„Fólk er almennt heiðarlegt og við göngum út frá því“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. október 2021 07:04 Helgi segir að með því að leggja traust sitt á heiðarleika viðskiptavinarins sé lagður grunnur að því að gera hlutina léttari og einfaldari. „Svarið við því er já,“ segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, spurður að því hvort fólki sé treystandi. Tilefnið er nýtt greiðslufyrirkomulag hjá Krónunni, þar sem fólki verður treyst til að „skanna og skunda“ en VÍS hefur um nokkurra ára skeið viðhaft svipað fyrirkomulag varðandi tjónatilkynningar. Í báðum tilvikum setja fyrirtækin traust sitt á heiðarleika viðskiptavina. Hjá Krónunni er um það að ræða að viðskiptavinurinn gengur um verslunina og setur vörurnar beint ofan í poka þegar hann hefur skannað strikamerkið með símanum sínum eða fundið vöruna í Krónu-appinu. Hann gengur síðan í flestum tilvikum út án þess að koma við á kassa. Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS. Árið 2019 tók VÍS upp svipað fyrirkomulag, þegar viðskiptavinir fóru að geta skilað tjónatilkynningum inn rafrænt og fengið úrlausn sinna mála sjálfkrafa, til dæmis með greiðslu bóta beint inn á reikning. Helgi segir breytingar í þjónustu við viðskiptavini hafa verið hraðar og kröfurnar um einfaldleika í öllum samskiptum að aukast. Hvað varðar tryggingar snúist þetta um að einfalda þá ferla sem liggja að baki því að stofna til viðskipta og greiða út tjón. Ákveðnar varnir til staðar „Við höfum náttúrlega verið að ganga í gegnum miklar breytingar og í allri okkar vinnu höfum við verið að horfa til þess sem best gerist í heiminum; ekki bara í okkar geira heldur í öðrum geirum,“ útskýrir Helgi. „Í þessari vinnu höfum við fókusað á upplifun viðskiptavina, sem er okkur hjartans mál, og öll vinna gengið út frá því að við treystum viðskiptavininum.“ En hvernig hefur þetta svo gengið; er fólki treystandi? „Fólk er almennt heiðarlegt og við göngum útfrá því,“ ítrekar Helgi. „Þetta hefur gengið mjög vel og er komið til að vera og við bara höldum áfram á þessari vegferð,“ bætir hann við en um þessar mundir er sömuleiðis verið að gera umsóknarferlið um tryggingarnar sjálfvirkt. Líkt og Krónan hyggst hafa handahófseftirlit með sjálfsafgreiðslunni eru til staðar ákveðnir öryggisferlar hjá VÍS, segir Helgi, sem felast meðal annars í því að ítrekaðar tilkynningar eða óvenjulega háar upphæðir eru flaggaðar. Aðspurður segist hann hins vegar telja að forsvarsmönnum Krónunnar sé óhætt að veðja á heiðarleika almennings. „Já, ég myndi segja það. Þau eru eflaust með einhverjar varnir í sínum ferlum en í grunninn já; ég held að þessi vegferð að treysta fólki sé bara grunnurinn í því að gera hlutina léttari og einfaldari.“ Neytendur Tryggingar Verslun Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Í báðum tilvikum setja fyrirtækin traust sitt á heiðarleika viðskiptavina. Hjá Krónunni er um það að ræða að viðskiptavinurinn gengur um verslunina og setur vörurnar beint ofan í poka þegar hann hefur skannað strikamerkið með símanum sínum eða fundið vöruna í Krónu-appinu. Hann gengur síðan í flestum tilvikum út án þess að koma við á kassa. Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS. Árið 2019 tók VÍS upp svipað fyrirkomulag, þegar viðskiptavinir fóru að geta skilað tjónatilkynningum inn rafrænt og fengið úrlausn sinna mála sjálfkrafa, til dæmis með greiðslu bóta beint inn á reikning. Helgi segir breytingar í þjónustu við viðskiptavini hafa verið hraðar og kröfurnar um einfaldleika í öllum samskiptum að aukast. Hvað varðar tryggingar snúist þetta um að einfalda þá ferla sem liggja að baki því að stofna til viðskipta og greiða út tjón. Ákveðnar varnir til staðar „Við höfum náttúrlega verið að ganga í gegnum miklar breytingar og í allri okkar vinnu höfum við verið að horfa til þess sem best gerist í heiminum; ekki bara í okkar geira heldur í öðrum geirum,“ útskýrir Helgi. „Í þessari vinnu höfum við fókusað á upplifun viðskiptavina, sem er okkur hjartans mál, og öll vinna gengið út frá því að við treystum viðskiptavininum.“ En hvernig hefur þetta svo gengið; er fólki treystandi? „Fólk er almennt heiðarlegt og við göngum útfrá því,“ ítrekar Helgi. „Þetta hefur gengið mjög vel og er komið til að vera og við bara höldum áfram á þessari vegferð,“ bætir hann við en um þessar mundir er sömuleiðis verið að gera umsóknarferlið um tryggingarnar sjálfvirkt. Líkt og Krónan hyggst hafa handahófseftirlit með sjálfsafgreiðslunni eru til staðar ákveðnir öryggisferlar hjá VÍS, segir Helgi, sem felast meðal annars í því að ítrekaðar tilkynningar eða óvenjulega háar upphæðir eru flaggaðar. Aðspurður segist hann hins vegar telja að forsvarsmönnum Krónunnar sé óhætt að veðja á heiðarleika almennings. „Já, ég myndi segja það. Þau eru eflaust með einhverjar varnir í sínum ferlum en í grunninn já; ég held að þessi vegferð að treysta fólki sé bara grunnurinn í því að gera hlutina léttari og einfaldari.“
Neytendur Tryggingar Verslun Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira