Katrín Tanja „túrar“ um um öll Bandaríkin í næsta mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir verður á ferðinni í næsta mánuði. Instagram/@katrintanja CrossFit æfingahópurinn hjá CompTrain ætlar að boða út fagnaðarerindið út um öll Bandaríkin í næsta mánuði. Katrín Tanja Davíðsdóttir er stærsta stjarnan hópsins en CompTrain átti fullt af keppendum á síðustu heimsleikum í ágúst síðastliðnum. Katrín Tanja hefur verið að æfa á Íslandi í þessum mánuði en framundan er viðburðaríkur októbermánuður fyrir hana. Það verður svo sannarlega nóg að gera þegar hún mætir aftur út til Bandaríkjanna. Evan hjá CompTrain kynnti túrinn á Instagram síðu fyrirtækisins en stofnandi þess er Ben Bergeron sem hefur þjálfað Katrínu Tönju í sex ár. Katrín hefur haft aðstöðu hjá honum í Natick, í Massachusetts fylki undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Katrín Tanja hefur fengið flott fólk í æfingahópinn sinn á síðustu árum og á síðustu heimsleikum komust þau Amanda Barnhart, Chandler Smith og Samuel Kwant inn á leikana í Madison. Árið áður höfðu þau Katrín og Kwant bæði unnið silfur á heimsleikunum. CompTrain ætlar ný að fara sýningarferðalag um Bandaríkin í október með CrossFit stjörnur sínar og verður Cole Sager líka í þeim hópi ásamt fleirum tengdum fyrirtækinu. Hópurinn mætir með æfingatrukk og tengivagn og getur með því sett upp æfingabúðir á hverjum stað. Þar verða einnig þjálfaranámskeið og gestir og gangandi geta heilsað upp á stjörnurnar og þjálfarana. Það verður líka möguleiki að reyna sig á móti einhverjum af stjörnunum í einni æfingunni sem sett verður í gang á vegum CompTrain. Katrín Tanja þarf að passa upp á það að slaka ekki á við æfingarnar því stutt er í Rogue Invitational mótið sem fer fram í lok október. CrossFit Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir er stærsta stjarnan hópsins en CompTrain átti fullt af keppendum á síðustu heimsleikum í ágúst síðastliðnum. Katrín Tanja hefur verið að æfa á Íslandi í þessum mánuði en framundan er viðburðaríkur októbermánuður fyrir hana. Það verður svo sannarlega nóg að gera þegar hún mætir aftur út til Bandaríkjanna. Evan hjá CompTrain kynnti túrinn á Instagram síðu fyrirtækisins en stofnandi þess er Ben Bergeron sem hefur þjálfað Katrínu Tönju í sex ár. Katrín hefur haft aðstöðu hjá honum í Natick, í Massachusetts fylki undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Katrín Tanja hefur fengið flott fólk í æfingahópinn sinn á síðustu árum og á síðustu heimsleikum komust þau Amanda Barnhart, Chandler Smith og Samuel Kwant inn á leikana í Madison. Árið áður höfðu þau Katrín og Kwant bæði unnið silfur á heimsleikunum. CompTrain ætlar ný að fara sýningarferðalag um Bandaríkin í október með CrossFit stjörnur sínar og verður Cole Sager líka í þeim hópi ásamt fleirum tengdum fyrirtækinu. Hópurinn mætir með æfingatrukk og tengivagn og getur með því sett upp æfingabúðir á hverjum stað. Þar verða einnig þjálfaranámskeið og gestir og gangandi geta heilsað upp á stjörnurnar og þjálfarana. Það verður líka möguleiki að reyna sig á móti einhverjum af stjörnunum í einni æfingunni sem sett verður í gang á vegum CompTrain. Katrín Tanja þarf að passa upp á það að slaka ekki á við æfingarnar því stutt er í Rogue Invitational mótið sem fer fram í lok október.
CrossFit Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira