Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er aðgerðum við ána lokið. Ekki sé vitað til þess að einhvers sé saknað en ákveðið hafi verið að kanna ánna með hitamyndavélum og dróna til öryggis þegar fatnaðurinn fannst.
Einnig barst tilkynning um að ráðist hefði verið á mann í miðbænum í morgun. Sá hefði verið laminn í höfuðið með kylfu.
Málið er í rannsókn en gerandinn var flúinn af vettvangi þegar lögregluþjóna bar að garði.