Alsæla í Fossvogi: „Búin að bíða drullulengi eftir þessu“ Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 25. september 2021 20:00 Pétur, Davíð og Erling, stuðningsmenn Víkings, ánægðir eftir að titlinum stóra var landað. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Fossvoginum þegar Víkingur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í fyrsta sinn í 30 ár. Stuðningsmenn líktu sigrinum við alsælu og sögðu erfiða þrjá áratugi að baki. „Þetta er búið að vera gríðarlega spennuþrungið, ótrúlegur dagur í sögu Víkinga og líka bara hvernig við höfum séð styrkinn og hversu öflugt félagið er. Að lyfta titlinum fyrir framan okkar stórkostlegu stuðningsmenn og hverfið allt. Hverfið er algjörlega, gjörsamlega á bak við félagið,“ sagði Björn Einarsson, formaður Víkings Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu eftir að félagið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-0 sigri á Leikni Reykjavík. „Ég get nú viðurkennt það núna að þetta er búið að vera í kringum síðustu daga, ótrúlega „emotional.“ Ég get sagt það, og ég er það í dag. Við erum að ná skrefi sem við erum búin að stefna að lengi,“ sagði Björn. Alsæla Stemningin í kringum formanninn þegar fréttastofa ræddi við hann lýsir andanum eftir sigurinn í Víkinni ágætlega. Allt ætlaði um koll að keyra þegar Víkingur tryggði sér hinn langþráða titil. Og hann var sannarlega langþráður, eins og tilsvör stuðningsmanna félagsins bera vitni um. Íslandsmeistarar, hvernig er tilfinningin? „Þetta er bara allt annað, þetta er draumur,“ sagði einn stuðningsmaður í samtali við fréttastofu. Annar sagði erfið þrjátíu ár að baki. „Við erum bara að horfa á eitthvað rugl gerast hérna í Fossvoginum, búin að bíða drullulengi eftir þessu og þetta er alsæla.“ Tveir yngri stuðningsmenn sem fréttastofa ræddi við, sem ekki voru fæddir þegar Víkingur vann sinn síðasta Íslandsmeistaratitil, sögðu tilfinninguna góða. „Út af því að við erum ekki búin að vinna síðan, ég er búinn að gleyma, nítjánhundruð níutíu og eitthvað.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Reykjavík Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
„Þetta er búið að vera gríðarlega spennuþrungið, ótrúlegur dagur í sögu Víkinga og líka bara hvernig við höfum séð styrkinn og hversu öflugt félagið er. Að lyfta titlinum fyrir framan okkar stórkostlegu stuðningsmenn og hverfið allt. Hverfið er algjörlega, gjörsamlega á bak við félagið,“ sagði Björn Einarsson, formaður Víkings Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu eftir að félagið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-0 sigri á Leikni Reykjavík. „Ég get nú viðurkennt það núna að þetta er búið að vera í kringum síðustu daga, ótrúlega „emotional.“ Ég get sagt það, og ég er það í dag. Við erum að ná skrefi sem við erum búin að stefna að lengi,“ sagði Björn. Alsæla Stemningin í kringum formanninn þegar fréttastofa ræddi við hann lýsir andanum eftir sigurinn í Víkinni ágætlega. Allt ætlaði um koll að keyra þegar Víkingur tryggði sér hinn langþráða titil. Og hann var sannarlega langþráður, eins og tilsvör stuðningsmanna félagsins bera vitni um. Íslandsmeistarar, hvernig er tilfinningin? „Þetta er bara allt annað, þetta er draumur,“ sagði einn stuðningsmaður í samtali við fréttastofu. Annar sagði erfið þrjátíu ár að baki. „Við erum bara að horfa á eitthvað rugl gerast hérna í Fossvoginum, búin að bíða drullulengi eftir þessu og þetta er alsæla.“ Tveir yngri stuðningsmenn sem fréttastofa ræddi við, sem ekki voru fæddir þegar Víkingur vann sinn síðasta Íslandsmeistaratitil, sögðu tilfinninguna góða. „Út af því að við erum ekki búin að vinna síðan, ég er búinn að gleyma, nítjánhundruð níutíu og eitthvað.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Reykjavík Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira