Fyrsta konan til að spila með körlum í Hollandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2021 17:00 Barátta Ellen Fokkema fyrir að fá að spila með strákunum hefur vakið talsverða athygli. Getty/Henk Jan Dijks Knattspyrnukonan Ellen Fokkema skrifaði söguna í hollenska fótboltanum um helgina þegar hún kom inn á sem varamaður í fyrsta leik VV Foarut á leiktíðinni. Jú þessi tuttugu ára gamla kona varð þá sú fyrsta til að spila í karlaboltanum í Hollandi. Fokkema hafði spilað með strákum allan sinn feril en hafði aðeins mátt spila með yngri flokka liðum eða áhugamannaliðum. Ekki í keppni fullorðinna. Fokkema barðist fyrir því að fá leyfi frá hollenska knattspyrnusambandinu til að spila með körlunum. Í maí 2021 fékkst það og um helgina var komið að stundinni sem hún hafði beðið svo lengi eftir. Ellen Fokkema schrijft geschiedenis als vrouw tussen de mannen in het eerste van @vvFoarut. Bekijk de hele video hier — ESPN NL (@ESPNnl) September 27, 2021 Fokkema byrjaði reyndar á bekknum en kom inn á sem varamaður á 60. mínútu. „Ég reyni að nota klókindin því annars gengi þetta aldrei upp hjá mér. Það er líffræðilega ákveðið,“ sagði Ellen Fokkema í viðtali við ESPN. Fokkema er að læra verða hjúkrunarfræðingur og á aðeins sex mánuði eftir að því námi. Hún var að vinna á neyðarmóttökunni á sjúkrahúsinu í bænum í vikunni fyrir leikinn. Það er ekki vanalegt að varamaður í liði sem tapar 4-0 í níundu deild fái svona fjölmiðlaathygli en þetta var sögulegur dagur og því fullt af myndavélum á staðnum. Ellen Fokkema breaks Dutch age barrier to play football against men https://t.co/iZhpN8pZC9— The Guardian (@guardian) August 8, 2020 „Ég býst við því að þetta sé merkur áfangi fyrir fótboltann í heild sinni. Konur mega velja með hvaða liði þær spila. Það er nýtt að þær hafa valið. Ég vona að ég verði ekki sú síðasta því annars hefði þetta allt verið til einskis,“ sagði Ellen. Það búa aðeins 2665 í bænum Menaam og allir þekkja því alla. Sex af strákunum sem hafa spilað við hlið hennar í gegnum tíðina eru allir liðsfélagar hennar ennþá. „Ég var vön að taka aukaspyrnurnar en mótherjarnir urðu oft mjög pirraðir ef boltinn fór í netið. Stundum sögðu þeir: Hey þetta er ekki ballett og þá leið mér sérstaklega vel þegar ég hljóp fram úr þeim mínútu seinna,“ sagði Ellen. Hollenski boltinn Holland Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Jú þessi tuttugu ára gamla kona varð þá sú fyrsta til að spila í karlaboltanum í Hollandi. Fokkema hafði spilað með strákum allan sinn feril en hafði aðeins mátt spila með yngri flokka liðum eða áhugamannaliðum. Ekki í keppni fullorðinna. Fokkema barðist fyrir því að fá leyfi frá hollenska knattspyrnusambandinu til að spila með körlunum. Í maí 2021 fékkst það og um helgina var komið að stundinni sem hún hafði beðið svo lengi eftir. Ellen Fokkema schrijft geschiedenis als vrouw tussen de mannen in het eerste van @vvFoarut. Bekijk de hele video hier — ESPN NL (@ESPNnl) September 27, 2021 Fokkema byrjaði reyndar á bekknum en kom inn á sem varamaður á 60. mínútu. „Ég reyni að nota klókindin því annars gengi þetta aldrei upp hjá mér. Það er líffræðilega ákveðið,“ sagði Ellen Fokkema í viðtali við ESPN. Fokkema er að læra verða hjúkrunarfræðingur og á aðeins sex mánuði eftir að því námi. Hún var að vinna á neyðarmóttökunni á sjúkrahúsinu í bænum í vikunni fyrir leikinn. Það er ekki vanalegt að varamaður í liði sem tapar 4-0 í níundu deild fái svona fjölmiðlaathygli en þetta var sögulegur dagur og því fullt af myndavélum á staðnum. Ellen Fokkema breaks Dutch age barrier to play football against men https://t.co/iZhpN8pZC9— The Guardian (@guardian) August 8, 2020 „Ég býst við því að þetta sé merkur áfangi fyrir fótboltann í heild sinni. Konur mega velja með hvaða liði þær spila. Það er nýtt að þær hafa valið. Ég vona að ég verði ekki sú síðasta því annars hefði þetta allt verið til einskis,“ sagði Ellen. Það búa aðeins 2665 í bænum Menaam og allir þekkja því alla. Sex af strákunum sem hafa spilað við hlið hennar í gegnum tíðina eru allir liðsfélagar hennar ennþá. „Ég var vön að taka aukaspyrnurnar en mótherjarnir urðu oft mjög pirraðir ef boltinn fór í netið. Stundum sögðu þeir: Hey þetta er ekki ballett og þá leið mér sérstaklega vel þegar ég hljóp fram úr þeim mínútu seinna,“ sagði Ellen.
Hollenski boltinn Holland Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira