Solskjær sagði í viðtali eftir leik að hann hefði ekki verið ánægður með framgöngu liðsmanna Aston Villa.
„Ég var ekki sáttur við hvernig þeir hópuðust að Bruno og reyndu að hafa áhrif á hann. Hann er venjulega mög sterkur í þessari stöðu og það þarf meira en þetta til þess að komast inn í hausinn á honum“.
Þjálfarinn var einnig spurður út í það hvort það hefði verið hans ákvörðun fyrir leik að Bruno Fernandes tæki vítið en ekki Cristiano Ronaldo.
„Já það var ákveðið fyrir leik“, sagði Solskjær.
Bæði Luke Shaw og Harry Maguire þurftu að fara útaf vegna meiðsla og United hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum í öllum keppnum. Solskjær var spurður út í þetta.
„Er þetta áhyggjuefni? Já, ég myndi segja það. Það er aldrei gott að tapa leikjum“.