Jón Dagur svaraði „höturum“ með marki og dýfu Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2021 09:32 Jón Dagur Þorsteinsson er lykilmaður í liði AGF en gæti yfirgefið félagið næsta sumar þegar samningur hans rennur út. Getty/Lars Ronbog Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður í fótbolta, segist hafa viljað senda sínum hörðustu gagnrýnendum skilaboð þegar hann fagnaði marki að hætti Jürgen Klinsmann í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Jón Dagur hefur verið talsvert í umræðunni í Danmörku, í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, og í grein í Århus Stiftstidende á sunnudaginn var þeirri spurningu velt upp hvort hann væri „mest pirrandi“ leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Það virðist fara í taugarnar á stuðningsmönnum andstæðinga AGF, og jafnvel sumum af stuðningsmönnum liðsins, hvernig Jón Dagur lætur innan vallar. Hann hefur meðal annars ögrað andstæðingum með látbragði og gerst sekur um leikaraskap, það sem af er tímabili. Go'morn Aarhus Dagur - hvordan var det nu det gik i aftes...? #ksdh pic.twitter.com/H3Yqe6HTRl— AGF (@AGFFodbold) September 21, 2021 Jón Dagur segist sjálfur aðeins sjá eftir leikaraskapnum. Líkt og Klinsmann gerði eftir að hafa verið sakaður um leikaraskap í Englandi á sínum tíma, þá fagnaði Jón Dagur sigurmarki í gær með því að „dýfa“ sér. Hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á SönderjyskE. Jón Dagur Thorsteinsson receives a lot of critique for his behavior on the pitch, and he responded with a "dive" after his goal tonight vs. SønderjyskE. #sldk #agfsje #ultratwitteragf #soenderjyske pic.twitter.com/5tJEhEUp2v— Danish Football (@DANISHF00TBALL) September 27, 2021 „Ég sendi smá skilaboð til þeirra sem að hatast við mig [e. haters] í markinu,“ sagði Jón Dagur brosandi eftir leik. Hann var svo valinn í úrvalslið 10. umferðar hjá Tipsbladet. Jon Dagur Þorsteinsson is in the Team of the Week by @tipsbladet https://t.co/RbwnXp10mK— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) September 28, 2021 Betri eftir því sem athyglin er meiri Jón Dagur er mikilvægur hlekkur í liði AGF og umtalið virðist aðeins styrkja hann, að sögn þjálfarans David Nielsen: „Því meiri sem athyglin er, því fleiri áhorfendur og því stærri sem leikurinn er, þeim mun betur spilar Jón. Hann er með þannig hugarfar og það er mikilvægt að hafa svona týpu í hópnum. Þannig er það. Þegar maður spilar fyrir AGF þá verður maður að vera undir það búinn að vera hataðasti leikmaðurinn yfir tímabilið,“ sagði Nielsen. Jón Dagur Þorsteinsson í baráttunni við Antonio Rüdiger í landsleiknum gegn Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Hann verður væntanlega í landsliðshópnum sem valinn verður í vikunni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Dagur verður samningslaus næsta sumar en hann kom til AGF frá Fulham árið 2019. Samkvæmt Århus Stiftstidende gerði franska félagið Nimes tilboð í hann síðasta sumar en AGF vildi ekki selja. „Ég er ekki mikið fyrir að hugsa um hvernig samningurinn minn er. Ef þú ferð að hafa áhyggjur af slíku þá bitnar það á spilamennskunni. Ég læt umboðsmanninn minn sjá um þetta,“ sagði Jón Dagur og hafði ekkert að segja um það hver framtíð sín yrði. Danski boltinn Tengdar fréttir Jón Dagur tryggði AGF sigur í Íslendingaslag Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF tóku á móti Kristófer Inga Kristóferssyni og félögum hans í SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jón Dagur skoraði eina mark leiksins þegar að AGF hafði betur, 1-0. 27. september 2021 18:57 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Jón Dagur hefur verið talsvert í umræðunni í Danmörku, í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, og í grein í Århus Stiftstidende á sunnudaginn var þeirri spurningu velt upp hvort hann væri „mest pirrandi“ leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Það virðist fara í taugarnar á stuðningsmönnum andstæðinga AGF, og jafnvel sumum af stuðningsmönnum liðsins, hvernig Jón Dagur lætur innan vallar. Hann hefur meðal annars ögrað andstæðingum með látbragði og gerst sekur um leikaraskap, það sem af er tímabili. Go'morn Aarhus Dagur - hvordan var det nu det gik i aftes...? #ksdh pic.twitter.com/H3Yqe6HTRl— AGF (@AGFFodbold) September 21, 2021 Jón Dagur segist sjálfur aðeins sjá eftir leikaraskapnum. Líkt og Klinsmann gerði eftir að hafa verið sakaður um leikaraskap í Englandi á sínum tíma, þá fagnaði Jón Dagur sigurmarki í gær með því að „dýfa“ sér. Hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á SönderjyskE. Jón Dagur Thorsteinsson receives a lot of critique for his behavior on the pitch, and he responded with a "dive" after his goal tonight vs. SønderjyskE. #sldk #agfsje #ultratwitteragf #soenderjyske pic.twitter.com/5tJEhEUp2v— Danish Football (@DANISHF00TBALL) September 27, 2021 „Ég sendi smá skilaboð til þeirra sem að hatast við mig [e. haters] í markinu,“ sagði Jón Dagur brosandi eftir leik. Hann var svo valinn í úrvalslið 10. umferðar hjá Tipsbladet. Jon Dagur Þorsteinsson is in the Team of the Week by @tipsbladet https://t.co/RbwnXp10mK— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) September 28, 2021 Betri eftir því sem athyglin er meiri Jón Dagur er mikilvægur hlekkur í liði AGF og umtalið virðist aðeins styrkja hann, að sögn þjálfarans David Nielsen: „Því meiri sem athyglin er, því fleiri áhorfendur og því stærri sem leikurinn er, þeim mun betur spilar Jón. Hann er með þannig hugarfar og það er mikilvægt að hafa svona týpu í hópnum. Þannig er það. Þegar maður spilar fyrir AGF þá verður maður að vera undir það búinn að vera hataðasti leikmaðurinn yfir tímabilið,“ sagði Nielsen. Jón Dagur Þorsteinsson í baráttunni við Antonio Rüdiger í landsleiknum gegn Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Hann verður væntanlega í landsliðshópnum sem valinn verður í vikunni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Dagur verður samningslaus næsta sumar en hann kom til AGF frá Fulham árið 2019. Samkvæmt Århus Stiftstidende gerði franska félagið Nimes tilboð í hann síðasta sumar en AGF vildi ekki selja. „Ég er ekki mikið fyrir að hugsa um hvernig samningurinn minn er. Ef þú ferð að hafa áhyggjur af slíku þá bitnar það á spilamennskunni. Ég læt umboðsmanninn minn sjá um þetta,“ sagði Jón Dagur og hafði ekkert að segja um það hver framtíð sín yrði.
Danski boltinn Tengdar fréttir Jón Dagur tryggði AGF sigur í Íslendingaslag Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF tóku á móti Kristófer Inga Kristóferssyni og félögum hans í SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jón Dagur skoraði eina mark leiksins þegar að AGF hafði betur, 1-0. 27. september 2021 18:57 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Jón Dagur tryggði AGF sigur í Íslendingaslag Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF tóku á móti Kristófer Inga Kristóferssyni og félögum hans í SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jón Dagur skoraði eina mark leiksins þegar að AGF hafði betur, 1-0. 27. september 2021 18:57