Óljóst hvort Ólafur verði áfram með FH Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2021 12:01 Ólafur Jóhannesson tók enn einn ganginn við FH um mitt tímabil. vísir/Hulda Margrét Það kemur í ljós á næstu dögum hver þjálfar FH í Pepsi Max-deild karla á næsta tímabili. Ólafur Jóhannesson tók við FH í júní eftir að Logi Ólafsson var látinn taka pokann sinn. Ólafur samdi við FH út tímabilið sem lauk um helgina. Þjálfaramál FH eru núna í vinnslu. „Það er verið að vinna í þessu. Við erum að skoða málin og ætlum að reyna að hafa þetta klárt mjög fljótlega,“ sagði Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, í samtali við Vísi. En er áhugi fyrir því að halda samstarfinu við Ólaf áfram? „Við tjáum okkur ekki um það. Það eru umræður í gangi og auðvitað hlýtur núverandi þjálfari að vera einn af fyrstu möguleikunum okkar. Við sjáum bara hvernig það fer,“ sagði Valdimar og bætti við að þjálfaramál FH verði komin á hreint fyrr en seinna. Þar á bæ flýta menn sér þó hægt og ætla að vanda sig. Ljóst er að Guðmann Þórisson verður ekki áfram hjá FH en ekki er ljóst hvað verður um aðra samningslausa leikmenn. Samningar þeirra Péturs Viðarssonar, Hjartar Loga Valgarðssonar, Mortens Beck Andersen og Atla Gunnars Guðmundssonar renna út síðar á árinu. „Við erum að fara yfir það. Nokkrir leikmenn eru samningslausir og eins og önnur lið erum við að skoða heildarpakkann hjá okkur. Þetta snýst líka um hver stýrir liðinu og við munum ekki ganga frá öllu þótt það séu nokkrir hlutir sem við erum nokkuð vissir um hvernig við viljum hafa. En við höldum einhverju opnu og erum með einhverja anga úti,“ sagði Valdimar. FH endaði í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar með 33 stig. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Ólafur Jóhannesson tók við FH í júní eftir að Logi Ólafsson var látinn taka pokann sinn. Ólafur samdi við FH út tímabilið sem lauk um helgina. Þjálfaramál FH eru núna í vinnslu. „Það er verið að vinna í þessu. Við erum að skoða málin og ætlum að reyna að hafa þetta klárt mjög fljótlega,“ sagði Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, í samtali við Vísi. En er áhugi fyrir því að halda samstarfinu við Ólaf áfram? „Við tjáum okkur ekki um það. Það eru umræður í gangi og auðvitað hlýtur núverandi þjálfari að vera einn af fyrstu möguleikunum okkar. Við sjáum bara hvernig það fer,“ sagði Valdimar og bætti við að þjálfaramál FH verði komin á hreint fyrr en seinna. Þar á bæ flýta menn sér þó hægt og ætla að vanda sig. Ljóst er að Guðmann Þórisson verður ekki áfram hjá FH en ekki er ljóst hvað verður um aðra samningslausa leikmenn. Samningar þeirra Péturs Viðarssonar, Hjartar Loga Valgarðssonar, Mortens Beck Andersen og Atla Gunnars Guðmundssonar renna út síðar á árinu. „Við erum að fara yfir það. Nokkrir leikmenn eru samningslausir og eins og önnur lið erum við að skoða heildarpakkann hjá okkur. Þetta snýst líka um hver stýrir liðinu og við munum ekki ganga frá öllu þótt það séu nokkrir hlutir sem við erum nokkuð vissir um hvernig við viljum hafa. En við höldum einhverju opnu og erum með einhverja anga úti,“ sagði Valdimar. FH endaði í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar með 33 stig. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira