Sú yngsta inn og Brynjar út: „Ég hef bara aldrei séð hana áður“ Kolbeinn Tumi Daðason og Snorri Másson skrifa 26. september 2021 12:22 Brynjar, Sigmar og Lenya stilltu sér upp fyrir mynd í haustvindinum. Brynjar er úti en hin tvö nýir þingmenn. Lenya sú yngsta í sögu þjóðar - og tók Brynjar út með átta atkvæðum. Stöð 2 Þau Lenya Rún Taha Karim og Sigmar Guðmundsson voru öllu ánægðari með niðurstöðu kosninganna í nótt en Brynjar Níelsson. Brynjar hafði skipti við Lenyu sem þingmaður í Reykjavík en kennir henni ekki um. Enda hafi hann aldrei séð hana áður. „Ég fór inn í kvöldið með engar væntingar,“ segir Lenya. Hún endaði þó inni á þingi, yngst allra þingmanna í sögunni til að vera kosin í alþingiskosningum, aðeins 20 ára gömul. „Ég vaknaði í morgun og síminn var bara að titra og springa.“ Hún segist ekki vera búin að meðtaka niðurstöðuna og restin af deginum fari í það. Lenya fer nú í fullt starf sem þingmaður en hún er á þriðja ári í laganámi. „Ég held ég þurfi að biðja um lengri skilafrest í skólanum.“ Tókust í hendur Brynjar Níelsson endaði úti eftir æsispennandi nótt. Brynjar vakti ekki eftir úrslitunum frekar en Lenya heldur vaknaði í morgun og sá að þingmennskan væri öll. Hann kennir Lenyu ekki um niðurstöðuna. „Nei, ég hef bara aldrei séð hana áður en ég óska henni bara til hamingju með þetta,“ sagði Brynjar en þau tókust í hendur áður en viðtalinu við Snorra Másson lauk. „Ég bý í landi tækifæranna, nú finn ég bara eitthvað annað,“ segir Brynjar. Það verði ekki endilega lögmennskan enda sé hann orðinn úreldur þar. „Framtíð þjóðar stendur ekki og fellur með mér.“ Sötraði kaffi á skjálftavaktinni Sigmar Guðmundsson endaði inni eftir að hafa verið á vökunni í nótt, ýmist inni eða úti. Fyrstu tölur litu illa út fyrir Viðreisn en skánaði með nóttinni og fram á morgun. Flokkurinn bætti við sig manni. „Þetta var eiginlega súrrealískt,“ sagði Sigmar. Hann hefði verið á skjálftavaktinni í sófanum heima, ekkert sofið og aðeins sötrað kaffi. Bæði Sigmar og Lenya sögðust eiga von á að ríkisstjórnin héldi samstarfi sínu áfram. Þá yrðu þau öflug í stjórnarandstöðu. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
„Ég fór inn í kvöldið með engar væntingar,“ segir Lenya. Hún endaði þó inni á þingi, yngst allra þingmanna í sögunni til að vera kosin í alþingiskosningum, aðeins 20 ára gömul. „Ég vaknaði í morgun og síminn var bara að titra og springa.“ Hún segist ekki vera búin að meðtaka niðurstöðuna og restin af deginum fari í það. Lenya fer nú í fullt starf sem þingmaður en hún er á þriðja ári í laganámi. „Ég held ég þurfi að biðja um lengri skilafrest í skólanum.“ Tókust í hendur Brynjar Níelsson endaði úti eftir æsispennandi nótt. Brynjar vakti ekki eftir úrslitunum frekar en Lenya heldur vaknaði í morgun og sá að þingmennskan væri öll. Hann kennir Lenyu ekki um niðurstöðuna. „Nei, ég hef bara aldrei séð hana áður en ég óska henni bara til hamingju með þetta,“ sagði Brynjar en þau tókust í hendur áður en viðtalinu við Snorra Másson lauk. „Ég bý í landi tækifæranna, nú finn ég bara eitthvað annað,“ segir Brynjar. Það verði ekki endilega lögmennskan enda sé hann orðinn úreldur þar. „Framtíð þjóðar stendur ekki og fellur með mér.“ Sötraði kaffi á skjálftavaktinni Sigmar Guðmundsson endaði inni eftir að hafa verið á vökunni í nótt, ýmist inni eða úti. Fyrstu tölur litu illa út fyrir Viðreisn en skánaði með nóttinni og fram á morgun. Flokkurinn bætti við sig manni. „Þetta var eiginlega súrrealískt,“ sagði Sigmar. Hann hefði verið á skjálftavaktinni í sófanum heima, ekkert sofið og aðeins sötrað kaffi. Bæði Sigmar og Lenya sögðust eiga von á að ríkisstjórnin héldi samstarfi sínu áfram. Þá yrðu þau öflug í stjórnarandstöðu.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira