„Vorum ekki að hugsa um Kolbein“ Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2021 20:01 Arnar Þór Viðarsson ræddi við Gaupa í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Stöð 2 Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segir það hafa verið krefjandi áskorun að þurfa að bregðast við brotthvarfi Kolbeins Sigþórssonar úr síðasta landsliðshópi. Hann hafi hins vegar ekki komið til greina núna vegna meiðsla. Guðjón Guðmundsson spurði Arnar út í fjarveru Kolbeins og fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar eftir blaðamannafund í dag, þar sem nýr landsliðshópur var kynntur. „Ég er búinn að eiga mörg góð samtöl við Aron Einar undanfarna daga og vikur og ég tók þá ákvörðun að velja hann ekki fyrir þetta verkefni. Ástæðurnar fyrir því eru utanaðkomandi og ég ætla að biðja fólk að virða það. Við fáum að taka á þeim aðstæðum þegar rétti tíminn er kominn,“ sagði Arnar en ítrekaði að Aron hefði verið tilbúinn að mæta Armeníu og Liechtenstein í leikjunum sem fram undan eru. „Hann gaf kost á sér en ég tók þá ákvörðun að velja hann ekki,“ sagði Arnar sem valdi Aron í landsleikina þrjá í byrjun þessa mánaðar, eftir að Aron smitaðist af kórónuveirunni. Klippa: Arnar um fjarveru Arons og Kolbeins Fráfarandi stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein út úr síðasta landsliðshópi eftir að ásakanir á hendur honum fyrir kynferðisbrot voru opinberaðar. Félagslið Kolbeins, IFK Gautaborg í Svíþjóð, tilkynnti fyrr í þessum mánuði að félagið stæði við bakið á honum og hefði búið til langtímaáætlun fyrir hann, en að hann færi jafnframt í aðgerð vegna meiðsla og yrði frá keppni um sinn. Mjög krefjandi þegar Kolbeini var kippt út Hefði Arnar valið Kolbein núna ef hann hefði verið í boði? „Það er ómögulegt að segja. Hann er bara meiddur og fyrir þennan glugga vorum við ekki að hugsa um Kolbein. Hann er nýkominn úr aðgerð á ökkla. Framtíðin verður að bera í skauti sér hver verður valinn í næstu verkefni,“ sagði Arnar og sagði engin skilaboð hafa borist frá stjórn KSÍ að þessu sinni um að ekki mætti velja ákveðna leikmenn. Arnar tók undir að það væri vissulega engin kjörstaða að þurfa að lúta ákvörðunum annarra um val á leikmönnum: „Það þegar Kolla var kippt út úr hóp hjá okkur er eitthvað sem þú vilt alls ekki sem landsliðsþjálfari. Þú vilt geta tekið þínar ákvarðanir. Stundum eru þínar ákvarðanir til að vernda leikmenn, hóp eða lið. Til dæmis með Kolbein, þegar hann dettur út úr hóp hjá okkur í september, þá þurfti að taka ákvörðun um aðra leikmenn. Hópur er ekki mótaður af landsliðsþjálfara á tveimur dögum. Þú þarft að hugsa um mjög marga þætti. Ef við tölum um framherja, ertu þá með „target striker“, „pocket striker“, einhvern sem getur spilað í „holunni“? Þegar Kolbeini var kippt út úr hópnum var það því mjög krefjandi fyrir okkur. Við reyndum að leysa það af bestu getu en ef við hefðum haft aðeins meiri tíma og vissum það sem við vitum núna þá hefðum við kannski leyst það aðeins öðruvísi,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um að hafa verið bannað að velja Kolbein HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36 Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10 Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska karlalandsliðsins fyrir næstu leiki þess í undankeppni HM 2022 var kynntur. 30. september 2021 12:46 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Sjá meira
Guðjón Guðmundsson spurði Arnar út í fjarveru Kolbeins og fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar eftir blaðamannafund í dag, þar sem nýr landsliðshópur var kynntur. „Ég er búinn að eiga mörg góð samtöl við Aron Einar undanfarna daga og vikur og ég tók þá ákvörðun að velja hann ekki fyrir þetta verkefni. Ástæðurnar fyrir því eru utanaðkomandi og ég ætla að biðja fólk að virða það. Við fáum að taka á þeim aðstæðum þegar rétti tíminn er kominn,“ sagði Arnar en ítrekaði að Aron hefði verið tilbúinn að mæta Armeníu og Liechtenstein í leikjunum sem fram undan eru. „Hann gaf kost á sér en ég tók þá ákvörðun að velja hann ekki,“ sagði Arnar sem valdi Aron í landsleikina þrjá í byrjun þessa mánaðar, eftir að Aron smitaðist af kórónuveirunni. Klippa: Arnar um fjarveru Arons og Kolbeins Fráfarandi stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein út úr síðasta landsliðshópi eftir að ásakanir á hendur honum fyrir kynferðisbrot voru opinberaðar. Félagslið Kolbeins, IFK Gautaborg í Svíþjóð, tilkynnti fyrr í þessum mánuði að félagið stæði við bakið á honum og hefði búið til langtímaáætlun fyrir hann, en að hann færi jafnframt í aðgerð vegna meiðsla og yrði frá keppni um sinn. Mjög krefjandi þegar Kolbeini var kippt út Hefði Arnar valið Kolbein núna ef hann hefði verið í boði? „Það er ómögulegt að segja. Hann er bara meiddur og fyrir þennan glugga vorum við ekki að hugsa um Kolbein. Hann er nýkominn úr aðgerð á ökkla. Framtíðin verður að bera í skauti sér hver verður valinn í næstu verkefni,“ sagði Arnar og sagði engin skilaboð hafa borist frá stjórn KSÍ að þessu sinni um að ekki mætti velja ákveðna leikmenn. Arnar tók undir að það væri vissulega engin kjörstaða að þurfa að lúta ákvörðunum annarra um val á leikmönnum: „Það þegar Kolla var kippt út úr hóp hjá okkur er eitthvað sem þú vilt alls ekki sem landsliðsþjálfari. Þú vilt geta tekið þínar ákvarðanir. Stundum eru þínar ákvarðanir til að vernda leikmenn, hóp eða lið. Til dæmis með Kolbein, þegar hann dettur út úr hóp hjá okkur í september, þá þurfti að taka ákvörðun um aðra leikmenn. Hópur er ekki mótaður af landsliðsþjálfara á tveimur dögum. Þú þarft að hugsa um mjög marga þætti. Ef við tölum um framherja, ertu þá með „target striker“, „pocket striker“, einhvern sem getur spilað í „holunni“? Þegar Kolbeini var kippt út úr hópnum var það því mjög krefjandi fyrir okkur. Við reyndum að leysa það af bestu getu en ef við hefðum haft aðeins meiri tíma og vissum það sem við vitum núna þá hefðum við kannski leyst það aðeins öðruvísi,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um að hafa verið bannað að velja Kolbein
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36 Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10 Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska karlalandsliðsins fyrir næstu leiki þess í undankeppni HM 2022 var kynntur. 30. september 2021 12:46 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Sjá meira
Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36
Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10
Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska karlalandsliðsins fyrir næstu leiki þess í undankeppni HM 2022 var kynntur. 30. september 2021 12:46