Segir sína menn hafa verið heppna en þetta sé einfaldlega það sem gerist á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2021 21:51 Cristiano Ronaldo og Ole Gunnar Solskjær fagna saman að leikslokum. EPA-EFE/Peter Powell „Þetta er það sem gerist hérna á Old Trafford. Þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, eftir að Cristiano Ronaldo tryggði liðinu 2-1 sigur á Villareal með marki í uppbótartíma er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Solskjær viðurkenndi að sínir menn hefðu verið heppnir í kvöld ásamt því sem hann hrósaði liði Villareal í hástert. Liðið hefur ekki enn tapað leik í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, en hefur hins vegar gert fimm jafntefli í sex leikjum til þessa. „Við þurftum að henda skynseminni út um gluggann og vorum heppnir undir lokin. Þeir eru mjög gott lið sem er rosalega erfitt að brjóta á bak aftur. Þeir hafa ekki tapað leik síðan löngu fyrir úrslitaleikinn (í Evrópudeildinni) og hafa spilað við góð lið á þeim tíma. Þetta var erfiður leikur því við erum á heimavelli og viljum vinna en þeir hafa spilað mjög vel. Ef við pressum þá ekki stíft þá sitja þeir til baka og líður vel með það.“ „Stundum snýst þetta ekki um að senda hingað eða senda þangað heldur snýst þetta um stuðningsfólkið á vellinum – það hefur sogið boltann í netið nokkrum sinnum áður, ég veit allt um það – og svo áttu alltaf möguleika þegar Cristiano er á vellinum.“ „Jesse er örugglega ósáttur með að spila ekki meira en kemur inn á og hefur áhrif á leikinn. Það er það sem maður gerir þegar maður er varamaður hjá þessu félagi,“ sagði þjálfarinn um innkomu Jesse Lingard af varamannabekknum en hann lagði upp sigurmark leiksins. „Já, hann er svo góður fyrir framan markið og hann hefur áhrif á alla. Stuðningsfólkið, leikmennina og klúbbinn í heild sinni,“ sagði Solskjær er hann var spurður út í Ronaldo. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir lekmennina. Að vinna leik svona, eftir að við töpuðum leik í Bern (gegn Young Boys) á þann hátt sem við gerðum þá er þetta frábært. Ég vill frekar fá sigur og tap heldur en tvö jafntefli. Atalanta er mjög gott lið og allir leikir á þessu getustigi eru erfiðir. Við sáum úrslit í gær sem maður trúir varla en þetta er Evrópskur fótbolti í dag, munurinn er svo lítill,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að endingu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira
Solskjær viðurkenndi að sínir menn hefðu verið heppnir í kvöld ásamt því sem hann hrósaði liði Villareal í hástert. Liðið hefur ekki enn tapað leik í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, en hefur hins vegar gert fimm jafntefli í sex leikjum til þessa. „Við þurftum að henda skynseminni út um gluggann og vorum heppnir undir lokin. Þeir eru mjög gott lið sem er rosalega erfitt að brjóta á bak aftur. Þeir hafa ekki tapað leik síðan löngu fyrir úrslitaleikinn (í Evrópudeildinni) og hafa spilað við góð lið á þeim tíma. Þetta var erfiður leikur því við erum á heimavelli og viljum vinna en þeir hafa spilað mjög vel. Ef við pressum þá ekki stíft þá sitja þeir til baka og líður vel með það.“ „Stundum snýst þetta ekki um að senda hingað eða senda þangað heldur snýst þetta um stuðningsfólkið á vellinum – það hefur sogið boltann í netið nokkrum sinnum áður, ég veit allt um það – og svo áttu alltaf möguleika þegar Cristiano er á vellinum.“ „Jesse er örugglega ósáttur með að spila ekki meira en kemur inn á og hefur áhrif á leikinn. Það er það sem maður gerir þegar maður er varamaður hjá þessu félagi,“ sagði þjálfarinn um innkomu Jesse Lingard af varamannabekknum en hann lagði upp sigurmark leiksins. „Já, hann er svo góður fyrir framan markið og hann hefur áhrif á alla. Stuðningsfólkið, leikmennina og klúbbinn í heild sinni,“ sagði Solskjær er hann var spurður út í Ronaldo. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir lekmennina. Að vinna leik svona, eftir að við töpuðum leik í Bern (gegn Young Boys) á þann hátt sem við gerðum þá er þetta frábært. Ég vill frekar fá sigur og tap heldur en tvö jafntefli. Atalanta er mjög gott lið og allir leikir á þessu getustigi eru erfiðir. Við sáum úrslit í gær sem maður trúir varla en þetta er Evrópskur fótbolti í dag, munurinn er svo lítill,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að endingu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira