekin upp. Þetta leiddi til bankahruns og stórkostlegs skaða fyrir allan almenning. Frá hruni hafa þessir flokkar setið í ríkisstjórn saman í tæp átta ár, í stjórnum sem hafa keyrt áfram sömu stefnu, sem hefur það að markmiði að auðga hin ríku enn frekar. Þetta sést í dag á stórkostlegri hækkun fasteigna- og hlutabréfaverðs í miðjum kórónasamdrætti, einkavæðingu banka- og vegakerfis og áframhaldandi skattalækkunum til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Af síðustu þrjátíu árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn setið í ríkisstjórn í 26 ár. Þar af í 23 ár með Framsóknarflokknum. Þessir flokkar bera alla ábyrgð á þeirri stefnu sem hér hefur verið rekin og sem veikt hefur samfélagið. Auðmannadekrið hefur ekki skilað auknum almannahag, eins og lofað var. Á þessum þrjátíu árum jókst landsframleiðsla á mann um 51% á meðan hún jókst um 163% þrjátíu árin á undan, en þá voru skattar eðlilegri og hið opinbera öflugt við samfélagsuppbyggingu. Sú stefna sem þessir flokkar hafa rekið síðustu þrjátíu ár er nú dauð, enginn ver hana lengur. Þjóðir heims eru að snúa sér aftur að samfélagsuppbyggingu með afli almannavaldsins, sömu stefnu og byggðu upp þessi lönd á síðustu öld. Það er einn af lærdómum kórónafaraldursins. En þessir flokkar hafa ekkert lært. Þeir boða óbreyttu stefnu áfram næstu fjögur árin. Ef þeim verður að ósk sinni, annað hvort með stuðningi Viðreisnar eða Vg, mun íslenskt samfélag stórskaðast; ójöfnuður mun vaxa, vantraust breiðast út, almenningur mun missa enn frekar völd, eignir og auðlindir til auðvaldsins, hin ríku munu komast upp með skattsvik og aðra spillingu, sægreifarnir munu halda yfirráðum sínum yfir fiskimiðunum og Ísland mun færast nær því að vera verbúð Samherja en lýðveldi þar sem lýðurinn fer með völdin. Vonandi kippa kjósendur fótunum undan ráðagerðum þeirra Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar. Besta leiðin til að koma í veg fyrir þær er kjósa engan af þeim flokkum sem líklegir eru til í að færa þessum flokkum völd yfir framtíð Íslands. Og albesta leiðin er auðvitað að skila rauðu, kjósa Sósíalistaflokkinn, sem vill ganga þveröfuga leið, draga úr auð og valdi auðvaldsins og auka völd og auð almennings. Kosningarnar í dag eru mikilvægar. Það er ekki víst að Ísland þoli fjögur ár í viðbót af nýfrjálshyggjunni. Kjósum því Sósíalistaflokkinn, x-J. Gefum skýr skilaboð um hvert samfélagið á að stefna. Við eigum að stefna fram en ekki aftur til Davíðsáranna. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir hann í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þegar boðað var til kosninga árið 2017 var augljóst af orðum og líkamstjáningu Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur að þau stefnu á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vg. Þá leit út fyrir að flokkarnir gætu myndað tveggja flokka stjórn. Forysta og fylgjendur Vg neituðu þessu staðfastlega og sökuðu þau sem bentu á hið augljósa um óhróður. Í kosningabaráttunni fjaraði undan fylgi Vg, svo á endanum þurftu flokkarnir að taka Framsókn með sem einskonar aukaaðila að ríkisstjórninni. Í aðdraganda yfirstandandi kosninga hefur mátt merkja af ummælum og líkamstjáningu Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar að þeir telja sig hafa öll tögl og hagldir í pólitíkinni. Markmið þeirra er að mynda ríkisstjórn eftir kosningar, helst með Viðreisn en annars með Vg eða báðum flokkum ef ekki vill betur. Þetta hefur verið augljóst í umræðuþáttum í aðdraganda kosninganna, sem á köflum hafa ýmist breyst í stjórnarmyndunarviðræður þessara tveggja við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur eða þá samstillta vörn þeirra og Katrínar Jakobsdóttur fyrir störf ríkisstjórnarinnar. Aldrei segja þeir styggðaryrði hvor um annan, gera engar athugasemdir við málflutning hins og tala ávallt eins og geirneglt kosningabandalag. Þessir tveir flokkar, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, stóðu fyrir byltingu á árunum 1995 til 2007, byltingu sem flutti völd, fé, eignir og auðlindir almennings til hinna fáu ríku. Á þessum tíma var horfið frá samfélagsuppbyggingu eftirstríðsáranna og nýfrjálshyggja tekin upp. Þetta leiddi til bankahruns og stórkostlegs skaða fyrir allan almenning. Frá hruni hafa þessir flokkar setið í ríkisstjórn saman í tæp átta ár, í stjórnum sem hafa keyrt áfram sömu stefnu, sem hefur það að markmiði að auðga hin ríku enn frekar. Þetta sést í dag á stórkostlegri hækkun fasteigna- og hlutabréfaverðs í miðjum kórónasamdrætti, einkavæðingu banka- og vegakerfis og áframhaldandi skattalækkunum til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Af síðustu þrjátíu árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn setið í ríkisstjórn í 26 ár. Þar af í 23 ár með Framsóknarflokknum. Þessir flokkar bera alla ábyrgð á þeirri stefnu sem hér hefur verið rekin og sem veikt hefur samfélagið. Auðmannadekrið hefur ekki skilað auknum almannahag, eins og lofað var. Á þessum þrjátíu árum jókst landsframleiðsla á mann um 51% á meðan hún jókst um 163% þrjátíu árin á undan, en þá voru skattar eðlilegri og hið opinbera öflugt við samfélagsuppbyggingu. Sú stefna sem þessir flokkar hafa rekið síðustu þrjátíu ár er nú dauð, enginn ver hana lengur. Þjóðir heims eru að snúa sér aftur að samfélagsuppbyggingu með afli almannavaldsins, sömu stefnu og byggðu upp þessi lönd á síðustu öld. Það er einn af lærdómum kórónafaraldursins. En þessir flokkar hafa ekkert lært. Þeir boða óbreyttu stefnu áfram næstu fjögur árin. Ef þeim verður að ósk sinni, annað hvort með stuðningi Viðreisnar eða Vg, mun íslenskt samfélag stórskaðast; ójöfnuður mun vaxa, vantraust breiðast út, almenningur mun missa enn frekar völd, eignir og auðlindir til auðvaldsins, hin ríku munu komast upp með skattsvik og aðra spillingu, sægreifarnir munu halda yfirráðum sínum yfir fiskimiðunum og Ísland mun færast nær því að vera verbúð Samherja en lýðveldi þar sem lýðurinn fer með völdin. Vonandi kippa kjósendur fótunum undan ráðagerðum þeirra Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar. Besta leiðin til að koma í veg fyrir þær er kjósa engan af þeim flokkum sem líklegir eru til í að færa þessum flokkum völd yfir framtíð Íslands. Og albesta leiðin er auðvitað að skila rauðu, kjósa Sósíalistaflokkinn, sem vill ganga þveröfuga leið, draga úr auð og valdi auðvaldsins og auka völd og auð almennings. Kosningarnar í dag eru mikilvægar. Það er ekki víst að Ísland þoli fjögur ár í viðbót af nýfrjálshyggjunni. Kjósum því Sósíalistaflokkinn, x-J. Gefum skýr skilaboð um hvert samfélagið á að stefna. Við eigum að stefna fram en ekki aftur til Davíðsáranna. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir hann í Reykjavíkurkjördæmi norður
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun