Leita enn að íslenskum manni í Svíþjóð Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2021 15:16 Sjónarvottur sá til mannsins falla af sæþotu um 200 metra frá landi í Köpingsvik, rétt norður af Borgholm á sænsku eyjarinnar Öland, austur af landinu. Getty Til stóð að halda áfram leit að íslenskum karlmanni á fimmtugsaldri sem hefur verið saknað frá því að hann hélt frá landi á sæþotu í Svíþjóð á laugardag. Frændi mannsins segist standa fyrir leit að honum. Tilkynnt var um að 41 árs gamall íslenskur karlmaður hefði ekki skilað sér aftur í land eftir að hann fór á sæþotu út á Kalmarsund frá Köpingsvik í norðanverðu Öland á laugardag. Kafarar og þyrla á vegum sænsku strandgæslunnar leitaði mannsins í um fjórar klukkustundir án árangurs. Staðarblaðið Ölandsbladet sagði um helgina að málið væri lögreglu ráðgáta þar sem straumar og vindar hafi verið í átt að landi þegar maðurinn hvarf. Blaðið sagði að sjónarvottur á bryggju hefði séð manninn falla af sæþotunni um tvö hundruð metra frá landi. Í fréttum blaðsins er talað um „drukknunarmál“. Calle Persson, upplýsingafulltrúi hjá sænsku lögreglunni, segir í samtali við Vísi að vitni hafi sagst séð manninn halda út á sæþotunni. Þau hafi síðan fundið þotuna í gangi úti á sjó en að maðurinn hafi hvergi verið sjáanlegur. Lögreglan geti ekki aðhafst mikið meira. Mannsins er talið saknað og gefin hefur verið út eftirlýsing. Skildi björgunarvestið eftir og fór annan hring Víðir Víðisson, frændi mannsins sem er saknað, furðaði sig á hversu lítið sænsk yfirvöld leituðu að honum. Tilkynnt hafi verið um hvarfið um klukkan 15:00 að staðartíma en leitin hafi verið blásin af klukkan 19:00 vegna myrkurs. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær sagði Víðir að hann og fleiri hefðu farið út til leitar í Svíþjóð. Aðstæður til leitar hafi verið erfiðar í gær. Hann sagði frænda sinn hafa verið að leik með börnum sínum í fjörunni á laugardaginn. Hann hafi komið í land með börnin, tekið af sér björgunarvesti og ætlað að ganga frá þotunni. Eftir það hafi hann tekið einn hring á þotunni í viðbót. „Þegar hann fer út er vitni þarna sem sér hann detta af skíðinu og svo sést bara ekki meira til,“ sagði Víðir og fullyrti að þetta hefði gerst aðeins um tvö hundruð metra frá landi. Samtökin Missing People í Svíþjóð hafa auglýst eftir sjálfboðaliðum í leitina. Talsmaður samtakanna sagði Ölandsbladet að leit yrði haldið áfram að manninum í dag. Svíþjóð Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lögregla hættir leit að Íslendingnum á Öland Lögregla á Öland í Svíþjóð hefur hætt leit að fertugum Íslendingi sem féll af sjósleða í Köpingsvik við bæinn Borgholm á laugardag. 28. september 2021 12:47 Íslendings leitað sem féll af sjósleða í Svíþjóð á laugardag Íslendings er leitað sem féll af sæþotu undan strönd sænsku borgarinnar Borgholm á Öland á laugardag. 27. september 2021 14:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Tilkynnt var um að 41 árs gamall íslenskur karlmaður hefði ekki skilað sér aftur í land eftir að hann fór á sæþotu út á Kalmarsund frá Köpingsvik í norðanverðu Öland á laugardag. Kafarar og þyrla á vegum sænsku strandgæslunnar leitaði mannsins í um fjórar klukkustundir án árangurs. Staðarblaðið Ölandsbladet sagði um helgina að málið væri lögreglu ráðgáta þar sem straumar og vindar hafi verið í átt að landi þegar maðurinn hvarf. Blaðið sagði að sjónarvottur á bryggju hefði séð manninn falla af sæþotunni um tvö hundruð metra frá landi. Í fréttum blaðsins er talað um „drukknunarmál“. Calle Persson, upplýsingafulltrúi hjá sænsku lögreglunni, segir í samtali við Vísi að vitni hafi sagst séð manninn halda út á sæþotunni. Þau hafi síðan fundið þotuna í gangi úti á sjó en að maðurinn hafi hvergi verið sjáanlegur. Lögreglan geti ekki aðhafst mikið meira. Mannsins er talið saknað og gefin hefur verið út eftirlýsing. Skildi björgunarvestið eftir og fór annan hring Víðir Víðisson, frændi mannsins sem er saknað, furðaði sig á hversu lítið sænsk yfirvöld leituðu að honum. Tilkynnt hafi verið um hvarfið um klukkan 15:00 að staðartíma en leitin hafi verið blásin af klukkan 19:00 vegna myrkurs. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær sagði Víðir að hann og fleiri hefðu farið út til leitar í Svíþjóð. Aðstæður til leitar hafi verið erfiðar í gær. Hann sagði frænda sinn hafa verið að leik með börnum sínum í fjörunni á laugardaginn. Hann hafi komið í land með börnin, tekið af sér björgunarvesti og ætlað að ganga frá þotunni. Eftir það hafi hann tekið einn hring á þotunni í viðbót. „Þegar hann fer út er vitni þarna sem sér hann detta af skíðinu og svo sést bara ekki meira til,“ sagði Víðir og fullyrti að þetta hefði gerst aðeins um tvö hundruð metra frá landi. Samtökin Missing People í Svíþjóð hafa auglýst eftir sjálfboðaliðum í leitina. Talsmaður samtakanna sagði Ölandsbladet að leit yrði haldið áfram að manninum í dag.
Svíþjóð Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lögregla hættir leit að Íslendingnum á Öland Lögregla á Öland í Svíþjóð hefur hætt leit að fertugum Íslendingi sem féll af sjósleða í Köpingsvik við bæinn Borgholm á laugardag. 28. september 2021 12:47 Íslendings leitað sem féll af sjósleða í Svíþjóð á laugardag Íslendings er leitað sem féll af sæþotu undan strönd sænsku borgarinnar Borgholm á Öland á laugardag. 27. september 2021 14:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Lögregla hættir leit að Íslendingnum á Öland Lögregla á Öland í Svíþjóð hefur hætt leit að fertugum Íslendingi sem féll af sjósleða í Köpingsvik við bæinn Borgholm á laugardag. 28. september 2021 12:47
Íslendings leitað sem féll af sjósleða í Svíþjóð á laugardag Íslendings er leitað sem féll af sæþotu undan strönd sænsku borgarinnar Borgholm á Öland á laugardag. 27. september 2021 14:51