Reyndu að taka refinn og koma honum í Húsdýragarðinn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. september 2021 07:01 Refurinn Gústi heitir í höfuðið á eiganda sínum Ágústi Beinteini. aðsend Refurinn Gústi Jr. hefur vakið talsverða lukku á samfélagsmiðlinum TikTok en það er Ágúst Beinteinn Árnason, sem á hann. Á miðlinum hefur hann birt fjölda myndbanda af sér og refnum á flakki um bæinn. Matvælastofnun er ekki eins hrifin af uppátækinu, hefur reynt að taka refinn af Ágústi og segir málið vera í ferli hjá héraðsdýralækni. „Já, þau hjá MAST bönkuðu upp á hjá mér. Mér brá nú svolítið í brún við að sjá fólk í einkennisbúningum spyrjast fyrir um Gústa Jr.,“ segir Ágúst, í samtali við Vísi. Ágúst er plötusnúður og gengur undir nafninu Gústi B. „Þetta var allt frekar súrrealískt. MAST talaði eitthvað um Húsdýragarðinn en ég held að það sé ekkert fyrir ref eins og Gústa,“ heldur hann áfram og segir MAST hafa krafist þess að hann afhenti þeim refinn en hann neitað því. @gustib_1 Gústi Jr. fékk heimsókn frá leynigesti Taggið tvo vini í comments Get Into It (Yuh) - Doja Cat „Ég fer ekki að gefa hann frá mér úr þessu. Hann er auðvitað fyrst og fremst vinur minn. Ég hef fengið nokkur tilboð í refinn í gegn um samfélagsmiðla en ég fer auðvitað ekki að selja vin minn,“ segir Ágúst. Hann segir Gústa fyrst og fremst eiga sig sjálfur. Hann vill ekki gefa mikið upp um stöðuna en spurður hvaðan refurinn eiginlega komi segir hann: „Refurinn kemur úr náttúrunni. Upphaflega átti að aflífa hann en sem betur fer var honum bjargað og lifir góðu lífi í dag.“ Ólöglegt að halda villt dýr Konráð Konráðsson héraðsdýralæknir segist kannast við málið í samtali við fréttastofu. Hann vill þó ekki tjá sig neitt um það að öðru leyti en að embættinu hafi borist tilkynning um málið og það sé nú í ferli. Hann bendir þó á að það sé óheimilt samkvæmt lögum að halda villt dýr. Sjálfur segir Ágúst að þegar eftirlitsmenn MAST hafi bankað upp á hjá sér til að reyna að taka refinn hafi „þeir haft áhyggjur af því að þetta gæti valdið því að fólk úti um allan bæ færi að fá sér ref sem gæludýr“. Gústi og Gústi Jr. á góðri stundu.aðsend „Ég sagði þeim að þau þyrftu engar áhyggjur að hafa enda væri ekkert grín að verða sér úti um eitt stykki ref,“ segir Ágúst og bætir við: „Ég ætti að þekkja það.“ En er þetta ekki ill meðferð á dýri að þínu mati? „Nei, ekki finnst mér það. Gústi er alsæll; hann fær oft pylsur í morgunmat en það er einmitt hans uppáhaldsmatur. Hann er í fullu fæði, fær hrein rúmföt vikulega og skortir í rauninni ekkert.“ Aðeins fengið að narta í túristana Ágúst segir refinn pluma sig ágætlega í borgarlífinu. Hann hafi fengið gesti í heimsókn og „aðeins fengið að narta í túristana“. @gustib_1 Þetta er besti vinur minn, Gústi Jr. original sound - Gústi B Hann segir refinn gæfan sem lamb. „Hann hefur ekki bitið neinn til blóðs í þessari viku, svo það eru framfarir!“ segir Ágúst. Þar má greina nokkra háð í orðum hans. Hann segist oft hafa reynt að keyra með refinn út á land og sleppa honum lausum en „hann hefur fúlsað við öllum þeim grenjum sem honum hefur verið boðið upp á“. „Hann er mikill lúxusrefur og lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Þess vegna tel ég mjög ólíklegt að Húsdýragarðurinn geti séð fyrir hans þörfum, þótt það myndi vissulega kveikja aðeins í miðasölu garðsins,“ segir Ágúst og spyr sig hvort hann ætti þá rétt á einhverri prósentu af miðasölunni ef til þess kæmi. „Ég þyrfti að spyrja þau hjá MAST að því.“ Reykjavík Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Refurinn Gústi jr. Tengdar fréttir Gústi B frumsýnir nýtt myndband Tónlistarmaðurinn, leikarinn og plötusnúðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, frumsýnir glænýtt lag ásamt tónlistarmyndbandi á Vísi í kvöld. 26. febrúar 2021 21:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
„Já, þau hjá MAST bönkuðu upp á hjá mér. Mér brá nú svolítið í brún við að sjá fólk í einkennisbúningum spyrjast fyrir um Gústa Jr.,“ segir Ágúst, í samtali við Vísi. Ágúst er plötusnúður og gengur undir nafninu Gústi B. „Þetta var allt frekar súrrealískt. MAST talaði eitthvað um Húsdýragarðinn en ég held að það sé ekkert fyrir ref eins og Gústa,“ heldur hann áfram og segir MAST hafa krafist þess að hann afhenti þeim refinn en hann neitað því. @gustib_1 Gústi Jr. fékk heimsókn frá leynigesti Taggið tvo vini í comments Get Into It (Yuh) - Doja Cat „Ég fer ekki að gefa hann frá mér úr þessu. Hann er auðvitað fyrst og fremst vinur minn. Ég hef fengið nokkur tilboð í refinn í gegn um samfélagsmiðla en ég fer auðvitað ekki að selja vin minn,“ segir Ágúst. Hann segir Gústa fyrst og fremst eiga sig sjálfur. Hann vill ekki gefa mikið upp um stöðuna en spurður hvaðan refurinn eiginlega komi segir hann: „Refurinn kemur úr náttúrunni. Upphaflega átti að aflífa hann en sem betur fer var honum bjargað og lifir góðu lífi í dag.“ Ólöglegt að halda villt dýr Konráð Konráðsson héraðsdýralæknir segist kannast við málið í samtali við fréttastofu. Hann vill þó ekki tjá sig neitt um það að öðru leyti en að embættinu hafi borist tilkynning um málið og það sé nú í ferli. Hann bendir þó á að það sé óheimilt samkvæmt lögum að halda villt dýr. Sjálfur segir Ágúst að þegar eftirlitsmenn MAST hafi bankað upp á hjá sér til að reyna að taka refinn hafi „þeir haft áhyggjur af því að þetta gæti valdið því að fólk úti um allan bæ færi að fá sér ref sem gæludýr“. Gústi og Gústi Jr. á góðri stundu.aðsend „Ég sagði þeim að þau þyrftu engar áhyggjur að hafa enda væri ekkert grín að verða sér úti um eitt stykki ref,“ segir Ágúst og bætir við: „Ég ætti að þekkja það.“ En er þetta ekki ill meðferð á dýri að þínu mati? „Nei, ekki finnst mér það. Gústi er alsæll; hann fær oft pylsur í morgunmat en það er einmitt hans uppáhaldsmatur. Hann er í fullu fæði, fær hrein rúmföt vikulega og skortir í rauninni ekkert.“ Aðeins fengið að narta í túristana Ágúst segir refinn pluma sig ágætlega í borgarlífinu. Hann hafi fengið gesti í heimsókn og „aðeins fengið að narta í túristana“. @gustib_1 Þetta er besti vinur minn, Gústi Jr. original sound - Gústi B Hann segir refinn gæfan sem lamb. „Hann hefur ekki bitið neinn til blóðs í þessari viku, svo það eru framfarir!“ segir Ágúst. Þar má greina nokkra háð í orðum hans. Hann segist oft hafa reynt að keyra með refinn út á land og sleppa honum lausum en „hann hefur fúlsað við öllum þeim grenjum sem honum hefur verið boðið upp á“. „Hann er mikill lúxusrefur og lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Þess vegna tel ég mjög ólíklegt að Húsdýragarðurinn geti séð fyrir hans þörfum, þótt það myndi vissulega kveikja aðeins í miðasölu garðsins,“ segir Ágúst og spyr sig hvort hann ætti þá rétt á einhverri prósentu af miðasölunni ef til þess kæmi. „Ég þyrfti að spyrja þau hjá MAST að því.“
Reykjavík Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Refurinn Gústi jr. Tengdar fréttir Gústi B frumsýnir nýtt myndband Tónlistarmaðurinn, leikarinn og plötusnúðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, frumsýnir glænýtt lag ásamt tónlistarmyndbandi á Vísi í kvöld. 26. febrúar 2021 21:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Gústi B frumsýnir nýtt myndband Tónlistarmaðurinn, leikarinn og plötusnúðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, frumsýnir glænýtt lag ásamt tónlistarmyndbandi á Vísi í kvöld. 26. febrúar 2021 21:00