Fjölbreytileiki, fjölástir og loðboltar í sjónvarpsþáttunum Afbrigði Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 29. september 2021 11:32 Í kvöld byrja nýjir þættir á Stöð 2 sem heita Afbrigði en þættirnir verða í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur. „Það var ýmislegt sem kom mér á óvart. Kannski aðallega hvað við erum oft að reyna að fitta inn í eitthvað fyrirfram mótað norm sem við þorum ekki að stíga út fyrir, og hvað það er hressandi að gefa skít í það,“ segir Ingileif Friðriksdóttir í viðtali við Vísi. Ingileif segir útgangspunkt þáttanna vera þann að allir eigi að fá að vera nákvæmlega eins og þeir eru.Skjáskot Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar verða á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum og fer fyrsti þátturinn í sýningu í dag. Þættirnir fjalla um fólk sem lifir óhefðbundnum lífstíl, og gerir hluti sem eru stundin álitnir vera „út fyrir kassann“. Tekin eru viðtöl við einstaklinga sem lifa ekki í hinu hefðbundna normi og skyggnst inn í þeirra veruleika. Vill taka hugmyndina um fjölbreytileikann lengra Kveikjan af þáttunum segir Ingileif hafa sprottið út frá fræðsluvettvanginum Hinseginleikinn sem hún hafir haldið úti síðustu fimm ár með eiginkonu sinni, Maríu Rut Kristinssdóttur. „Þar höfum við fjallað um alla kima hinsegin samfélagsins – en mig langaði að taka hugmyndina um fjölbreytileikann lengra. Þaðan kom hugmyndin að fjalla ekki bara um eitthvað tengt hinseginleika heldur bara fjölbreytileika almennt. „Hvort sem það er ólíkur lífstíll fólks, áhugamál eða kynhneigðir,“ segir Ingileif sem leggur áherslu á það að útgangspunkturinn sé sá að allir fái að vera nákvæmlega eins og þeir eru, óháð öllu öðru. Frjálsar ástir, andleg málefni og loðboltar Hvaða afbrigði munu verða tekin fyrir í þáttunum? „Þetta eru í heildina átta þættir og umfjöllunarefnin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fyrsti þátturinn sem verður sýndur í kvöld fjallar um dúfnasamfélagið á Íslandi, sem er stórmerkilegt. Það er samfélag dúfnaáhugamanna hér á landi sem leggja líf sitt og sál í sportið. Og þetta er í raun keppnisíþrótt sem var mjög skemmtilegt að fá að kynnast.“ Hægt er að sjá sýnishorn úr þætti kvöldsins í klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Afbrigði - Dúfnasamfélagið - 1 þáttur Í þáttunum verður einnig kafað í andleg málefni, LARP eða kvikspuna, senu sem kallast furries eða loðboltar, BDSM, frjálsar ástir, húðflúr og óhefðbundin fjölskylduform og húsakynnifólks sem býr við Esjurætur. „Þetta er allt virkilega áhugavert efni sem ég vonast til að fólki muni finnast eins gaman að kynnast og mér.“ Hvernig gengu tökurnar? „Þær gengu mjög vel, en stóðu yfir langt tímabil. Fyrsti tökudagurinn var í apríl og sá síðasti í september svo þetta hefur verið heillangt ferli, enda margir viðmælendur og efnistökin víðfeðm. En þetta var virkilega skemmtilegt ferli sem leiddi mig á ýmsar slóðir sem mig grunaði ekki að ég yrði leidd á.“ Þættirnir verða átta talsins og verða tekin fyrir mismunandi afbrigði í hverjum þætti. Skjáskot Fjölbreytileikinn fallegur Var erfitt að fá fólk til að koma í þáttinn og tjá sig eða gefa innsýn inn í líf sitt? „Það var miserfitt og fór í raun eftir umfjöllunarefni hvers þáttar. Ég skil mjög vel að það geti verið óhugnanlegt að stíga fram og fjalla um sinn veruleika ef fólk hefur ekki gert það áður. En þátturinn er unninn af mikilli virðingu við öll efnistök og viðmælendur og ég held að þess vegna hafi fólk verið tilbúið að taka þátt.“ Eins og ég segi þá er útgangspunkturinn sá að við fáum að vera nákvæmlega eins og við erum óháð lífsstíl, áhugamálum eða kynhneigð.“ Ég vona að þessi sería muni opna augu fólks fyrir fjölbreytileikanum og því að eitthvað sem okkur gæti fundist óvenjulegt eða við skiljum ekki, sé í raun bara frábært. Fjölbreytileikinn er svo fallegur, og það væri ansi leiðinlegt ef við værum öll eins. Ingileif segir að vonandi muni þættirnir hvetja aðra til ögra norminu og hætta að óttast álit annarra. Skjáskot. Eitthvað sem kom þér sjálfri á óvart í öllu þessu ferli? „Það var ýmislegt sem kom mér á óvart. Kannski aðallega hvað við erum oft að reyna að passa inn í eitthvað fyrirfram mótað norm sem við þorum ekki að stíga út fyrir, og hvað það er hressandi að gefa skít í það.“ Viðmælendur þáttanna eru allir búnir að taka skref út fyrir þetta norm og þora að lifa sinn sannleik sem mér finnst svo aðdáunarvert. „Það hvetur vonandi fleiri til að ögra norminu og gera nákvæmlega það sem þau vilja, án þess að óttast álit annarra. Því þegar öllu er á botninn hvolft skiptir álit annars fólks engu máli ef við erum að lifa okkar sannleika. Ég er ótrúlega þakklát fyrir alla viðmælendur og fyrir að hafa fengið að kynnast þeim og þeirra lífi,“ segir Ingileif að lokum. Sýnishorn úr allri þáttaröðinni er hægt að sjá hér fyrir neðan. Klippa: Afbrigði - Sjónvarpsþættir um óhefðbundinn lífsstíl Afbrigði eru sjónvarpsþættir á Stöð 2 um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl. Tekin eru viðtöl við einstaklinga sem lifa ekki í hinu hefðbundna „normi“ og skyggnst inn í þeirra veruleika. Um er að ræða áhugaverða og upplýsandi þætti um ýmsa kima samfélagsins sem ekki hefur verið fjallað um fyrr en nú. Hvers vegna velur fólk sér svo óhefðbundinn lífsstíl og hvernig tekur samfélagið því? Þættirnir eru átta talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum klukkan 19:10 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér. Afbrigði Fuglar Bíó og sjónvarp Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira
Ingileif segir útgangspunkt þáttanna vera þann að allir eigi að fá að vera nákvæmlega eins og þeir eru.Skjáskot Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar verða á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum og fer fyrsti þátturinn í sýningu í dag. Þættirnir fjalla um fólk sem lifir óhefðbundnum lífstíl, og gerir hluti sem eru stundin álitnir vera „út fyrir kassann“. Tekin eru viðtöl við einstaklinga sem lifa ekki í hinu hefðbundna normi og skyggnst inn í þeirra veruleika. Vill taka hugmyndina um fjölbreytileikann lengra Kveikjan af þáttunum segir Ingileif hafa sprottið út frá fræðsluvettvanginum Hinseginleikinn sem hún hafir haldið úti síðustu fimm ár með eiginkonu sinni, Maríu Rut Kristinssdóttur. „Þar höfum við fjallað um alla kima hinsegin samfélagsins – en mig langaði að taka hugmyndina um fjölbreytileikann lengra. Þaðan kom hugmyndin að fjalla ekki bara um eitthvað tengt hinseginleika heldur bara fjölbreytileika almennt. „Hvort sem það er ólíkur lífstíll fólks, áhugamál eða kynhneigðir,“ segir Ingileif sem leggur áherslu á það að útgangspunkturinn sé sá að allir fái að vera nákvæmlega eins og þeir eru, óháð öllu öðru. Frjálsar ástir, andleg málefni og loðboltar Hvaða afbrigði munu verða tekin fyrir í þáttunum? „Þetta eru í heildina átta þættir og umfjöllunarefnin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fyrsti þátturinn sem verður sýndur í kvöld fjallar um dúfnasamfélagið á Íslandi, sem er stórmerkilegt. Það er samfélag dúfnaáhugamanna hér á landi sem leggja líf sitt og sál í sportið. Og þetta er í raun keppnisíþrótt sem var mjög skemmtilegt að fá að kynnast.“ Hægt er að sjá sýnishorn úr þætti kvöldsins í klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Afbrigði - Dúfnasamfélagið - 1 þáttur Í þáttunum verður einnig kafað í andleg málefni, LARP eða kvikspuna, senu sem kallast furries eða loðboltar, BDSM, frjálsar ástir, húðflúr og óhefðbundin fjölskylduform og húsakynnifólks sem býr við Esjurætur. „Þetta er allt virkilega áhugavert efni sem ég vonast til að fólki muni finnast eins gaman að kynnast og mér.“ Hvernig gengu tökurnar? „Þær gengu mjög vel, en stóðu yfir langt tímabil. Fyrsti tökudagurinn var í apríl og sá síðasti í september svo þetta hefur verið heillangt ferli, enda margir viðmælendur og efnistökin víðfeðm. En þetta var virkilega skemmtilegt ferli sem leiddi mig á ýmsar slóðir sem mig grunaði ekki að ég yrði leidd á.“ Þættirnir verða átta talsins og verða tekin fyrir mismunandi afbrigði í hverjum þætti. Skjáskot Fjölbreytileikinn fallegur Var erfitt að fá fólk til að koma í þáttinn og tjá sig eða gefa innsýn inn í líf sitt? „Það var miserfitt og fór í raun eftir umfjöllunarefni hvers þáttar. Ég skil mjög vel að það geti verið óhugnanlegt að stíga fram og fjalla um sinn veruleika ef fólk hefur ekki gert það áður. En þátturinn er unninn af mikilli virðingu við öll efnistök og viðmælendur og ég held að þess vegna hafi fólk verið tilbúið að taka þátt.“ Eins og ég segi þá er útgangspunkturinn sá að við fáum að vera nákvæmlega eins og við erum óháð lífsstíl, áhugamálum eða kynhneigð.“ Ég vona að þessi sería muni opna augu fólks fyrir fjölbreytileikanum og því að eitthvað sem okkur gæti fundist óvenjulegt eða við skiljum ekki, sé í raun bara frábært. Fjölbreytileikinn er svo fallegur, og það væri ansi leiðinlegt ef við værum öll eins. Ingileif segir að vonandi muni þættirnir hvetja aðra til ögra norminu og hætta að óttast álit annarra. Skjáskot. Eitthvað sem kom þér sjálfri á óvart í öllu þessu ferli? „Það var ýmislegt sem kom mér á óvart. Kannski aðallega hvað við erum oft að reyna að passa inn í eitthvað fyrirfram mótað norm sem við þorum ekki að stíga út fyrir, og hvað það er hressandi að gefa skít í það.“ Viðmælendur þáttanna eru allir búnir að taka skref út fyrir þetta norm og þora að lifa sinn sannleik sem mér finnst svo aðdáunarvert. „Það hvetur vonandi fleiri til að ögra norminu og gera nákvæmlega það sem þau vilja, án þess að óttast álit annarra. Því þegar öllu er á botninn hvolft skiptir álit annars fólks engu máli ef við erum að lifa okkar sannleika. Ég er ótrúlega þakklát fyrir alla viðmælendur og fyrir að hafa fengið að kynnast þeim og þeirra lífi,“ segir Ingileif að lokum. Sýnishorn úr allri þáttaröðinni er hægt að sjá hér fyrir neðan. Klippa: Afbrigði - Sjónvarpsþættir um óhefðbundinn lífsstíl Afbrigði eru sjónvarpsþættir á Stöð 2 um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl. Tekin eru viðtöl við einstaklinga sem lifa ekki í hinu hefðbundna „normi“ og skyggnst inn í þeirra veruleika. Um er að ræða áhugaverða og upplýsandi þætti um ýmsa kima samfélagsins sem ekki hefur verið fjallað um fyrr en nú. Hvers vegna velur fólk sér svo óhefðbundinn lífsstíl og hvernig tekur samfélagið því? Þættirnir eru átta talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum klukkan 19:10 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Afbrigði eru sjónvarpsþættir á Stöð 2 um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl. Tekin eru viðtöl við einstaklinga sem lifa ekki í hinu hefðbundna „normi“ og skyggnst inn í þeirra veruleika. Um er að ræða áhugaverða og upplýsandi þætti um ýmsa kima samfélagsins sem ekki hefur verið fjallað um fyrr en nú. Hvers vegna velur fólk sér svo óhefðbundinn lífsstíl og hvernig tekur samfélagið því? Þættirnir eru átta talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum klukkan 19:10 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Afbrigði Fuglar Bíó og sjónvarp Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira