„Kannski full truntulegur á köflum“ Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 16:56 Brynjar var einn af forsetum þings á nýafstöðnu kjörtímabili. Hann mun ekki setjast í þann stól á næstunni. vísir/vilhelm Gráglettinn kveðjupistill Brynjars Níelssonar fyrrverandi þingmanns er nú á miklu flugi á Facebook. „Jæja, nú er þessi rödd að þagna. Þó fyrr hefði verið segja kannski margir. Sá smá bros á milli ekkasoganna hjá vinum mínum í sósíalistaflokknum þegar ljóst var að ég var úti. Niðurstaðan var ekkert sérstök fyrr Sjálfstæðisflokkinn. Kannski má hann samt vel við una eftir að hafa verið í ríkisstjórn samfleytt í rúm átta ár.“ Svo hefst kveðjupistill Brynjars sem hann birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Þegar hafa vel yfir þúsund manns sett upp þumal eða hjarta við færsluna og ástar og saknaðarkveðjur hrannast upp í athugasemdakerfinu. Þjóðin hafnaði Twitter-liðinu Brynjar notar vitaskuld tækifærið og sparkar í þá rassa sem honum þykir vert að sparka í. Að hætti hússins: „Merkilegast við þessi kosningaúrslit var að þeir stjórnarandstöðuflokkar, sem kalla sig frjálslynd umbótaöfl og tala gjarnan fyrir hönd þjóðarinnar, guldu afhroð. Við vitum núna að Tvitter liðið, sem er uppfullt af pólitískri rétthugsun og ímyndaðri góðmennsku, er ekki að tala fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir Brynjar. Og hann dregur þá ályktun, út frá niðurstöðum kosninganna, að Íslendingar séu ekki að hugsa um nýja stjórnarskrá, „allra síst þessa frá stjórnlagaráði“ né vilji hún kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu eða gera alla að ríkisstarfsmönnum. Hún er að hugsa um sinn hag og velferð en ekki í sömu sýndarmennsku og téðir stjórnmálamenn. Brynjar óskar landsmönnum til hamingju með kosningarnar. Þokkalega ljúfur en það vita ekki allir Þá segist Brynjar ekki vita hvað taki við hjá sér sjálfum, og endurtók ummæli sem hann lét falla í viðtali við Vísi í morgun, en fréttastofan vakti hann með þeim tíðindum að hann væri dottinn út af þingi: Framtíð þjóðarinnar stendur ekki eða fellur með mér. Brynjar lýkur pistli sínum með því að þakka fyrir sig. „Ég vil þakka fyrir þann tíma sem ég fékk til að starfa fyrir ykkur öll. Það gaf mér mikið. Auðvitað voru ekki allir ánægðir með mig frekar en aðra. En ég reyndi að vera heiðarlegur við ykkur, tjáði mínar skoðanir umbúðalaust og sagði öðrum til syndanna og tók við skömmum, eins og vera ber. Kannski full truntulegur á köflum. En ég er þokkalega ljúfur maður inn við beinið og þægilegur í samstarfi. Það vita það bara ekki allir.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
„Jæja, nú er þessi rödd að þagna. Þó fyrr hefði verið segja kannski margir. Sá smá bros á milli ekkasoganna hjá vinum mínum í sósíalistaflokknum þegar ljóst var að ég var úti. Niðurstaðan var ekkert sérstök fyrr Sjálfstæðisflokkinn. Kannski má hann samt vel við una eftir að hafa verið í ríkisstjórn samfleytt í rúm átta ár.“ Svo hefst kveðjupistill Brynjars sem hann birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Þegar hafa vel yfir þúsund manns sett upp þumal eða hjarta við færsluna og ástar og saknaðarkveðjur hrannast upp í athugasemdakerfinu. Þjóðin hafnaði Twitter-liðinu Brynjar notar vitaskuld tækifærið og sparkar í þá rassa sem honum þykir vert að sparka í. Að hætti hússins: „Merkilegast við þessi kosningaúrslit var að þeir stjórnarandstöðuflokkar, sem kalla sig frjálslynd umbótaöfl og tala gjarnan fyrir hönd þjóðarinnar, guldu afhroð. Við vitum núna að Tvitter liðið, sem er uppfullt af pólitískri rétthugsun og ímyndaðri góðmennsku, er ekki að tala fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir Brynjar. Og hann dregur þá ályktun, út frá niðurstöðum kosninganna, að Íslendingar séu ekki að hugsa um nýja stjórnarskrá, „allra síst þessa frá stjórnlagaráði“ né vilji hún kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu eða gera alla að ríkisstarfsmönnum. Hún er að hugsa um sinn hag og velferð en ekki í sömu sýndarmennsku og téðir stjórnmálamenn. Brynjar óskar landsmönnum til hamingju með kosningarnar. Þokkalega ljúfur en það vita ekki allir Þá segist Brynjar ekki vita hvað taki við hjá sér sjálfum, og endurtók ummæli sem hann lét falla í viðtali við Vísi í morgun, en fréttastofan vakti hann með þeim tíðindum að hann væri dottinn út af þingi: Framtíð þjóðarinnar stendur ekki eða fellur með mér. Brynjar lýkur pistli sínum með því að þakka fyrir sig. „Ég vil þakka fyrir þann tíma sem ég fékk til að starfa fyrir ykkur öll. Það gaf mér mikið. Auðvitað voru ekki allir ánægðir með mig frekar en aðra. En ég reyndi að vera heiðarlegur við ykkur, tjáði mínar skoðanir umbúðalaust og sagði öðrum til syndanna og tók við skömmum, eins og vera ber. Kannski full truntulegur á köflum. En ég er þokkalega ljúfur maður inn við beinið og þægilegur í samstarfi. Það vita það bara ekki allir.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira