Hollywood Reporter greinir frá því að fjölskylda Tylo segi hann hafa glímt við sjúkdóm síðustu ár.
Tylo fór með hlutverk Quint Chamberlain í Leiðarljósi á árunum 1981 til 1985 og aftur frá 1996 til 1997. Í þáttunum Glæstum vonum fór hann með hlutverk Sherman Gale.
Hann bjó í Nevada og starfaði síðustu árin sem gestakennari við háskóla í ríkinu.
Tylo fór einnig með hlutverk í sápuóperum á borð við General Hospital, The Young and the Restless og All My Children og þáttunum Jessica Fletcher og Zorro. Hann birtist síðast í þáttunum Nightwing: The Series, árið 2014.
Tylo lætur eftir sig eiginkonuna Rachelle Tylo, og þrjú börn. Hann skildi við The Bold and the Beautiful-leikkonuna Hunter Tylo árið 2005, en saman eignuðust þau þrjú börn. Einn sonur þeirra lést árið 2007. Michael Tylo og Rachelle Tylo eignuðust dótturina Kollette árið 2012.