Óvissuástand eftir þingkosningar í Þýskalandi Ívar Már Arthúrsson skrifar 30. september 2021 09:00 Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fóru fram síðastliðinn sunnudag. Rúmlega 60 milljón manns voru á kjörskrá. Kosningaþáttakan var frekar góð, eða rúmlega 75 prósent, sem var svipað og í síðustu kosningum. Þetta eru fyrstu kosningarnar í nærri 20 ár, þar sem Angela Merkel, kanslari landsins, úr flokki kristilegra demókrata, var ekki í framboði, en hún hefur gengt því embætti frá árinu 2005. Úrslitin urðu þau, að jafnaðarmannaflokkurinn vann sigur og varð stærsti flokkurinn, en munurinn var þó lítill á fylgi þeirra og kristilegra demókrata. Síðarnefndi flokkurinn missti tæp 10 prósent frá síðustu kosningum og fékk þar með verstu útreið sína í sögunni. Margir telja að það skrifist að miklu leyti á kostnað kansalarefnis flokksins, Armins Laschet, sem naut lítilla vinsælda og er sakaður um alvarleg mistök í kosningabráttuni. Til dæmis má nefna það sem gerðist, þegar flóðbylgja reið yfir nokkur héruð í vesturhluta Þýskalands fyrr í sumar, þar á meðal hluta fylkissins Nordrhein Westfalen, sem hann stýrir, og yfir 100 manns létu lífið. Þá heimsótti Laschet, ásamt forseta Þýskalands, Frank Walter Steinmeier, hamfarasvæðið. Á meðan Steinmeier var að flytja ræðu fór Laschet að flissa fyrir aftan forsetann og vakti það óhug meðal margra. Sumir halda því meira að segja fram að þetta atvik hafi kostað hann kanslaraembættið. Frekar líklegt þykir nú, að Olaf Scholz, kanslaraefni jafnaðarmanna, muni taka við af Merkel og verða næsti kanslari landsins, þó það sé enn ekki víst. Ef hann tæki við embætti kanslara myndi hann að öllum líkindum mynda stjórn með Græningjaflokknum og flokki Frjálsra Demókrata, sem báðir juku fylgi sitt líka frá síðustu kosningunum. Þessir tveir flokkar hafa nú byrjað viðræður sín á milli og mun framhaldið ráðast af því, hvað kemur út úr þeim viðræðum. Hugsanlegt væri nefnilega líka að þeir veldu þann kost að mynda stjórn með Kristilegum Demókrötum. Ljóst er að það verður ekki mynduð vinstri stjórn. Í henni hefðu setið jafnaðarmenn, græningjar og vinstri flokkurinn (Die Linke). Sá síðastnefndi rétt náði inn á þing og varð að sætta sig við lágmarksfjölda þingsæta. Það er því ekki meirihluti fyrir því að mynda stjórn með honum. Hins vegar gætu jafnaðarmenn og kristilegir aftur farið saman í stjórn. Nær útilokað er þó talið að þeir geri það, þar sem andstaðan við áframhaldandi stjórnarsamstarf við kristilega er mjög mikil meðal jafnaðarmanna. Hún var það þegar fyrir kosningar og er nú enn þá meiri, eftir að jafnaðarmenn báru sigur úr býtum. Eitt sem liggur alveg ljóst fyrir er að róttæki hægri flokkurinn, Alernative für Deutschland (AfD), mun ekki sitja í næstu ríkisstjórn Þýskalands, þar sem allir aðrir flokkar á þinginu hafa frá upphafi útilokað allt samstarf við þann flokk. Miðað við þá stöðu sem nú er uppi gætu stjórnarmyndurnarviðræður reynst erfiðar og staðið lengi. Það er því enn óvíst, hvort það verður Angela Merkel eða arftaki hennar í embætti, sem flytur þýsku þjóðinni næsta nýársávarp. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fóru fram síðastliðinn sunnudag. Rúmlega 60 milljón manns voru á kjörskrá. Kosningaþáttakan var frekar góð, eða rúmlega 75 prósent, sem var svipað og í síðustu kosningum. Þetta eru fyrstu kosningarnar í nærri 20 ár, þar sem Angela Merkel, kanslari landsins, úr flokki kristilegra demókrata, var ekki í framboði, en hún hefur gengt því embætti frá árinu 2005. Úrslitin urðu þau, að jafnaðarmannaflokkurinn vann sigur og varð stærsti flokkurinn, en munurinn var þó lítill á fylgi þeirra og kristilegra demókrata. Síðarnefndi flokkurinn missti tæp 10 prósent frá síðustu kosningum og fékk þar með verstu útreið sína í sögunni. Margir telja að það skrifist að miklu leyti á kostnað kansalarefnis flokksins, Armins Laschet, sem naut lítilla vinsælda og er sakaður um alvarleg mistök í kosningabráttuni. Til dæmis má nefna það sem gerðist, þegar flóðbylgja reið yfir nokkur héruð í vesturhluta Þýskalands fyrr í sumar, þar á meðal hluta fylkissins Nordrhein Westfalen, sem hann stýrir, og yfir 100 manns létu lífið. Þá heimsótti Laschet, ásamt forseta Þýskalands, Frank Walter Steinmeier, hamfarasvæðið. Á meðan Steinmeier var að flytja ræðu fór Laschet að flissa fyrir aftan forsetann og vakti það óhug meðal margra. Sumir halda því meira að segja fram að þetta atvik hafi kostað hann kanslaraembættið. Frekar líklegt þykir nú, að Olaf Scholz, kanslaraefni jafnaðarmanna, muni taka við af Merkel og verða næsti kanslari landsins, þó það sé enn ekki víst. Ef hann tæki við embætti kanslara myndi hann að öllum líkindum mynda stjórn með Græningjaflokknum og flokki Frjálsra Demókrata, sem báðir juku fylgi sitt líka frá síðustu kosningunum. Þessir tveir flokkar hafa nú byrjað viðræður sín á milli og mun framhaldið ráðast af því, hvað kemur út úr þeim viðræðum. Hugsanlegt væri nefnilega líka að þeir veldu þann kost að mynda stjórn með Kristilegum Demókrötum. Ljóst er að það verður ekki mynduð vinstri stjórn. Í henni hefðu setið jafnaðarmenn, græningjar og vinstri flokkurinn (Die Linke). Sá síðastnefndi rétt náði inn á þing og varð að sætta sig við lágmarksfjölda þingsæta. Það er því ekki meirihluti fyrir því að mynda stjórn með honum. Hins vegar gætu jafnaðarmenn og kristilegir aftur farið saman í stjórn. Nær útilokað er þó talið að þeir geri það, þar sem andstaðan við áframhaldandi stjórnarsamstarf við kristilega er mjög mikil meðal jafnaðarmanna. Hún var það þegar fyrir kosningar og er nú enn þá meiri, eftir að jafnaðarmenn báru sigur úr býtum. Eitt sem liggur alveg ljóst fyrir er að róttæki hægri flokkurinn, Alernative für Deutschland (AfD), mun ekki sitja í næstu ríkisstjórn Þýskalands, þar sem allir aðrir flokkar á þinginu hafa frá upphafi útilokað allt samstarf við þann flokk. Miðað við þá stöðu sem nú er uppi gætu stjórnarmyndurnarviðræður reynst erfiðar og staðið lengi. Það er því enn óvíst, hvort það verður Angela Merkel eða arftaki hennar í embætti, sem flytur þýsku þjóðinni næsta nýársávarp. Höfundur er nemi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun