Hvað ætlar þú að prenta í matinn? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Brynja Laxdal skrifa 29. september 2021 11:31 Matarmenning er hverri þjóð mikilvæg enda speglar hún sögu okkar og er lituð af tíðarfari og náttúru. Hún er byggð á hefðum en innblásin af samtímanum. Matarsmekkur okkar er að verða hnattrænni og sumir óttast að matarmenning okkar sé að þynnast út vegna þess og ekki minnka áhyggjurnar vegna hraðrar þróunar á framleiðslumöguleikum matvæla. Það er komin ný kynslóð matar á sjónarsviðið, nýir próteingjafar bætast við fæðukeðjuna og hver veit nema eftir nokkur ár hættum við að spyrja hvað er í matinn heldur hvað eigum við að prenta í matinn. Því er nefnilega spáð er að þrívíddar matarprentarar verði jafn algeng heimilisvara og örbylgjuofninn. Við gætum t.d. líka farið að framleiða svínasíður eða nautalundir með stofnfrumutækni og slegið á umræður um skortstöðu og innflutning og hver veit nema við förum að rækta suðræna ávexti hérlendis með stofnfrumutækni. Lóðréttur landbúnaður mun færast í aukana þar sem ræktuð eru salöt, grænsprettur, æt blóm og meira að segja er wasabi framleitt hér á landi með vatnsræktarkerfi. Jarðhitinn til matvælaframleiðslu er alveg sér á báti fyrir okkur Íslendinga og endalausir möguleikar til að nýta hann. Þrátt fyrir þessa nýju tækni munum við ætíð eiga okkar matarmenningu sem á rætur til forfeðra okkar sem sýndu ótrúlega hæfni til að lifa af kalda og dimma vetur. Matarferðaþjónusta er hratt vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar og fellur vel að þeim atvinnugreinum sem eru um allar landsbyggðir. Hún er vaxandi af því að yngri kynslóðin um 20 – 40 ára vill fræðast um menningu og sögu í gegnum matinn. En fljótlega fara fleiri þættir að skipta máli því heilsa, umhverfisvernd og sjálfbærni er neytendum hugleikið og við þurfum líka að læra að miðla þessum upplýsingum í gegnum matinn. Þörf er á markvissri kynningarstefnu sem hefur það að markmiði að skapa áhuga og eftirspurn eftir matartengdri afþreyingu og nærsamfélagsneyslu en ekki síður að bregðast við þeim áhuga og þeirri eftirspurn sem þegar er til staðar. Efla þarf samfélagsvitund um þá sérstöðu til matvælaframleiðslu sem við búum við, þekkingu á matararfleifð okkar og um tækifæri til framtíðar. Að byggja upp áfangastað sem ætlar sér sess sem eftirsóttur mataráfangastaður krefst öflugrar samvinnu og samtakamáttar til að slagkraftur skilaboðanna verði sterkur. Þjónusta og gæði þurfa að fylgjast að við markaðssetningu og innviðir þurfa að vera tilbúnir til að standa undir fyrirheitum og væntingum. Nýta þarf meðbyrinn sem er til staðar og knýja á um nauðsynlegar breytingar til að standa undir ímynd Íslands sem áhugaverðs mataráfangastaðar. Til að fara enn frekar yfir öll þau óþrjótandi tækifæri sem framtíðin hefur uppá að bjóða í mat og ferðaþjónustu verður efnt til viðburðaveislu á Austurlandi fimmtudaginn 30.september sem hefst með ráðstefnunni Nordic Food in Tourism. Ráðstefnan er hluti af þriggja ára verkefni sem er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og leitt af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Íslenska ferðaklasanum og Matís með samstarfi allra Norðurlandanna. Auk ráðstefnunnar fimmtudaginn 30. september er efnt til Matarmóts á föstudaginn og lausnarmótið Hacking Austurland verður í gangi frá 30. September – 2.október. Enn er opið fyrir skráningu á streymishluta ráðstefnunnar inni á www.nordicfoodintourism.is. Upplýsingar um matarmótið má finna á www.austurbru.is. Ráðstefnan fer fram á ensku og hefst kl 10:00. Alls hafa um 250 manns víðs vegar að úr heiminum skráð sig á ráðstefnuna enda þétt og áhugaverð dagskrá með innlendum og erlendum fyrirlesurum. Allar nánari upplýsingar má finna hér: www.nordicfoodintourism.is Höfundar eru verkefnastjórar og tengiliðir verkefnisins. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Brynja Laxdal, verkefnastjóri Nordic Food in Tourism Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Matarmenning er hverri þjóð mikilvæg enda speglar hún sögu okkar og er lituð af tíðarfari og náttúru. Hún er byggð á hefðum en innblásin af samtímanum. Matarsmekkur okkar er að verða hnattrænni og sumir óttast að matarmenning okkar sé að þynnast út vegna þess og ekki minnka áhyggjurnar vegna hraðrar þróunar á framleiðslumöguleikum matvæla. Það er komin ný kynslóð matar á sjónarsviðið, nýir próteingjafar bætast við fæðukeðjuna og hver veit nema eftir nokkur ár hættum við að spyrja hvað er í matinn heldur hvað eigum við að prenta í matinn. Því er nefnilega spáð er að þrívíddar matarprentarar verði jafn algeng heimilisvara og örbylgjuofninn. Við gætum t.d. líka farið að framleiða svínasíður eða nautalundir með stofnfrumutækni og slegið á umræður um skortstöðu og innflutning og hver veit nema við förum að rækta suðræna ávexti hérlendis með stofnfrumutækni. Lóðréttur landbúnaður mun færast í aukana þar sem ræktuð eru salöt, grænsprettur, æt blóm og meira að segja er wasabi framleitt hér á landi með vatnsræktarkerfi. Jarðhitinn til matvælaframleiðslu er alveg sér á báti fyrir okkur Íslendinga og endalausir möguleikar til að nýta hann. Þrátt fyrir þessa nýju tækni munum við ætíð eiga okkar matarmenningu sem á rætur til forfeðra okkar sem sýndu ótrúlega hæfni til að lifa af kalda og dimma vetur. Matarferðaþjónusta er hratt vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar og fellur vel að þeim atvinnugreinum sem eru um allar landsbyggðir. Hún er vaxandi af því að yngri kynslóðin um 20 – 40 ára vill fræðast um menningu og sögu í gegnum matinn. En fljótlega fara fleiri þættir að skipta máli því heilsa, umhverfisvernd og sjálfbærni er neytendum hugleikið og við þurfum líka að læra að miðla þessum upplýsingum í gegnum matinn. Þörf er á markvissri kynningarstefnu sem hefur það að markmiði að skapa áhuga og eftirspurn eftir matartengdri afþreyingu og nærsamfélagsneyslu en ekki síður að bregðast við þeim áhuga og þeirri eftirspurn sem þegar er til staðar. Efla þarf samfélagsvitund um þá sérstöðu til matvælaframleiðslu sem við búum við, þekkingu á matararfleifð okkar og um tækifæri til framtíðar. Að byggja upp áfangastað sem ætlar sér sess sem eftirsóttur mataráfangastaður krefst öflugrar samvinnu og samtakamáttar til að slagkraftur skilaboðanna verði sterkur. Þjónusta og gæði þurfa að fylgjast að við markaðssetningu og innviðir þurfa að vera tilbúnir til að standa undir fyrirheitum og væntingum. Nýta þarf meðbyrinn sem er til staðar og knýja á um nauðsynlegar breytingar til að standa undir ímynd Íslands sem áhugaverðs mataráfangastaðar. Til að fara enn frekar yfir öll þau óþrjótandi tækifæri sem framtíðin hefur uppá að bjóða í mat og ferðaþjónustu verður efnt til viðburðaveislu á Austurlandi fimmtudaginn 30.september sem hefst með ráðstefnunni Nordic Food in Tourism. Ráðstefnan er hluti af þriggja ára verkefni sem er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og leitt af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Íslenska ferðaklasanum og Matís með samstarfi allra Norðurlandanna. Auk ráðstefnunnar fimmtudaginn 30. september er efnt til Matarmóts á föstudaginn og lausnarmótið Hacking Austurland verður í gangi frá 30. September – 2.október. Enn er opið fyrir skráningu á streymishluta ráðstefnunnar inni á www.nordicfoodintourism.is. Upplýsingar um matarmótið má finna á www.austurbru.is. Ráðstefnan fer fram á ensku og hefst kl 10:00. Alls hafa um 250 manns víðs vegar að úr heiminum skráð sig á ráðstefnuna enda þétt og áhugaverð dagskrá með innlendum og erlendum fyrirlesurum. Allar nánari upplýsingar má finna hér: www.nordicfoodintourism.is Höfundar eru verkefnastjórar og tengiliðir verkefnisins. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Brynja Laxdal, verkefnastjóri Nordic Food in Tourism
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar