Starfsmönnum Landsbankans var tilkynnt um uppsagnirnar á miðvikudaginn en bankinn segir uppsagnirnar ekki tengjast fækkun útibúa með beinum hætti. Viðskiptablaðið greinir frá.
Bankar á höfuðborgarsvæðinu hafa fækkað útibúum töluvert undanfarið með aukinni áherslu á netþjónustu en starfsliði Íslandsbanka fækkaði um tuttugu og fjóra í september.
Arion banki sagði einnig upp sex starfsmönnum í síðasta mánuði en uppsagnirnar eru sagðar tengjast hagræðingu. Aðeins tvö útibú Arion banka eru eftir á höfuðborgarsvæðinu en tæplega tuttugu starfsmönnum bankans var sagt upp vegna skipulagsbreytinga og almennrar hagræðingar í maí.
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja sendu frá sér yfirlýsingu eftir uppsagnir Íslandsbanka í september. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að uppsagnirnar séu í engum takti við afkomu fyrirtækjanna síðustu misseri.